Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 10. maí 2012 21 Tugþúsundir húseigenda um allt land fengu fjármuni frá ríkissjóði inn á bankareikninga sína nú um síðustu mánaðamót. Mörgum í þeim hópi hefur eflaust komið þetta ánægjulega á óvart. Eðli málsins samkvæmt er fólk vanara því að meira fari út af reikningunum vegna íbúðarlána en að eitthvað skili sér inn á þá. Hvaða greiðsla er þetta? Hverjir fengu hana og hvers vegna? Hér er um að ræða greiðslu frá ríkis- sjóði Íslands til fasteignaeigenda í formi sérstakra vaxtaniður- greiðslna vegna áhvílandi lána á íbúðarhúsnæði viðkomandi. Ríkis- sjóður greiddi að þessu sinni alls 2.648 milljarða króna og fengu 90.477 húseigendur sérstaka vaxtaniðurgreiðslu að þessu sinni. Meðalgreiðsla á mann var tæpar 30.000 krónur og um var að ræða helming áætlaðrar niðurgreiðslu ársins. Við útreikning á fyrir- framgreiðslunni 1. maí 2012 var höfð hliðsjón af skattframtali 2012 og fyrirliggjandi upplýsingum um tekjur, eignir og skuldir. Hinn helmingur niðurgreiðslunnar verður greiddur út til húseigenda við álagningu opinberra gjalda þann 1. ágúst næstkomandi. Á sama tíma í fyrra nam heildar greiðsla ríkissjóðs til sér- stakrar vaxtaniðurgreiðslu alls 2,9 milljörðum króna og var greitt út til 96.812 heimila. Ástæða þess að fleiri fengu sambærilega greiðslu á síðasta ári en nú og hærri fjárhæð er að þá var stofn- inn sem skapar rétt til greiðslna hærri. Með öðrum orðum; lægri fjárhæð nú og færri móttakendur endurspeglar lækkun skulda og/ eða aukna eignamyndun heimila. Staða húseigenda með áhvílandi lán hefur sem sagt batnað. Sérstaka vaxtaniðurgreiðslan er nefnilega 0,6% af skuldum vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota eins og þær eru í árslok 2010 og 2011 samkvæmt skattframtölum 2011 og 2012. Greiðslan getur að hámarki orðið 200.000 kr. hjá ein- hleypingi og 300.000 kr. hjá hjón- um, sambúðarfólki og einstæðum foreldrum. Vaxtaniðurgreiðslan er ekki tekjutengd en skerðist ef hrein eign (eignir að frádregnum skuldum) fer umfram ákveðin mörk. Þessi mörk byrja hjá ein- staklingi við nettóeign 10.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 20.000.000 kr. Skerðing hjá hjónum, sambúðarfólki og ein- stæðum foreldrum byrjar við nettóeign 15.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 30.000.000 kr. Þess má líka geta að þessi sér- staka vaxtaniðurgreiðsla sem um ræðir telst ekki til skattskyldra tekna þess sem hana fær. Vaxtaniðurgreiðslan er hrein viðbót við hefðbundnar vaxta- bætur sem ríkissjóður greiðir og hefur gert lengi. Þær voru reynd- ar hækkaðar um á þriðja milljarð króna á fyrrihluta árs 2009 og hefur sú hækkun haldist síðan. Ríkið hefur því varið um eða yfir 18 milljörðum króna í vaxta- bætur og í sérstaka vaxtaniður- greiðslu árlega á árunum 2011 og 2012. Það er nálægt þriðjungur af öllum vaxtakostnaði heimil- anna vegna íbúðarlána. Í kjölfar hinnar miklu niðursveiflu í kjöl- far efnahagshrunsins, myndaðist mikil gjá á milli greiðslubyrði og greiðslugetu heimilanna í landinu sem flestir, ef ekki allir, fundu fyrir. Stjórnvöld hafa glímt við þann vanda sem þá skapaðist með margvíslegum hætti og ávallt haft að leiðarljósi að aðstoða eftir föngum þá sem mesta hafa þörfina, en með aðferðum sem ekki yrðu ríkissjóði ofviða. Fjölmargar leiðir hafa verið farnar með þetta markmið að leið- arljósi. Fjölmennur hópur hefur nýtt sér greiðslujöfnun, lán hafa verið afskrifuð hjá um fimmtungi heimila í landinu, komið var í veg fyrir að fólk missti heimili sín vegna vanskila eða nauðungar- sölu, lán voru fryst og heimilum með slík lán auðveldað að fara í skuldaaðlögun. Á seinni stigum aðstoðaði embætti Umboðsmanns skuldara heimili við að endur- skipuleggja lán sín við lánar- drottna sína. Til að hraða ferlinu við endurskipulagningu skulda heimilanna var gripið til 110 pró- senta leiðarinnar en með henni eru afskrifuð lán af yfirveð settum eignum niður að 110 prósenta markinu. Þá má nefna sértæka skuldaaðlögun sem miðar að því að laga greiðslubyrði að greiðslu- getu. Til að gæta samræmis og sanngirni í þessum málum, starfar á vegum efnahags- og við- skiptaráðuneytis sérstök nefnd með víðtækt umboð, svokölluð eftirlitsnefnd um sértæka skulda- aðlögun. Um þessar og fleiri aðgerðir í þágu heimilanna má meðal annars lesa í nýútkominni skýrslu AGS. Í skýrslunni segir efnislega að hér á landi hafi tekist að afstýra fjöldanauðungarsölum íslenskra heimila með tímabundn- um greiðslufresti og samræmdum aðgerðum til að finna varan legar lausnir fyrir heimili í skulda- vanda. Það hefur verið gert með því að lækka skuldir heimilanna og draga úr greiðslubyrði þeirra. Vaxtabætur og umræddar sér- stakar vaxtaniðurgreiðslur, sem greiddar voru út að helmingi nú um síðastliðin mánaðamót, eru því í fullkomnu samræmi við yfir- lýst markmið núverandi ríkis- stjórnar um að styðja við heimilin í landinu. Þær eru hluti víðtækra aðgerða sem óumdeilanlega skipta máli og hafa hjálpað í glímunni við þann þungbæra vanda sem hrunið skóp skuldsettum heimilum. Þeirri glímu er engan veginn lokið og skuldsett heimili munu áfram þurfa á stuðningi að halda. Áframhaldandi efnahags- bati og hagvöxtur, aukin atvinna og vaxandi kaupmáttur munu hins vegar gera eftirleikinn auðveldari fyrir okkur og tryggja öruggari afkomu allra heimila í landinu. Tveir og hálfur millj- arður í sérstakar vaxtaniðurgreiðslur – það munar um minna Þegar ég reyndi að sigrast á nánast óyfirstíganlegu þvotta- fjalli heima hjá mér fór ég að hugsa. Ég er ótrúlega heppin. Þrátt fyrir allt er ég í besta starfinu, ég er leikskólakennari. Þegar ég horfi framhjá launum og aðbúnaði og lít að kjarna máls- ins fullyrði ég að mitt starf er best í heimi, meira að segja betra í heimi en Ísland. Ég fæ að hlúa að og eiga samskipti við 18 dásamleg börn, frábæru foreldrana þeirra og yndislega starfsfólkið mitt fimm daga vikunnar. Það er ástæða fyrir því að ég kalla þessi börn gjarnan börnin mín. Mér finnst ég eiga pínu- lítið í hverju og einu þeirra. Ég veit hvaða börn vilja alltaf vera á tásunum og ég veit hvaða börn vilja alltaf sjá fiskfatið til að full- vissa sig um að maturinn sé búinn. Ég veit líka hvernig ég á að hugga börnin og ná til þeirra, þau vilja nefnilega ekki öll sömu nálgun. Ég þekki þau og þau þekkja mig. Þetta eru forréttindi. Í síðustu viku var opið hús í leikskólanum mínum. Ég fyllist alltaf gríðarlegu stolti og er ótrú- lega meyr þegar ég horfi á flottu börnin mín sýna foreldrum og öðrum gestum þeirra verkin og ljósmyndirnar sem tilheyra þeim eftir veturinn. Við erum nefni- lega flott. Við vinnum flott starf, börnin mín, ég og starfsfólkið mitt. Um daginn sagði einn lítill drengur við mig: „Heiða, ég elska alltaf þig“. Er hægt að biðja um betra starf? Ég held ekki. Best í heimi Menntamál Heiða Sigurjónsdóttir deildarstjóri í leikskólanum Jörfa Fjármál Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra Í skýrslunni segir efnislega að hér á landi hafi tekist að afstýra fjöldanauðungar- sölum íslenskra heimila með tímabundn- um greiðslufresti og samræmdum aðgerðum til að finna varanlegar lausnir fyrir heimili í skuldavanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.