Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 28
28 10. maí 2012 FIMMTUDAGUR
Ef Ögmundur Jónasson innan-ríkisráðherra fær að ráða, þá
fer störfum við íslenska bjórfram-
leiðslu að fækka. Í staðinn flytjast
þau til útlanda. Ögmundur vill
nefnilega skella í lás á alla mögu-
leika til að kynna íslenska bjór-
framleiðslu hér á landi.
Innanríkisráðherra reynir að fá
samþykkt á Alþingi frumvarp um
svokallað hert bann við áfengis-
auglýsingum. Samkvæmt frum-
varpinu má ekki segja eitt auka-
tekið orð um íslenskan bjór (eða
annað áfengi) opinberlega. 10
milljón króna sekt liggur við broti
á því banni.
Lögunum er bersýnilega stefnt
gegn því hófstillta markaðsstarfi
sem íslenskir bjórframleiðendur
hafa stundað í gegnum árin. Þeir
hafa stutt tónleikahald á vínveit-
ingastöðum og fengið í staðinn
að minnast á vörumerki sín.
Léttöls auglýsingar hafa skemmt
landanum um árabil. Tilgangurinn
hefur sá einn verið að fá neytendur
til að velja innlenda framleiðslu
umfram erlenda og það hefur svo
sannarlega tekist.
Sala á íslenskum bjór nemur
rúmlega 70% af allri bjórsölu hér á
landi. Framleiðsla, sala og dreifing
á íslenskum bjór skapar ekki færri
en 150 störf. Tæpur helmingur
þessara starfa er í Eyjafirði og
á Suðurlandi. Ef ekki væri fyrir
markaðsstarfið, þá hefði þessi
árangur aldrei náðst.
Af einhverjum undarlegum
ástæðum hefur innanríkisráð-
herra fengið þá grillu í höfuðið
að bann við kynningu á bjórvöru-
merkjum muni vernda heilsu
almennings fyrir skaðvænlegum
afleiðingum áfengisneyslu (þetta
stendur orðrétt í frumvarpinu).
Heldur ráðherrann virkilega að
draga muni úr skaðvænlegum
áhrifum áfengis neyslu þó bannað
verði að tala um einstök vöru-
merki?
Það gengur auðvitað gegn
almennri skynsemi að ætla að
loka á alla íslenska umfjöllun og
vitneskju um löglega framleidda
vöru sem sjálft ríkisvaldið selur í
eigin verslunum og meirihluti al-
mennings neytir sér að skaðlausu.
Ekki bætir úr skák að erlendar
auglýsingar um þessa sömu vöru,
t.d. í sjónvarpsútsendingum, munu
hafa greiðan og óheftan aðgang að
landsmönnum samkvæmt laga-
frumvarpinu. Mismunun milli inn-
lendra og erlendra framleiðenda
verður æpandi.
Maður ætlar rétt að vona að nógu
margir skynsamir þingmenn stoppi
þessa aðför innanríkisráðherra að
íslenskum iðnfyrir tækjum, sem
hafa með nýsköpun, vöruþróun
og gæðaframleiðslu, ásamt hóf-
legri kynningu, náð meira en 70%
markaðs hlutdeild á miklum sam-
keppnismarkaði hér á landi.
Almenn skynsemi mælir með
því að samkeppni framleiðenda
um hylli neytenda haldi áfram,
enda skaðar hún engan. Fremur
verði settar strangar reglur um
slíkt kynningarstarf, á borð við
þær sem gilda um áfengisauglýs-
ingar í mörgum löndum Evrópu-
sambandsins. Í þeim reglum eru
ítarleg ákvæði um að áfengisaug-
lýsingar megi ekki höfða til ungs
fólks eða gefa til kynna að áfengis-
neysla bæti stöðu einstaklinga eða
geri hana eftirsóknarverða.
Almenn skynsemi
mælir með því að
samkeppni framleiðenda
um hylli neytenda haldi
áfram, enda skaðar hún
engan.
Eitt mesta hitamálið þessa dagana er nýjasta kvóta-
frumvarp ríkisstjórnar Jóhönnu
Sigurðar dóttur, flestir sem
fylgjast með muna eflaust eftir
frumvarpinu sem falleinkunn
hlaut hjá öllum sem umsagnir gáfu
um það frumvarp. Nú virðist ríkis-
stjórnin ætla að leika sama leik
enn á ný, smellir fram frumvarpi
sem enginn getur sáttur við unað
og markmiðið virðist vera að kné-
setja og örkumla íslensk sjávar-
útvegsfyrirtæki, mottóið hjá rík-
istjórninni virðist vera að allir
skulu hafa það jafn skítt. Hver er
annars hugsunin að baki þegar
fólk vill ráðast að atvinnustétt
sem skapar 40% af útflutnings-
verðmætum Íslendinga, skapar
fjöldann allan af störfum og
greiðir skatta og gjöld til ríkisins.
Menn vilja kannski frekar að
sjávar útvegurinn sé ekki sjálfbær
og ríkið þurfi að greiða styrki til
að viðhalda sjávarútveginum líkt
og gerist í mörgum öðrum löndum.
Lengi hefur verið reynt að
halda því fram að útgerðarmenn
hafi ekkert þurft að greiða fyrir
þær aflaheimildir sem þeir hafa
til umráða og þeir séu að ræna
af þjóðinni. Nú eru liðin tæp 30
ár síðan kvótakerfið var sett á,
útgerðar menn og sjómenn tóku á
sig skerðingu til að reyna að sporna
við ofveiði á þeim tegundum sem
veiddar eru við Íslandsstrendur.
Þegar kvótakerfið var sett á fengu
menn úthlutað eftir fyrri veiði-
reynslu síðastliðin þrjú árin. Frá
því að kerfið var sett á hafa um
90% af aflaheimildum skipt um
hendur og menn fjárfest í kvóta
til að halda fyrirtækjum sínum
gangandi, það er því rangt að halda
því fram að allir þeir sem starfi í
sjávarútvegi hafi fengið kvótann
gefinn. Þvert á móti hafa menn
tekið á sig miklar skuldbindingar
til að starfa innan greinarinnar.
Enn fremur er rangt að halda því
fram að útgerðarfyrirtæki greiði
ekkert til samfélagsins, við megum
ekki gleyma því að Ísland er ein af
fáum þjóðum sem hafa arð bæran
sjávarútveg, sjávarútvegurinn
greiðir skatta, veitir fólki vinnu
og gerir viðskipti við fjöldann allan
af ótengdum fyrirtækjum sem hafa
stóran part af sinni innkomu frá
sjávarút veginum. En það eru ávallt
einhverjir sem ekki eru sáttir,
margir telja að útgerðinni beri að
greiða meira en öðrum atvinnu-
vegum til þjóðfélagsins og virðist
það ekki skipta máli að það gerir
hann nú þegar í dag með ýmsum
gjöldum sem ekki eru sett á önnur
fyrirtæki svo sem hærra trygg-
ingargjald vegna sjómanna, veiði-
gjald sem sett er á skipin og nú tala
menn um að það þurfi að hirða 70%
af meintum hagnaði útgerðarinnar
til ríkisins. Hvar endar þetta?
Nú hefur endurskoðunarfyrir-
tækið Deloitte gert rannsókn á
áhrifum þess frumvarps sem
liggur nú fyrir og telur sig geta
rökstutt að með því sé verið að
hirða um 105% af hagnaði útgerð-
arinnar séu ákvæði frumvarpsins
borin saman við afkomu greinar-
innar síðastliðin 10 ár. Við getum
látið það liggja á milli hluta og
horfum á 70 prósentin sem sumum
finnst eðlilegt gjald að hálfu
útgerðarfyrirtækja að greiða til
ríkisins. Hvar á fyrirtæki að finna
fjármuni til að greiða af skuldum
sínum, til að stunda nýsköpun
eða þróun? Er það markmið nú-
verandi ríkisstjórnar að knésetja
sjávarútveginn? Þessi þjóð á gull-
gæs í sjávarútveginum, sjávarút-
vegurinn gefur til samfélagsins og
lifir ekki á ríkisstyrkjum eins og á
flestum öðrum stöðum. En ríkis-
stjórnin virðast halda að meira
gull fáist frá gæsinni með því að
slátra henni og kíkja inn í hana.
Þeir sem harðast vega að rekstri
sjávarútvegsins virðast ekki gera
sér grein fyrir því að aðgerðir
þeirra geti gert mikinn skaða sem
hefur í för með sér tekjutap fyrir
ríkissjóð.
Er ekki kominn tími til að sjávar-
útvegurinn fái frið til að starfa í
þágu þjóðar án þess að vera undir
stanslausum árásum frá fólki sem
ætti að gleðjast yfir því að það
gangi vel í greininni? Við skulum
einnig muna að það er ekkert sjálf-
gefið að vel gangi, velgengni ís-
lensks sjávarútvegs er ekki gefins,
hún hefur fengist með mikilli vinnu
fólks sem skapar gjaldeyri fyrir
íslenska þjóð, vinnu fólks sem er
hluti af hinni íslensku þjóð.
Gullgæsin Er ekki nóg
atvinnuleysi?
Jafnrétti er hornsteinn mann-réttinda, sá grunnur sem við-
horf okkar og samfélag byggja á.
Allir eru bornir frjálsir og jafnir
og eiga kröfu á mannréttindum
óháð kynþætti, litarafti, kynferði,
trú/lífsskoðun, heilsufari, aldri,
fötlun, stjórnmálaskoðunum, kyn-
hneigð, kyngervi, þjóðernisupp-
runa, félagslegri stöðu eða öðrum
aðstæðum. Þótt þetta hljómi ein-
falt og sjálfsagt eru réttindi til-
tekinna hópa brotin um allan
heim; þekkingarleysi og fordóm-
ar gera það að verkum að sumum
eru veitt forréttindi á meðan tæki-
færi annarra til að njóta gæða
samfélagsins eru takmörkuð, t.d.
vegna hefða, trúarlegra kennisetn-
inga og staðalmynda.
Þótt margt hafi áunnist á Íslandi
í jafnréttismálum, réttindi kvenna
til að mynda aukin og samkyn-
hneigðir hafi náð langt í sinni
baráttu, þá eiga ýmsir samfélags-
hópar enn undir högg að sækja og
geta ekki sótt rétt sinn telji þeir á
sér brotið. Mannréttindaskrifstofa
Íslands hefur um nokkurt skeið
vakið athygli á því hversu ófull-
komin íslensk jafnréttislöggjöf er
þegar um er að tefla annars konar
jafnrétti en kynjajafnrétti. Lögin
eru afar brotakennd í saman-
burði við það sem kveðið er á um
í Evrópu rétti og þá löggjöf sem
finna má í löndum sem Ísland ber
sig helst saman við.
Á Norðurlöndum er alls staðar
að finna heildstæða jafn réttis-
lög gjöf sem byggir m.a. á til-
skipunum ESB um jafnrétti án
tillits til kynþáttar eða þjóðernis-
uppruna (2000/43/EB), jafnrétti í
atvinnulífi og starfi (2000/78/EB).
Tilskipanir ESB kveða á um lág-
marksréttindi en þær eru mikil-
vægur grunnur sem jafnréttislög-
gjöf í mestallri Evrópu byggir á. Í
velferðarráðuneytinu fer nú fram
vinna við innleiðingu framan-
greindra tilskipana. Verði þær
innleiddar á fullnægjandi hátt má
ætla að réttarstaða þeirra sem
eiga undir högg að sækja vegna
fyrrgreindra þátta batni til muna
á Íslandi.
Eitt þeirra rita um mannrétt-
indi sem Mannréttindaskrifstofa
Íslands hefur gefið út á síðustu
árum er ritið Bann við mismunun.
Fjallar það einkum um efni áður-
nefndra tilskipana Evrópusam-
bandsins og frumvarp að nýrri
tilskipun um jafnrétti á víðum
grunni. Tilgangur útgáfunnar er
fyrst og fremst að kynna tilskip-
anir ESB um jafnrétti og þá hug-
myndafræði sem liggur þeim að
baki. Rit af þessum toga eru nauð-
syn því til þess að geta beitt sér
í þágu jafnréttis er brýnt að fólk
þekki rétt sinn og skyldur og viti
hvað felst í banni við mismunun.
Bann við mismunun er aðgengi-
legt á heimasíðu Mannréttinda-
skrifstofu Íslands: www.human-
rights.is og má einnig nálgast
prentuð eintök á skrifstofunni að
Túngötu 14. Ritið er ókeypis.
Bann við mismunun
Sjávarútvegsmál
Ólafur Hannesson
starfar í sjávarútvegi
Áfengis-
auglýsingar
Unnsteinn Jónsson
verksmiðjustjóri Vífilfells
Mannréttindi
Margrét
Steinarsdóttir
framkvæmdastjóri
Mannréttindaskrifstofu
Íslands
Er ekki kominn
tími til að sjávar-
útvegurinn fái frið til að
starfa í þágu þjóðar án
þess að vera undir stans-
lausum árásum frá fólki
sem ætti að gleðjast…
ÍÞRÓTTAAKADEMÍA
VILTU VERÐA
ÍAK ÞJÁLFARI?
Íþróttaakademía Keilis býður upp á krefjandi,
skemmtilegt og metnaðarfullt nám í ÍAK einka-
þjálfun og ÍAK íþróttaþjálfun. Í undirbúningi er að
bjóða upp á nám í ÍAK hópþjálfun. Miklir atvinnu-
möguleikar eru fyrir ÍAK þjálfara og samkvæmt
könnunum eru þeir eftirsóttir þjálfarar.
Nám í ÍAK þjálfun miðar að því að skila þjálfurum
tilbúnum til starfa.
NÁMSFRAMBOÐ
ÍAK EINKAÞJÁLFUN
ÍAK ÍÞRÓTTAÞJÁLFUN
ÍAK HÓPÞJÁLFUN
KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net
Umsóknarfrestur til 6. JÚNÍ
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA