Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 2
10. maí 2012 FIMMTUDAGUR2 Sveinn, vantar þá allan flokksaga? „Þá vantar í það minnsta allan aga í fjármálum.“ Sveinn Arason er ríkisendurskoðandi. Í formála hans að ársskýrslu Ríkisendur- skoðunar gerir Sveinn athugasemd við að stjórnmálaflokkarnir skili ekki árs- reikningum á réttum tíma og hafi slugsað síðustu ár. PATREKSFJÖRÐUR „Ef þetta nær fram að ganga mun þetta verða eitt versta umhverfisslys Íslands- sögunnar og þar með af skræming á okkar fallega þorpi,“ segir Jónas Þór, íbúi á Patreksfirði, um fyrirhugaðar framkvæmdir við snjóflóðagarða ofan sjúkrahúss og grunnskóla bæjarins. Ofanflóðasjóður ákvað að láta reisa garðana eftir að snjóflóða- hættan þarna var metin fyrir nokkrum árum. Til stendur að hefja fram kvæmdir í sumar. Jónas hefur skrifað Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráð- herra bréf vegna málsins. Hann gagnrýnir fyrirhugaðar fram- kvæmdir harðlega og segir fáránlegt að Umhverfis stofnun hafi ekki séð ástæðu til þess að fara í umhverfis mat áður en þær voru sam þykktar. Jónas segir umhverfis- spjöl l in sem garðarnir munu valda gífur- leg, en meðal annars þarf að ryðja burt þéttum skógi sem starfsmenn sjúkrahússins hafa ræktað í hlíðinni síðan árið 1950. „Það hefur aldrei fallið snjóflóð í hlíðinni á sögulegum tíma. Hún er bara þannig að þar festir aldrei snjó,“ segir hann. Ásthildur Sturludóttir, bæjar- stjóri Vesturbyggðar, segir ákvörð unina algjörlega í höndum ríkisvaldsins og byggða á hættu- mati frá ofanflóðavörnum. Hún segir að vísað sé til verstu aðstæðna sem orðið geti og málið ekki í höndum bæjarins. „Hver vill taka þá ákvörðun um að fara ekki í ofanflóðavarnir þegar flóð fellur svo á sjúkrahúsið og grunn- skólann? Persónulega finnst mér veik rök að verja einhverjar hríslur. Þetta er áhætta sem við getum ekki tekið,“ segir Ásthildur. Úlfar Thoroddsen, forstjóri Sjúkrahússins á Patreksfirði, segir skóginn vera mestu eftir- sjána, en það verði svo að vera. Fram kvæmdir vegna snjóflóða- garða hafi legið fyrir þegar hann var í sveitarstjórn á árunum 2006 til 2010. „Umhverfisspjöll fylgja öllum svona görðum,“ segir hann. „Húsin standa svo nálægt fjall- inu að nauðsynlegt er að verja þau. Við því er ekkert að segja.“ sunna@frettabladid.is Greniskógi rutt burt vegna snjóflóðagarða Ekki eru allir sammála um að reisa eigi snjóflóðagarða í hlíðinni fyrir ofan grunnskólann og sjúkrahúsið á Patreksfirði. Íbúi segir gríðarleg náttúruspjöll verða við framkvæmdirnar. Veik rök að vilja verja hríslur, segir bæjarstjóri. SKÓGI VAXIN HLÍÐ Snjóflóðagarðarnir eiga að rísa í hlíðinni þar sem greniskógurinn sést í fjarlægð hægra megin á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL ÁSTHILDUR STURLUDÓTTIR SKÓLAR Fjörtíu skólabókasöfn vítt og breitt um landið fengu í gær úthlutun úr Skólasafnasjóði. Að því er segir í tilkynningu er styrkveitingin hluti af verkefninu „Ávísun á lestur“ sem dreift var til allra heimila á landinu í Viku bókarinnar. Ávísunin nýtist sem þúsund króna afsláttur af bóka- kaupum og renna 100 krónur af hverri notaðri ávísun í Skólasafna- sjóð. Stefnt er að því að safna einni milljón króna með þessum hætti í sjóðinn. Arion banki lagði eina milljón í sjóðinn til viðbótar. Skólasafnasjóður var stofnaður 2010 af Félagi íslenskra bókaútgef- enda „í því skyni að vekja athygli á veikri stöðu skólabókasafna í kjöl- far efnahagsþrenginganna,“ segir í tilkynningunni. - gar Styðja við skólabókasöfn: Fjörutíu skólar fengu úthlutun HEILBRIGÐISMÁL Krakkarnir í 7. M í grunnskólanum í Þorlákshöfn hafa skorað á bæjaryfirvöld í Ölfusi að gæta þess að tóbaksnotkun við byggingar og á lóðum sveitarfélagsins trufli ekki þá sem ekki nota tóbak. „Við tókum ágætlega í það og höfum falið áhalda- húsinu að skoða málið,“ segir Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri sem kveður áskorun skólakrakkanna eiga sér upphaf í umhverfisdegi sem var 25. apríl. „Þessi bekkur í grunnskólanum hafði það verk- efni að fara á alla staði í bænum og skoða hvernig tóbaksvarnarmálum væri háttað. Þau sendu áskorun á bæjarstjórnina meðal annars um það að færa tóbaksstauta lengra frá anddyrinu í íþrótta- miðstöðinni og fleiri stöðum. Þannig að þau þurfi að minnsta kosti ekki að verða fyrir mengun frá tóbaki þar sem þau fara um,“ segir Ólafur sem kveður hins vegar geta verið tvíeggjað að færa vindlingastaukana. „Þá lenda stubbarnir bara í anddyrinu því fólk eltir því miður ekki dallana. Þannig að það getur verið erfitt að verða við þessu en það er verið að skoða það,“ segir bæjarstjórinn. Bæjarráðið fyrir sitt leyti þakkaði nemendum 7. M fyrir þarfar ábendingar og minnti á að reykingar eru bannaðar á skólalóðum og í og við íþróttamann- virki bæjarins. - gar Sjöundubekkingar í Þorlákshöfn orðnir þreyttir á tóbaksneyslu samborgaranna: Bæjaryfirvöld losi þau undan tóbaki ÞORLÁKSHÖFN Sjöundubekkingar gengu um Þorlákshöfn á umhverfisdegi og komust að því að reykt er of nærri inn- göngum ýmissa opinberra bygginga. Hægt að leigja matjurtagarð Íbúar Borgarbyggðar geta í sumar sem fyrr leigt matjurtagarða í landi Gróðrarstöðvarinnar Gleymméreiar við Borgarnes. Standa tvær stærðir til boða; 15 og 30 fermetrar. BORGARRBYGGÐ SVEITARSTJÓRNIR Verktakafyrir- tækið Loftorka fær tæplega 7,7 milljónir króna í verðbætur vegna gatnaframkvæmda í Garðabæ fyrir fjórum árum. Bæturnar eru greiddar þrátt fyrir að engin ákvæði um slíkt hafi verið í samn- ingi Loftorku við Garðabæ. Fyrirtækið vísaði til dóms Hæstaréttar frá 2010 í sambæri- legu máli. Í því var fallist á kröfu um verðbætur þrátt fyrir að ekki væri ákvæði í samningi um hækkun verklauna vegna verð- lagsþróunar. Samkomulag náðist milli bæjaryfirvalda og Loftorku um að bærinn borgi fyrirtækinu 7.650.000 krónur. - gar Gatnagerð í Garðabæ: Loftorka fær verðbætur DÓMSMÁL Ekki liggur fyrir hvað verður um tvo alsírska drengi, sem hafa sótt um hæli hér á landi, að lokinni vist á fóstur- heimili og Fit-hosteli. Drengirnir voru dæmdir í 30 daga fangelsi í apríl en voru fluttir á fósturheim- ili annars vegar og á Fit-hostelið hins vegar þegar þeir höfðu setið inni í þrjá sólarhringa. Gagnrýnt hefur verið að drengirnir, sem segjast fimmtán og sextán ára, hafi verið dæmdir í fangelsi, en þeir framvísuðu fölsuðum skilríkjum við komuna til landsins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir hins vegar grun leika á því að þeir séu eldri en þeir segjast vera. - þeb Tveir ungir hælisleitendur: Eldri en þeir segjast vera VEÐUR Útlit er fyrir að kólni í veðri hérlendis á sunnudag. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands skellur þá á með norðaustan hvassviðri með slyddu og síðar snjókomu á norð- anverðu landinu en rigningu syðra. Á mánudag verður síðan ákveðin norðanátt með vægu frosti, snjó- komu eða éljum norðan heiða en þurru veðri syðra. Á þriðju- dag og miðvikudag er síðan útlit fyrir norðlæga átt og svalt veður. Á höfuð borgarsvæðinu er gert ráð fyrir votviðrasamri helgi og kólnandi veðri frá og með sunnu- deginum. - gar Kólnar í veðri á sunnudag: Frost og snjór á Norðurlandi EKKI FARNIR ENN Þótt nálgist miðjan maí er enn von á éljaveðri. VÍSINDI Vindgangur risaeðla af ætt sauropoda gæti hafa hækkað hitastig á jörðinni vegna mikils magns metangass í prumpinu, samkvæmt tilgátu vísinda- manna. Risaeðlurnar áttu það sam- eiginlegt með kúm, geitum og öðrum dýrum að gefa frá sér mikið magn af metangasi. Talið er að risaeðlurnar hafi gefið frá sér um 520 milljón tonn af metangasi á ári. Kýr, geitur og önnur dýr gefa frá sér 50 til 100 milljón tonn á ári. - bj Tilgáta um áhrif risaeðla: Risaeðluprump hitaði jörðina HEILBRIGÐISMÁL „Ef að kona fer í meðferð fyrir 24 ára aldur út af kannabisfíkn, eru næstum því 50 prósenta líkur á að sonur hennar geri það líka,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, í viðtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þegar svona tölur liggja á borðinu finnst fagfólkinu inni á SÁÁ nauðsynlegt að aðlaga þjónustuna að þessari staðreynd; að það er verið að vinna miklu meira með fjölskyldun- um. Það er verið að vinna með börn- um alkóhólista, beina forvörnunum að þeim, það er augljóslega sá hópur sem er í mestri hættu,“ sagði Gunn- ar Smári og bætti við að líklega séu 70 til 80 prósent af þeim sem komi inn á Vog börn alkóhólista. Þá benti Gunnar Smári á að upp úr 1995 verði ólögleg vímuefni það aðgengileg að allir krakkar á framhaldsskólaaldri geti keypt sér hass eða amfetamín. Hass og marijúana sé orðið að aðalvand- anum hjá yngsta hópnum. „Þeir ungu krakkar sem eru í dagneyslu á vímuefnum eru flestir í hassi. Það er fólkið sem er að koma inn á Vog upp úr tvítugu og er búið að missa af síðunglingsárunum sínum, tímanum þegar það átti að vera í framhaldsskóla og átti að verða að fullorðnu fólki. Og þetta fólk kemur algjörlega steikt inn á Vog,“ sagði formaður SÁÁ. Formaður SÁÁ segir allt að áttatíu prósent sjúklinga á Vogi vera börn alkóhólista: Koma algerlega steikt inn á Vog GUNNAR SMÁRI EGILSSON Formaður SÁÁ segir börn alkóhólista í mestri hættu og að vinna þurfi mikið meira með þeim fjöl- skyldum. SPURNING DAGSINS H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Grillosturinn bráðnar betur en aðrir ostar og hentar því einstaklega vel á hamborgara eða annan grillaðan mat. alveg grillaður!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.