Fréttablaðið - 19.05.2012, Side 2

Fréttablaðið - 19.05.2012, Side 2
19. maí 2012 LAUGARDAGUR2 Halldóra Rut, eruð þið ekki að sækja vatnið yfir „lækin“? „Læk á það! ;)“ Halldóra Rut Bjarnadóttir og Katrín Hall- dóra Sigurðardóttir leiklistarnemar ætla að setja upp leiksýningu sem alfarið er byggð á Facebook-færslum. Opnuð hefur verið Ræðisskrifstofa Taílands Keilufelli 2, 111 Rvk. Opið mánudaga og miðvikudaga kl. 17-19 og eftir samkomulagi. Sími: 571 0224 / 823 2676 www.konsull.net FÓLK Viktor Theodórsson er tíu ára gamall hreyfihamlaður drengur sem gekk í fyrsta sinn á Akrafjall í síðustu viku með sam- nemendum sínum á útivistardegi Grundaskóla á Akranesi. Gangan gekk vel þrátt fyrir fötlun hans og segir hann hana hafa verið skemmtilega. „Gangan var dálítið erfið en mjög skemmtileg,“ segir Vikt- or kankvís. „Fyrsti hjallinn var erfiðastur því þar var brattast. Útsýnið var mjög flott uppi á toppnum.“ Spurður hvort hann hafi geng- ið á mörg fjöll segir hann að þetta hafi verið það fyrsta og að útsýnið hafi verið stórkostlegt. „Mig hefur alltaf langað til að fara upp á þetta fjall. Það hefur eiginlega alltaf verið markmiðið. Ég hef verið að bíða eftir að geta farið alveg upp,“ segir Viktor. Viktor fæddist með kreppt hné sem gerir honum erfitt um gang. Hann hefur farið í nokkr- ar aðgerðir til að lengja sinar og auka færni hans til gangs. Móðir hans, Kristrún Dögg Marteins- dóttir, hafði ekki gert ráð fyrir að drengurinn gengi alla leið á topp- inn. Keyptur hafði verið kíkir handa honum svo hann gæti notið útsýnisins neðar í fjallinu. „Dagsdaglega gengur hann nú engar vegalengdir, nema bara rétt um sitt nánasta umhverfi,“ segir Kristrún Dögg. Hreyfihömlun hans aftrar honum svolítið í hans daglega lífi. „Hann fer allar sínar ferðir á hjóli og svo er hann með hjólastól.“ „Hann er svolítið krepptur í hnjánum svo það hentaði honum vel að ganga upp fjallið,“ segir hún en ferðin niður var aðeins erfiðari. „Við gáfum okkur bara góðan tíma í þetta og vorum síðust niður. Við fengum þó gott veður og það var gaman að njóta útsýnisins. Það er alltaf flottast í fyrsta sinn.“ Viktor lét hreyfihömlun sína ekki aftra sér þegar hann gekk á 643 metra hátt fjallið og hélt ótrauður áfram alla leið upp á topp. Samnemendur hans hvöttu hann vel í göngunni. Viktor segir þetta hafa verið skemmtilegasta skóladag ævi sinnar. „Þetta var besti skóladagur sem hefur verið til. Það var gaman að fara með öllum skólafélögunum.“ Hann segist stefna á fleiri fjöll í framtíðinni og ætlar jafnvel að reyna að ganga á fjöll í ferð fjöl- skyldunnar um helgina. birgirh@frettabladid.is Útsýnið stórkostlegt í fyrstu fjallgöngunni Viktor Theodórsson, sem er hreyfihamlaður, komst á topp Akrafjalls á dög- unum sem hafði lengi verið draumur hans. Gangan var erfið en skemmtileg að sögn Viktors sem segist vel geta hugsað sér að ganga á fleiri fjöll í framtíðinni. Á TINDI AKRAFJALLS Viktor arkaði alla leið upp á topp Akrafjalls og skrifaði í gestabókina eins og sönnum fjallagörpum ber. MYND/KRISTRÚN DÖGG MARTEINSDÓTTIR VIÐSKIPTI Vinna við gerð ívilnun- arsamnings íslenskra stjórnvalda við fyrirtæki í eigu kínverska athafnamanns- ins Huangs Nubo er enn í gangi. Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í málið innan skamms. Halldór Jóhannsson, umboðsmaður Huangs á Íslandi segir að unnið sé að málinu, og vonast til að hægt verði að ná samningum fyrir lok næstu viku, þó enn sé óljóst hvort það takist. Eins og fram hefur komið vill Huang leigja jörðina Grímsstaði á Fjöllum og reisa þar hótel og standa fyrir ýmiss konar afþrey- ingu fyrir ferðamenn. - bj Unnið að ívilnunarsamningi: Vonar að biðin fari að styttast SÝRLAND, AP Herinn í Sýrlandi beitti bæði skotvopn- um og táragasi gegn mótmælendum í Aleppo, sem er fjölmennasta borg landsins. Þúsundir manna hafa safnast þar saman síðustu daga til að mótmæla stjórn Bashirs al-Assads for- seta. Til þessa hefur lítið verið um mótmæli í þessari borg, en það hefur breyst eftir að árás á stúdenta- garða í borginni í byrjun mánaðarins varð fjórum háskólanemum að bana. Á fimmtudaginn tóku um fimmtán þúsund háskóla- nemar þátt í mótmælunum. Friðargæslusveitir Sam- einuðu þjóðanna fylgdust með þangað til öryggis- sveitir stjórnvalda stöðvuðu mótmælin. Í gær voru þátttakendurnir orðnir enn fleiri og þúsundir mót- mæltu að auki víðs vegar um landið. Robert Mood, hinn norski yfirmaður friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi, sagði í gær að friðargæslusveitir gætu aldrei komið á friði í landinu nema allir aðilar ágreiningsins, jafnt innlendir sem erlendir, sýni raunverulegan vilja til að ræða saman. „Ég er orðinn sannfærðari en nokkru sinni um að aldrei verði hægt að leysa þennan vanda með ofbeldi, sama hve mikið það er,“ segir Mood. - gb Fjölmenn mótmæli gegn stjórn Assad Sýrlandsforseta í stærstu borg landsins: Byssum beitt á mótmælendur MÓTMÆLENDUR Herinn tók af hörku á mótmælendum og beitti bæði skotvopnum og táragasi. NORDICPHOTOS/AFP HUANG NUBO KÍNA, AP Dómstóll í Kína hefur dæmt Lai Chanxing í ævilangt fangelsi. Lai var framseldur frá Kanada til Kína á síðasta ári, eftir að kínversk stjórnvöld höfðu lofað Kanada- mönnum því að hann yrði ekki tekinn af lífi. Lai stundaði stórfellt smygl á ýmsum varningi, allt frá sígar- ettum til bifreiða, en flúði til Kan- ada eftir að upp um hann komst árið 1999. Mál hans olli töluverðu hneyksli í Kína á sínum tíma. Dómstóll- inn komst að þeirri niðurstöðu að smyglveltan hafi numið 3,3 millj- örðum dala, jafnvirði nærri 380 milljörðum króna. Auk þess sveik hann undan skatti og mútaði 64 embættismönnum á árunum 1966- 99. - gb Framseldur smyglari: Fékk ævilangt fangelsi í Kína LAI CHANXING KOSNINGAR Þóra Arnórsdóttir er með rúmlega átta prósentustiga forskot á Ólaf Ragnar Grímsson forseta í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Könnunin var gerð dag- ana 8. maí til 18. maí. Í könnuninni sem gerð var meðal meðlima nethóps Félags- vísindastofnunar mælist Þóra með 46,2 prósent fylgi og Ólaf- ur Ragnar með 37,8 prósent. Tæp níu prósent segjast ætla að kjósa Ara Trausta Guð- mundsson, 3,8 prósent Andreu J. Ólafsdóttur og Herdísi Þor- geirsdóttur ætla 2,6 prósent að kjósa. Aðrir frambjóðendur mælast með innan við eins pró- sents fylgi. Alls svöruðu 1,075 manns og var svarhlutfallið 57 prósent. - bþh Fylgi forsetaframbjóðenda: Þóra mælist með mest fylgi ALÞINGI Bannað verður með lögum að framleiða klámfengið efni þar sem leikendur herma eftir barni, þó þeir hafi náð átján ára aldri. Einnig verður bannað að mæla sér mót við barn undir 15 ára aldri í kynferðislegum tilgangi, hvort sem það er á Netinu eða utan þess. Þá skal einnig fest í lög að ólög- legt verði að skoða barnaklám, en hingað til hafa lögin einungis náð utan um framleiðslu, vörslu og dreifingu á efninu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frumvarpi refsiréttar- nefndar innanríkisráðuneytisins um breytingar á hegningarlögum. Var það lagt fram í því skyni að innleiða ákvæði samnings Evrópu- ráðsins um vernd barna gegn kyn- ferðislegri misnotkun. Allsherjar- og menntamálanefnd afgreiddi frumvarpið í vikunni, þó með þeirri breytingu að ekki verði einungis ólöglegt að mæla sér mót við barn á Netinu, eins og refsi- réttarnefnd lagði til, heldur einn- ig utan þess. Innanríkisráðherra er hvattur til að leggja frumvarpið fram í byrjun þings í haust. Umsagnir bárust til Alþingis frá Barnaheillum, Barnaverndar- stofu, Kvenréttindafélagi Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands, ríkissaksóknara og umboðsmanni barna. - sv Allsherjar- og menntamálanefnd afgreiddi breytingafrumvarp gegn barnaklámi: Lög gegn barnaníði hert til muna BANNAÐ AÐ SKOÐA BARNAKLÁM Hingað til hefur einungis verið bannað að fram- leiða það eiga og dreifa því. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL NEYTENDUR Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6 prósent á milli apríl og maí. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísi- talan hækkað um 0,6 prósent og um 10,1 prósent síðasta árið. Vísitala leiguverðs er tekin saman af Þjóðskrá og sýnir breyt- ingar á vegnu meðaltali fermetra- verðs á leigumarkaði. Sem fyrr er meðalleiguverð hæst í Reykjavík, vestan Kringlu- mýrarbrautar, og á Seltjarnarnesi. Á höfuðborgarsvæðinu er það hins vegar lægst í Kópavogi. - mþl Nýjar tölur frá Þjóðskrá: Leiguverð fer enn hækkandi SLYS Björgunarsveitir frá Vík í Mýrdal og austur að Höfn í Hornafirði voru kallaðir út um klukkan tíu í gær eftir að til- kynnt var um vélarvana skip úti fyrir Skarðsfjöru. Tíu manns voru um borð í skip- inu. Það var ekki á reki þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær- kvöldi, en að sögn Jónasar Guð- mundssonar hjá Landsbjörgu þurfti ekki mikið að breytast til að skipið tæki að reka og að þá mundi töluverð hætta geta skap- ast á skömmum tíma. Í gærkvöldi stóð til að reyna að komast að skipinu til að hægt væri að koma mannskapnum frá borði og setja í það taug til að halda því frá fjörunni. - sh Vélarvana skip við Skarðsfjöru: Fóru til hjálpar tíu skipverjum SPURNING DAGSINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.