Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 4

Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 4
19. maí 2012 LAUGARDAGUR4 SVEITARSTJÓRNIR Nýkjörinn forseti bæjarstjórnarinnar í Garði, Jón- ína Holm, lokaði bæjarstjórnar- fundi þegar umræða um fundar- gerð skólanefndar bæjarins var til umræðu á aukafundi á miðvikudag. Reynir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður skólanefndar í bænum, segir nýjan meirihluta vanhæfan til að fjalla um skólamál í Garði vegna tengsla sinna við skólann. Hann hefur kært fund- arsköp á aukafundi bæj- arstjórnar til innanríkis- ráðuneytisins. Reynir segir forsend- ur bæjarstjórnarinnar fyrir lokun fundarins fyrir almenningi ekki eiga rétt á sér. „Sveitar- stjórn getur bara lokað fundum ef umfjöllunar- efnið er viðkvæms eðlis. Þetta er ekki viðkvæms eðlis því búið var að birta öll gögn fyrir löngu,“ segir Reynir og vísar til skýrslunnar „Úttekt á starfsemi Gerðaskóla“ sem unnin var af fag- aðilum og kynnt í mars. Þar er lagt til að stjórnunarteymi skólans verði sagt upp. Skýrsl- an leggur einnig til að staða sér- kennslufulltrúa við skólann, sem Jónína Holm hefur gegnt, verði aug- lýst laus til umsóknar. „Ég á rétt á því að heyra afstöðu bæjarstjórnarinnar til skýrslunnar. Þessi skýrsla varðar stærsta hags- munamál þessa bæjarfélags,“ segir Reynir. Nýr meirihluti N-lista og L-lista var myndaður á aukafundi bæjar- stjórnar á miðvikudag þegar Kol- finna S. Magnúsdóttir gekk úr meirihluta D-lista og til liðs við gamla minnihlutann. Reynir Þor- steinsson var settur af sem formað- ur skólanefndar í kjölfar stjórnar- skiptanna og Eiríkur Hermannsson kosinn nýr formaður. Jónína Holm, forseti bæjarstjórn- arinnar, vísar öllum ásökunum um meint vanhæfi fulltrúa meirihlutans á bug. „Það að meina fólki sem býr í sveitarfélaginu, og hefur áhuga á skólamálum, að móta skólastefnu bæjar- ins og taka þátt í bæjar- málum er óskynsamlegt,“ segir Jónína. „Kennarar eru sérfræðingar og því alls ekki vanhæfir í mál- efnalegri umræðu um skólamál.“ Hvað varðar hina tvo fulltrúa meirihlutans sem kvæntir eru kennur- um við skólann, „þá eiga þeir ekki að gjalda þess að eiginkon- ur þeirra séu kennarar við skólann“. Hún segir bæjarstjórnina munu fylgja tilmælum í skýrslunni. „Eins og bókað var á bæjarstjórnarfund- inum á miðvikudag mun núverandi meirihluti fylgja aðgerðaráætlun- inni.“ Um það hvers vegna fundurinn var lokaður segir hún að Ásmund- ur Friðriksson, fyrrverandi bæjar- stjóri, hafi farið langt út fyrir efni fundarins í erindi sínu. „Þegar for- seti bað hann um að víkja úr ræðu- stól lét hann ekki segjast og hélt uppteknum hætti. Þá brugðust áhangendur hans við og létu illa. Forseti sá ekki annað í stöðunni en að vísa fólki út og loka fundi.“ birgirh@frettabladid.is GENGIÐ 18.05.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 224,0173 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,73 128,33 201,80 202,78 162,05 162,95 21,799 21,927 21,313 21,439 17,775 17,879 1,6085 1,6179 194,63 195,79 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is REYKJAVÍK Dagur B. Eggerts- son, formaður borgarráðs segir ómögulegt fyrir borgina að ætla sér að tryggja öllum í Reykjavík störf. Ekki hafa verið færri sum- arstörf í boði hjá borginni í mörg ár og var 66 prósent umsækj- enda hafnað í ár. Ráðið var í 1.384 störf, en umsækjendur voru 4.446. Þeir voru 5.116 í fyrra og ráðið var í 1.949 stöður. „Mér finnst stóru tíðindin vera þau að þeir sem sækja um hjá borginni eru þúsund færri í ár en í fyrra,“ segir Dagur. „Sem bend- ir til þess að ástandið sé betra hjá a lmenn- um fyrirtækj- um. Síðan bæt- ist við að þeir sem ekki fá vinnu, sækja um á mörgum öðrum stöðum. Ég held að það sé of snemmt að slá því föstu að þeir sem ekki fá störf hjá borginni verði þá atvinnulausir í sumar.“ Dagur segir borgaryfirvöld muni fara áfram yfir stöðuna í samstarfi við Vinnumálastofn- un. Reykjavíkurborg hefur stað- ið fyrir atvinnutorgi fyrir ungt fólk sem hefur verið án vinnu eða skóla yfir ákveðið tímabil og beint sjónum sínum að lausn- um fyrir langtímaatvinnulausa. Að sögn Dags hefur forgangsröð- uðum fjármunum verið þannig háttað að störf séu búin til fyrir þann hóp. „Því hættan er sú ef það líður mjög langur tími án skóla eða vinnu þá getur fólk fallið í far sem er ekki gott fyrir neinn,“ segir Dagur. - sv Reykjavíkurborg beinir sjónum sínum að lausnum fyrir langtímaatvinnulausa: Ómögulegt að veita öllum starf DAGUR B. EGGERTSSON FÓLK Þóra Arnórsdóttir forseta- frambjóðandi og sambýlismað- ur hennar, Svavar Halldórs- son, eignuðust stúlku í gær- morgun. Stúlkan vó 18 merkur og var 55 senti- metrar. Hún kom í heim- inn rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Að sögn heils- ast móður og barni vel. „Allt gekk vel og allir eru hraustir og glaðir,“ sagði á Facebook-síðu Þóru í gær. Litla stúlkan er þriðja barn Þóru og Svavars. Fyrir á Svavar þrjár dætur. - bþh Forsetaframbjóðandi léttari: Þóru og Svavari fæddist stúlka ÞÓRA ARNÓRSDÓTTIR Fundarsköp bæjarstjórnar í Garði kærð til ráðuneytis Nýr meirihluti í Garði sagður vanhæfur vegna tengsla við grunnskólann. Forseti bæjarstjórnar vísar því á bug. Tekist á um lokun bæjarstjórnarfundar. Áhangendur fyrrverandi bæjarstjóra sagðir hafa látið illa. HITAFUNDUR Í GARÐI Bæjarstjórnarfundurinn var opinn öllum þar til fundargerð skólanefndar var til umræðu. Forseti bæjarstjórnar lokaði þá fundinum fyrir almenningi þar til málið hafði verið rætt. MYND/VÍKURFRÉTTIR Reynir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður skólanefndar, og Ásmundur Frið- riksson, fyrrverandi bæjarstjóri í Garði, hafa báðir bent á tengsl fulltrúa nýs meirihluta í bæjarstjórn í Garði við starfsmenn Gerðaskóla. Reynir efast um hæfi meirihlutans til að fjalla um skólamál í bænum vegna þessara tengsla. „Hvernig ætlar þessi nýi meirihluti að fjalla um málefni skólans, vinna að þeim úrbótum sem skýrslan leggur til, án þess að vera vanhæf?“ spyr Reynir. Benedikt G. Jónsson N-lista Eiginmaður kennara við Gerðaskóla Jónína Holm N-lista Fagstjóri sérkennslu við Gerðaskóla Davíð Ásgeirsson L-lista Eignmaður kennara við Gerðaskóla Kolfinna S. Magnúsdóttir D-lista* Fyrrverandi starfsmaður skólans * Kjörin fyrir D-lista í sveitarstjórnarkosningum 2010 en sleit sig frá samstarfi við listann. Tengsl bæjarfulltrúa við Gerðaskóla LÖGREGLUMÁL Stór hundur beit mann illa á Suðurnesjum í vik- unni. Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi verið í bílskúr sínum þegar stór hund- ur kom þar inn og reyndi mað- urinn að reka hann út með því að klappa saman höndunum. Hundurinn brást illa við, réðst á manninn og beit hann í hönd- ina, en hafði sig síðan á brott. Maðurinn leitaði til Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja vegna bitsins. Lögreglu berast oft tilkynn- ingar um lausa hunda, en slíkt er bannað. Þeim tilmælum er beint til hundaeigenda að fara eftir lögum um dýrahald. - sv Fór á sjúkrahús eftir hundsbit: Hundur kom í bílskúr og beit VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 22° 23° 17° 23° 25° 16° 16° 24° 15° 24° 26° 30° 15° 19° 21° 13°Á MORGUN Strekkingur með SA- strönd, annars hægari. MÁNUDAGUR Strekkingur með S- strönd, annars hægari. 11 10 10 10 7 10 10 7 7 9 9 8 7 7 6 6 6 5 4 3 3 10 9 8 4 4 4 46 5 6 5 17 BJARTIR DAGAR eru fram undan víða um land en þó má búast við einhverri vætu suð- austanlands. Það fer hægt hlýnandi næstu daga og eftir helgi fer hitinn líklega yfi r 10 stig í fl estum lands- hlutum. Síðdegis á mánudag fer að rigna sunnan og austan til. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Ungur maður varð fyrir líkamsárás í gærmorgun þegar hann var kýldur í gegnum bílrúðu. Áður hafði árásarmaður- inn veitt fórnarlambinu, sem var farþegi í bíl, eftirför og endaði hún í botnlanga í Hafnarfirði þar sem árásin átti sér stað. Í eltingarleiknum var flug- eldum kastað að bíl fórnarlambs- ins. Árásarmaðurinn kýldi hinn í gegnum bílrúðu. Fórnarlambið hlaut ekki alvarlega áverka, en árásarmaðurinn hvarf á braut og er enn leitað. - bþh Flugeldum kastað í bíl: Kjaftshögg í gegnum rúðu Þessi skýrsla varðar stærsta hagsmunamál þessa bæjar- félags. REYNIR ÞORSTEINSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.