Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.05.2012, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 19.05.2012, Qupperneq 6
19. maí 2012 LAUGARDAGUR6 EFNAHAGSMÁL Stjórnvöld áforma að leggja ríflega 39 milljarða króna í uppbyggingu í atvinnu- málum á næstu þremur árum. Stjórnvöld telja að þetta átak muni skapa um 4.000 bein störf á tímabilinu og minnka atvinnu- leysi um 0,4 til 0,6 prósentustig. Útgjöldin verða fjármögnuð annars vegar með hluta af sér- stöku veiðigjaldi en hins vegar með arði af bönkunum og sölu á eignarhlut ríkisins í þeim, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra og formaður Samfylk- ingarinnar. Hún segir útgjöldin engu breyta um áætlun stjórn- valda um jafnvægi í ríkisfjár- málunum árið 2014. „Það er verulegur slaki í hag- kerfinu og má ætla að arðsemi opinberra framkvæmda sé meiri en ella, sem er ein ástæða þess að við teljum rétt að setja þessa framkvæmdaáætlun í gang,“ sagði Jóhanna á fundi með fjöl- miðlafólki í Iðnó í gær. „Við erum að þyngja sóknina,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra og formaður Vinstri grænna, á fundinum í gær. Hann sagði að með þessu væri ríkið að leggja sitt af mörkum til að fjölga störfum. „Sú varnarstaða sem einkennt hefur glímuna undan- farið mun þá breytast að meira marki í sókn.“ Steingrímur sagði ríkið ekki skuldsetja sig vegna þessarar nýju áætlunar, þvert á móti muni ríkið fá auknar skatttekjur vegna aukinna umsvifa. Áætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir því að frumvarp um sér- stakt veiðigjald verði að lögum. Sú upphæð sem renna á af veiði- gjaldinu í þessi verkefni er um 5,7 milljarðar króna á ári, eða um 17,1 milljarður á þriggja ára tímabili. Það er talsvert undir þeirri upphæð sem veiðigjaldið myndi skila miðað við þær for- sendur sem frumvarpið gerir ráð fyrir, segir Steingrímur. Arðgreiðslur af hlut ríkisins í viðskiptabönkunum þremur munu einnig renna í áætlunina, auk þess fjár sem koma mun með áætlaðri sölu á hlut ríkisins Þriggja ára áætlun skapar 4.000 störf Stjórnvöld ætla að veita 39 milljörðum króna í ýmiss konar uppbyggingu á næstu þremur árum. Sérstakt veiðigjald og hlutur ríkisins í bönkunum munu standa undir útgjöldunum. Arðsemi framkvæmda mikil nú vegna slaka í hagkerfinu. Ýmis áform eru um uppbyggingu og auknar fjárveitingar í fjárfestinga- áætlun stjórnvalda til næstu þriggja ára. ■ Auka á fé í samgönguáætlun um 50 prósent. Það mun flýta gerð Norð- fjarðarganga og Dýrafjarðarganga um tvö til þrjú ár auk þess sem hægt verður að ráðast í tvöföldun Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar fyrr en áformað var. ■ Framlög í rannsóknarsjóð og tækniþróunarsjóð verða tvöfölduð. ■ Ríflega tveimur milljörðum verður varið í uppbyggingu ferðamannastaða og innviða friðaðra svæða, til dæmis með stígagerð og úrbótum á aðstöðu. ■ Framlög til kvikmyndasjóðs verða tvöfölduð og framlög í verkefnasjóð skapandi greina þrefölduð. Fé í verkefnið netríkið Ísland verður aukið. ■ Tæplega 3,9 milljörðum verður varið í hið svokallaða græna hagkerfi, til dæmis í orkuskipti í skipum, grænkun fyrirtækja og fleira. ■ Viðhaldi á fasteignum ríkisins verður flýtt, lagt verður fé í nýtt fangelsi og nýjan Herjólf, auk viðhalds Landeyjahafnar. ■ Bygging á húsi íslenskra fræða verður komið af stað og Náttúruminjasafn Íslands mun fá fé til að setja upp sýningu í leiguhúsnæði. Áhersla á nýsköpun og samgöngur Fjárfestingaáætlunin sem stjórn- völd kynntu í gær hefur verið unnin í samráði við Guðmund Steingrímsson, þingmann Betri framtíðar, og samflokksmenn hans. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði í gær að hann hefði komið að málinu í upphafi og þegar það hafi verið að klárast og að hann muni styðja málið á Alþingi. Nýtt samstarf 2013 2014 2015 Samtals Fjármagnað með sérstöku veiðigjaldi 5.700 5.700 5.700 17.100 Samgöngumannvirki 2.500 2.500 2.500 7.500 Rannsókna- og tækniþróunarsjóðir 2.000 2.000 2.000 6.000 Sóknaráætlun landshluta 1.200 1.200 1.200 3.600 Fjármagnað með arði og eignasölu 10.695 6.638 4.438 22.021 Ferðaþjónusta 750 750 750 2.250 Skapandi greinar 938 938 938 2.814 Græna hagkerfið 1.950 950 950 3.850 Fasteignir 7.057 4.000 1.800 13.107 KYNNING Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hefur ásamt Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni Vinstri grænna, unnið að fjárfestingaáætlun ríkisins. Hann kynnti verkefnið á fundi með fjölmiðlafólki í Iðnó í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA í bönkunum á næstu árum, segir Dagur B. Eggertsson, varafor- maður Samfylkingarinnar, sem unnið hefur að áætluninni ásamt varaformanni Vinstri grænna og fleirum. Samkvæmt áætlun Bankasýslu ríkisins getur ríkið selt hlut sinn í Íslandsbanka og Arion í haust eða vetur, en ríkið á samtals um 20 milljarða króna í bönkunum. Til viðbótar er svo um 162 millj- arða hlutur ríkisins í Landsbank- anum. Ríkið mun fá auknar skatt- tekjur á móti fyrirhuguðum útgjöldum. Afkoma ríkissjóðs verður samanlagt tæplega 20 milljörðum króna betri á næstu þremur árum vegna átaksins, samkvæmt áætlunum stjórn- valda. brjann@frettabladid.is Fjárfestingaráætlun ríkisins 2013 til 2015 BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkja- forseti tekur undir hugmyndir Francois Hol- lande Frakklandsforseta um að nú þurfi ríki heims að einbeita sér að hagvextinum frekar en að horfa eingöngu á sparnað og aðhald í ríkisfjármálum. Hollande, sem er nýtekinn við af Nicolas Sarkozy, hóf nokkurra daga heimsókn sína til Bandaríkjanna á fundi með Obama, en síðan mættu þeir báðir á leiðtogafund G8-ríkjanna í Camp David, þar sem efnahagserfiðleikar Grikklands og fleiri evruríkja eru í brenni- depli. Að þeim fundi loknum hefst í Chicago tveggja daga leiðtogafundur NATO-ríkjanna, þar sem Hollande þarf væntanlega að svara fyrir áform sín um að kalla franska herliðið heim frá Afganistan fyrir lok ársins, eða tveimur árum fyrr en forveri hans hafði hugsað sér. Horfurnar í skuldugustu evruríkjunum hafa heldur versnað undanfarna viku, eftir að Grikkjum mistókst að mynda ríkisstjórn og matsfyrirtækið Fitch hefur lækkað lánshæfis- mat grískra banka, auk þess sem matsfyrir- tækið Moodys hefur lækkað lánshæfismat fjögurra héraða á Spáni. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bar hins vegar í gær til baka fréttir um að á vegum hennar sé verið að vinna að neyðar- áætlun til undirbúnings hugsanlegu brott- hvarfi Grikklands af evrusvæðinu. - gb Tveggja daga leiðtogafundur G8-ríkjanna hófst í Bandaríkjunum í gær í skugga efnahagsvanda: Obama tekur undir hugmyndir Hollandes „Þetta virkar á mig eins og þetta sé kosningaplagg,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins. Hann segir að ekkert eigi að koma til framkvæmda fyrr en á næsta ári, sem sé kosningaár. Gunnar segir að áætlaðar séu tekjur í verk- efnin sem ekki sé séð fyrir endann á hvernig verði aflað. Þá sé það ekki stórkostlegt afrek að ætla að efla sjóði sem allir séu sammála um að þurfi að gera þegar hagur ríkisins vænkist. Gunnar gagnrýnir að ekki hafi verið haft samráð við Fram- sóknarflokkinn, sem þó hafi lagt fram ýtarlegar hugmyndir um atvinnumálin nýverið. Stjórnar- andstöðunni hafi verið boðið á kynningarfund í gær, en þeir hafi ekki séð ástæðu til að fara á kynn- ingu þar sem verið væri að kynna „kosningaplagg“. „Kosningaplagg“ „Mér finnst ágætt að ríkisstjórn- in sé búin að átta sig á því að atvinnumálin séu mikilvæg,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins. Hún segir það kúnstugt hjá ríkisstjórn- inni að gera áætlanir fyrir næstu ríkisstjórn, enda margir sem deili þeirri von með sér að ný ríkisstjórn taki við á næsta ári. Hún segir það markleysu að lofa fé sem ekki sé í hendi, enda eigi Alþingi eftir að samþykkja veiði- gjald og sölu á bönkunum, sem sé forsenda fyrir áætluninni. „Það er einfaldlega engin innistæða fyrir þessu, þetta eru bara falleg orð á blaði,“ segir Ragnheiður Elín. Falleg orð á blaði KOMNIR Í STELLINGAR Að venju flykkjast mótmæl- endur á leiðtogafund G8-ríkjanna í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐI/AP TÆKNI Oft er auðvelt fyrir þá sem kunna til að brjótast inn í tölvu- kerfi sem stýra eftirlitsmyndavél- um. Þannig má nálgast upptökur úr vélunum og dreifa þeim, eða stöðva upptökur tímabundið, að því er fram kemur í nýjasta eintaki Vírsins, fréttabréfi áhættuþjón- ustu Deloitte. Eigendur eftirlitsmyndavéla átta sig oft ekki á því hvernig hægt er að komast inn í myndavélakerfin í gegnum þráðlaust net. Þá hefur meirihlutinn ekki fyrir því að breyta lykilorðunum sem fylgja kerfunum frá framleiðanda. Hvort tveggja auðveldar tölvuþrjótum að brjótast inn í tölvukerfin. - bj Eftirlitsmyndavélar ótraustar: Oft auðvelt að brjótast inn MYND Eftirlitsmyndavélar má finna víða en hætta er á að tölvuþrjótar komist yfir myndskeið úr þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GRIKKLAND Álagið á ytri landa- mæri Schengen-ríkjanna er lang- mest við landamæri Grikklands og Tyrklands, að því er fram kemur í nýrri skýrslu um Schen- gen-samstarfið. Á hálfu ári, frá byrjun nóvem- ber til loka apríl, komst upp um nærri 30 þúsund tilraunir ein- staklinga til að komast ólöglega inn á Schengen-svæðið. Um fjórðungur þeirra var að reyna að komast frá Tyrklandi til Grikklands. - gb Schengen-samstarfið: Álagið er mest við Grikkland (fullt verð: 28.900 kr.) VS 06G2001 Kröftug 2000 W ryksuga með 4 lítra slitsterkum poka. Vinnuradíus 10 metrar. KJÖRKASSINN Er það þín tilfinning að á Íslandi sé ein besta heilbrigðis- þjónusta í heimi? JÁ 36% NEI 64% SPURNING DAGSINS Í DAG: Þekkir þú ungt fólk sem verður atvinnulaust í sumar? Segðu skoðun þína á Visir.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.