Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 8

Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 8
19. maí 2012 LAUGARDAGUR8 Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Fjölbreytt úrval hágæða IP myndavéla með frábærum myndgæðum. Þú getur sótt myndir beint í símann eða spjaldtölvuna. Hringdu núna í 570 2400 eða kynntu þér málið á oryggi.is. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 20 62 4 Fylgstu með í símanum Apple LÖGREGLUMÁL Maður á fimm- tugsaldri lést í fangelsinu Litla- Hrauni um áttaleytið á fimmtu- dagskvöld. Hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir síbrot þann 16. maí síðast- liðinn og var nýbúið að færa hann til fangelsisins þegar hann lést. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins byrjaði maðurinn mjög fljótlega að kasta upp eftir að komið var á Litla-Hraun og hné meðvitundarlaus niður á gangin- um. Sjúkrateymi reyndi endur- lífgunartilraunir án árangurs og lést maðurinn skömmu síðar. Um var að ræða síbrotamann í mikilli neyslu sem hafði afplán- að marga tugi dóma. Samkvæmt heimildum blaðsins kom hann með mikið af sprautum til fíkni- efnaneyslu í farangrinum inn á Litla-Hraun. Í kjölfar atviksins var kallað á áfallateymi, fangaverðir voru fjarlægðir og fangelsisprestur kom á vettvang. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2007 sem fangi lætur lífið á meðan hann er innan veggja fangelsa. Fimm manns hafa nú látist síðan árið 2004, en þrír einstaklingar frömdu sjálfsvíg á árunum 2004 til 2007. Þá lést einn fangi árið 2007. - sv Fyrsta andlát innan veggja íslenskra fangelsa síðan árið 2007: Fimm fangar dánir á níu árum LITLA-HRAUN Maðurinn sem lést á Litla-Hrauni á fimmtudag var í mikilli fíkniefnaneyslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 Hversu stórt hlutfall umsækjanda fær ekki sumarstarf hjá Reykja- víkurborg? 2 Hver er þjálfari íslenska kvenna- landsliðsins í knattspyrnu? 3 Hvað á sýning Íslenska dans- flokksins og GusGus að heita? SVÖR 1. Tveir þriðju umsækjenda 2. Sigurður Ragnar Eyjólfsson 3. Á vit … Save the Children á Íslandi SVÍÞJÓÐ Sjúklingar á geðdeildum í Svíþjóð voru ólaðir niður í yfir 3.300 skipti í fyrra. Skiptin eru í raun enn fleiri, að því er greint er frá á vef Dagens Nyheter. Þar er það haft eftir Her- man Holm, yfirlækni í Malmö, að upplýsingum sé enn ábóta- vant. Skráning félagsmálayfir- valda á þvingunaraðgerðum hófst árið 2010. Þær þykja nauðsyn- legar þegar talið er að sjúklingar geti valdið sjálfum sér eða öðrum skaða. Markmiðið er þó að draga úr slíkum aðgerðum. - ibs Geðdeildir í Svíþjóð: Sjúkir ítrekað ólaðir niður SAMFÉLAGSMÁL „Mér finnst fáránlegt að einhverjir karlar í jakkafötum, án þess að ég sé með einhverja fordóma, geti stjórnað því hvort ég fái minn æðsta draum uppfylltan,“ segir Tinna Rúnarsdóttir, sem sér fram á að geta ekki eignast barn ef Íslensk ætt- leiðing fær ekki fjárveitingar frá ríkinu til að halda nauðsynleg námskeið fyrir verðandi kjörforeldra. Félagið hætti að bjóða upp á námskeiðin fyrir um mánuði vegna þess að ekki hafa náðst samningar við stjórnvöld um fjárframlög. Mánuði fyrr hafði félagið frestað aðalfundi sínum af sömu ástæðu. Tinna segir að sér finnist ráðuneytið hafa verið allt of lengi að bregðast við. „Ef það eru til peningar til að endurnýja bílaflota ráðherra þá eru til pening- ar til að styrkja Íslenska ættleiðingu og halda þessi námskeið,“ segir hún. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ætt- leiðingar, segir að til standi að tilkynna félags- mönnum nú um helgina að komið sé að því að ganga á varasjóð félagsins. „Í reglugerð segir að félaginu beri að haga rekstri sínum þannig að ef það verður lagt niður séu til fjármunir til að fylgja eftir þeim umsóknum sem kunna að vera til staðar þegar starf- semin hættir,“ útskýrir Hörður. „Núna er félagið í lokunarfasa – eða frágangsferli. Það þýðir að þegar þessi sjóður er upp urinn, ein- hvern tímann í haust, þá er ekki lengur neitt svig- rúm til að starfa.“ Tinna og maður hennar, Marinó Magnús Guð- mundsson, fengu forsamþykki frá íslenskum stjórn- völdum fyrir ættleiðingu í mars en lengra komast þau ekki vegna þess að seta á námskeiðinu er skil- yrði fyrir því að hægt sé að senda umsókn úr landi. „Það er enginn að fara að ættleiða nema þetta námskeið verði haldið. Ef þau gera ekki eitthvað í þessu þá eru þau að fara að stoppa ættleiðingu til Íslands. Þetta er ekkert flókið,“ segir Tinna. Hún er sjálf ættleidd og segir að nú til dags sé biðtíminn umtalsvert lengri en var þegar hún kom til lands- ins, þótt ekki bætist við tafir við að leysa úr málinu í innanríkisráðuneytinu. Tinna hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jón- assyni innanríkisráðherra en kveðst ekki enn hafa fengið svar við beiðninni. Hörður segir að Íslensk ættleiðing sé nokkurn veginn í sömu stöðu núna og fyrir tveimur mán- uðum. „Okkur hefur reyndar verið sagt að kannski komi eitthvað inn á fjáraukalög í haust, en höfum enga fullvissu um það,“ segir hann. Ekki náðist í Ögmund Jónasson í gær. Hann er staddur erlendis. stigur@frettabladid.is Draumur um barn í lausu lofti vegna tafa Íslensk ættleiðing tilkynnir félagsmönnum um helgina að ganga þurfi á vara- sjóð. Félagið í frágangsferli, segir formaðurinn. Hjón sem bíða ættleiðingar eru uggandi vegna þess hversu lengi innanríkisráðuneytið er að bregðast við. ÓÁNÆGÐ Tinna og Marinó geta ekki sótt um barn vegna þess að þau komast ekki á nauðsynlegt námskeið á vegum Íslenskrar ættleiðingar. MYND/FINNBOGI MARINÓSSON VEISTU SVARIÐ?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.