Fréttablaðið - 19.05.2012, Blaðsíða 10
19. maí 2012 LAUGARDAGUR10
www.heilsuhusid.is
Námskeiðið er haldið í Heilsuhúsinu, Lágmúla 5, kl. 20 - 22.
Innifalið er uppfærð handbók með öllum upplýsingum
sem þú þarft og 30 daga framhaldsmatseðill.
Námskeiðsgjald aðeins kr. 5.500,-
Nánari upplýsingar á www.30.is
og í síma 864 9155.
Vegna mikillar eftirspurnar verður
AUKANÁMSKEIÐ með DAVÍÐ KRISTINSSYNI
næringar- og lífsstílsþjálfara
Fimmtudaginn 23. maí
Samfélagsstyrkir
Landsbankans
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Samfélagsstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á
meðal í mannúðarmálum, menningu og listum, menntun, rannsóknum og
vísindum, einnig forvarna- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi.
Samfélagsstyrkir verða veittir tvívegis í ár en seinni úthlutunin verður í
nóvember. Samtals nema samfélagsstyrkir því 20 milljónum króna á árinu.
Á hvoru úthlutunartímabili verða veittir eirtaldir styrkir:
5 styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver.
5 styrkir að upphæð 500.000 kr. hver.
10 styrkir að upphæð 250.000 kr. hver.
Verkefni sem einkum koma til greina:
verkefni mannúðarsamtaka og góðgerðarfélaga
verkefni á sviði menningar og lista
menntamál, rannsóknir og vísindi
forvarna- og æskulýðsstarf
sértæk útgáfustarfsemi
Umsóknarfrestur til 4. júní
Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja er til og með 4. júní 2012.
Dómnefnd er skipuð fagfólki á hverju sviði. Sótt er um styrkina rafrænt,
á landsbankinn.is.
Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki
til verðugra verkefna. Árlega eru veittar fimm tegundir styrkja:
Afreksstyrkir, námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir
og umhverfisstyrkir.
Nánari upplýsingar á landsbankinn.is.
Landsbankinn veitir 10 milljónum króna
í samfélagsstyrki, til 20 verkefna í fyrri
úthlutun fyrir árið 2012.
VIÐSKIPTI, AP Það var líflegur
dagur í Nasdaq-Kauphöllinni í
New York í Bandaríkjunum í gær
þegar viðskipti hófust með hluta-
bréf í Facebook. Útboðsverð bréf-
anna var 38 Bandaríkjadalir en
verðið skaust fljótlega upp í 43
dali áður en það féll aftur niður í
útboðsverðið. Við lokun markaða
var verðið 38,23 dalir á hlut sem
jafngildir tæpum 4.900 íslensk-
um krónum.
Viðskipt in hóf-
ust klukkan 15.30 að
íslenskum tíma í gær
en þeim seinkaði um
hálftíma vegna tækni-
legra örðugleika.
Mark Zuckerberg,
stofnandi Facebook,
hringdi opnunarbjöll-
unni hefðum sam-
kvæmt við hátíðlega
athöfn í höfuðstöðv-
um fyrirtækisins í
Menlo Park í Kali-
forníu. Á fyrstu mín-
útu viðskipta skiptu
83,7 milljón hlutir um
hendur en alls var 421
milljón hluta til sölu í
útboðinu. Um miðjan
dag höfðu 200 milljón hlutir skipt
um hendur.
Í nýlegum hlutafjárútboðum
tæknifyrirtækja í Bandaríkjun-
um hefur verð þeirra skotist upp
á fyrsta degi viðskipta. Til að
mynda tvöfaldaðist hlutabréfa-
verð samfélagsmiðilsins við-
skiptasinnaða, LinkedIn, á fyrsta
degi viðskipta í fyrra.
Fyrirtæki eru iðulega verðlögð
lítillega undir væntu markaðs-
virði í útboðum þar sem hækkun
hlutabréfaverðs í kjölfar útboðs
þykir sýna fram á tiltrú markað-
arins á fyrirtækinu. Hækki verð-
ið hins vegar verulega bendir það
til þess að hlutirnir hafi verið
seldir á of lágu verði.
Niðurstaðan úr viðskiptum
gærdagsins er því eigendum
Facebook væntanlega nokkur
vonbrigði, enda var verðhækk-
unin sáralítil.
Miðað við 38 Bandaríkjadala
útboðsverðið er heildarvirði
Facebook um 104 milljarðar
Bandaríkjadala, jafn-
virði 13.248 milljarða
króna. Þýðir það að
Facebook er verð-
mætasta fyrirtæki
nokkru sinni til að
skrá sig á hlutabréfa-
markað í Bandaríkj-
unum.
Virði Facebook
jafngildir 54 sinn-
um væntum hagnaði
fyrirtækisins á árinu
en til samanburðar
var Google metið á
44 sinnum væntan
hagnað ársins þegar
það fór á markað árið
2004. Hlutabréfaverð
Google hækkaði um
fjórðung á fyrsta degi
viðskipta en féll svo á skömmum
tíma langleiðina niður í útboðs-
verðið á ný. Síðan hefur hluta-
bréfaverðið þó sexfaldast vegna
hraðari vaxtar en gert var ráð
fyrir.
Hvort Facebook geti leikið
þann vöxt eftir mun koma í ljós
en hagnaður fyrirtækisins hefur
aukist gríðarlega á fáum árum. Á
fyrsta ársfjórðungi 2012 hagnað-
ist það um 205 milljónir Banda-
ríkjadala en til samanburðar
tapaði það 138 milljónum dala á
árinu 2007.
magnusl@frettabladid.is
Mikill áhugi
á Facebook
Facebook var skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkj-
unum í gær. Mikil viðskipti voru með bréf í fyrir-
tækinu en niðurstaða útboðsins olli vonbrigðum.
NEW YORK Í GÆR Alls skiptu 83,7 milljón hlutir í Facebook um hendur á fyrstu
mínútu viðskipta með hluti í fyrirtækinu í gær. NORDICPHOTOS/AFP
83,7
milljón hlutir í
Facebook skiptu
um hendur á
fyrstu mínútunni
eftir að opnað
var fyrir við-
skiptin í Nasdaq-
kauphöllinni í
gær.