Fréttablaðið - 19.05.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.05.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTASKÝRING: Umhverfismál 3. grein af 4 – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • AKUREYRI ellingsen.is PIPA R\TBW A • SÍA • 1123 43 Devold nærfatnaðurinn er úr hreinni Merino-ull og heldur líkamanum þurrum og heitum hvort sem bleytir eða frýs. PIPA R\TBW A • SÍA • 1123 43 eldsneyti er takmarkaður eða enginn. Þar sem við bætist slæm- ur efnahagur og því minni mögu- leikar á kaupum dýrra orkugjafa er þörfin enn ríkari til aðgerða strax. Svo er um þróunarlöndin. Stærstur hluti þeirra sem ekki hafa aðgang að rafmagni búa í Afríku sunnan Sahara og á Ind- landi. Þar eru því gríðarlegir möguleikar fyrir nýja orkugjafa, sem sést vel á því að meira en helmingur allra fjárfest- inga í vindorku árið 2010 átti sér stað í þróunar- löndunum og um helmingur þegar kemur að lífmassa. Kostnaður lækkar En hvers vegna ekki bara að henda upp vindmyllum þar sem blæs og sólarsellum þar sem sólar er von? Það er von að spurt sé. Fyrir Íslending á ferð í hjarta hins endurnýjanlega orku- geira á alþjóðavísu, virðist málið nokkuð einfalt. Reikn- ingsdæmi þar sem jafnvel undirritaður geti reiknað. Olíu og gas mun á endanum þrjóta, annað þarf í staðinn. Ekki flókið. Galli endurnýjanlegu orkugjaf- anna hefur verið sá að stofnkostn- aður við þá er mjög mikill. Stofn- kostnaður við jarðefnaeldsneytið er það vissulega líka, en löngu er búið að greiða hann upp. Þá eru geymsla og flutningur rafmagns- ins enn nokkrum vandkvæðum háð. IRENA er alþjóðleg stofnun um endurnýjanlega orkugjafa, en á hana var minnst í síð- ustu grein. Hún var stofnuð í apríl 2011 og 158 lönd hafa skuldbundið sig starfi hennar, en aðildarríkin eru 93. IRENA er ekki lánastofnun, rannsóknarsetur eða frjáls félaga- samtök (e. NGO) heldur ráðgjafar- setur, bæði tæknilegt og pólitískt, sem sér um samhæfingu í geiran- um. Dolf Gielen er forstjóri tækni- sviðs stofnunarinnar. Hann segir að kostnaður við endurnýjan- lega orkugjafa fari minnkandi og þeir verði æ stöðugri. „Endurnýj- anlegir orkugjafar geta uppfyllt stefnu um örugga, trygga og ódýra orku sem nýtist við útvíkkun orku- neta og til þróunar.“ Hann segir vandamálið þó að þar sem ekki er um eitt samhæft net að ræða sé oft erfitt að nálgast upplýsingar. Hrein orkubylting Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram stefnu um byltingu í hreinni orku. Með þeirri stefnu á að ná til þeirra 3 milljarða jarðarbúa sem búa við skertan aðgang að orku, en af þeim hafa 1,3 milljarðar engan aðgang að orku. „Þrír milljarðar manna not- ast enn við kol og viðarkyndingu til að elda sér mat. Þeir búa við orkufátækt sem leiðir síðan af sér skelfilega almenna fátækt,“ sagði Ban Ki-moon, aðalritari Samein- uðu þjóðanna, þegar hann kynnti stefnuna í október. „Við þörfnumst orku sem er alþjóðleg, sem er hrein og einnig sjálfbær. Við getum ekki lengur brennt okkur í átt til velmegunar. Eina leiðin til að draga úr áhætt- unni á hættulegum loftslagsbreyt- ingum er að tryggja að orkan sé sjálfbær.“ Í því skyni er markmiðið að auka orkunýtingu um 40% á árun- um 2010 til 2030. Þar er horft til endurnýjanlegra orkugjafa, en eins og áður segir, á hlutur þeirra það ár að verða 30%. Yfir milljarður jarðarbúa lifir án aðgengis að raf- magni. Eigi að bæta úr því og ná um leið markmiðum alþjóðasamfélagsins um minni útblástur gróður- húsalofttegunda þarf að auka veg endurnýjanlegra orkugjafa. Fjárfesting í þeim geira hefur aukist til muna síðustu ár og endur- nýjanleg orka á að tryggja framtíðarorku jarðar. Eigi allir jarðarbúar að hafa aðgang að rafmagni þarf að gjörbreyta orkubúskap heims- ins. Flóknara er það nú ekki. Við getum haft mismunandi skoðan- ir á framtíð jarðefnaeldsneytis, en fram hjá því verður ekki horft að það er end- anleg auðlind. Hver svo sem tímapunktur- inn verður, þá kemur að því að hana þrýtur. Þess vegna er það morgun- ljóst að eigi að tryggja öllum rafmagn verð- ur að líta til annarra leiða til að framleiða það. Þegar við það bætist að það samræm- ist markmiðum um að draga úr útblæstri gróð- urhúsaloftteg- unda, er ekki skrýtið hve mikil áhersla er lögð á uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa. Sjálfbær orka Eins og fyrr hefur komið fram í þessum greinaflokki er árið 2012 ár sjálfbærrar orku hjá Samein- uðu þjóðunum. Markmiðin eru háleit; tryggja á öllum jarðarbú- um orku árið 2030, þá á að nýta þá orku sem fyrir er tvöfalt betur og tvöfalda hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Sjálfbær þróun snýst um að þörfum nútímans sé mætt án þess að skerða möguleika kom- andi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Augljóslega munu kom- andi kynslóðir ekki hafa sama aðgang að olíulindum og við. Þess vegna er þörfin á sjálfbær- um orkugjöfum svo rík sem raun ber vitni. Þetta á ekki síst við í löndum þar sem aðgangur að jarðefna- Tvöfalda endurnýjanlega orku 2030 DOLF GIEDEN BAN KI-MOON 50% 40% 30% 20% 10% 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Um helmingur nýrrar orku er endurnýjanlegur Hefur tvöfaldast á fimm árum Á MÁNUDAG: Raunhæf markmið eða orða- gjálfur? Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Jarðgas 22% Kjarnorka 13% Olía 5% Vindorka 2% Lífmassi 1% Kol 41% Stórar vatnsaflsvirkjanir og stækkanir 18% Litlar vatnsaflsvirkjanir 1% Lífmassi/úrgangur 4% Lífefnaeldsneyti 2% Minni sólarrafhlöður* 24% Lítil rannsóknarverkefni 3% Stórar rafhlöður 10% Vindorka 37% Jarðvarmi 1% Sameinuðu þjóðirnar settu sér, árið 2000, markmið um þróun til ársins 2015. Mörgum þótti hátt stefnt og ljóst er að ekki tekst að uppfylla markmiðin á tilskyldum tíma. Enn er þó stefnt að því að markmiðin náist, þó tafir verði á því. Se4all er stofnun Sam- einuðu þjóðanna sem vinnur að því að tryggja jarðarbúum aðgang að endurnýjanlegum orkugjöf- um, en nafnið stendur fyrir Sustainable Energy for All. Án aðgangs að nútíma orku er ljóst að þúsaldarmark- miðin nást ekki, en þau má sjá hér: Eyða fátækt og hungri Öll börn njóti grunnskólamenntunar árið 2015 Vinna að jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt kvenna Lækka dánartíðni barna Vinna að bættu heilsufari kvenna Berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúkdómum sem ógna mann- kyninu Vinna að sjálfbærri þróun Styrkja hnattræna samvinnu um þróun Sjálfbær orkunýting forsenda þúsald- armarkmiðanna Orkubúskapur jarðarinnar 2010 Endurnýjanlegir orkugjafar Fjárfesting eftir orkuframleiðslu - 310 milljarðar dala *MEÐAL ANNARS TIL HEIMANOTA Við þörfnumst orku sem er alþjóðleg, sem er hrein og einnig sjálfbær. Við getum ekki lengur brennt okkur í átt til velmegunar. BAN KI-MOON AÐALRITARI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.