Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 24

Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 24
19. maí 2012 LAUGARDAGUR24 Ég er for- vitinn í eðli mínu. Ég veit ekki hvers vegna. Ég vil stöð- ugt vera að gera eitthvað nýtt R ifflaður flauelsjakki léti flesta sextíu og sex ára karlmenn líta út eins og stærðfræðiprófessor sem lifði í þeirri trú að tilgangur olnbogabóta væri að fela göt. En ekki Bryan Ferry. Á herðum tónlistarmannsins sem gjarnan er kallaður svalasti maður poppheims- ins er rifflað flauelið nær því að vekja hugrenningatengsl við franska konunga miðalda sem tóku ástfóstri við efnið svo það hlaut heitið „le corde du roi“ eða þráður kóngsins. Líkindin reynast ekki svo fjarri lagi. „Afsakið óreiðuna,“ segir Ferry er hann tekur á móti mér í bjartri setustofu fyrir ofan stúdíóið hans í Kensington- hverfi Lundúnaborgar. Veggina þekja hvítmálaðar hillur fullar af vandlega röðuðum bókum og listmunum. Ef þetta er óreiða, hvernig er umhorfs hjá honum þegar hann er nýbúinn að taka til? Ferry er alræmdur fyrir aðdáun sína á mannasiðum. Ég þori því ekki annað en að spyrja hvernig hann hafi það í dag en meðal Breta er sú spurningin almenn kveðja sem jafngildir halló og er yfir- leitt einfaldlega svarað með „gott“. En Ferry svarar af einlægni. „Ég er dálít- ið þreyttur.“ Ástæðan eru rússneskir nágrannar hans sem eru að gera upp hús sitt. Borhljóðin héldu fyrir honum vöku. Hann hallar sér lítið eitt aftur svo slétt- ist úr retró ullarbindi sem er vandlega skorðað undir kraga vel pressaðrar ljós- blárrar skyrtu. Hárgreiðslan virðist í senn tilviljanakennd og úthugsuð. Hann er vel á sig kominn og situr teinréttur í sæti sínu. Ef þetta er Bryan Ferry ósof- inn, hvernig lítur hann út úthvíldur? Hann andvarpar létt. „En ég hlakka til að fara til Íslands,“ segir hann og pírir augun kankvís. Ferry var að ljúka æfingum fyrir tón- leika sem haldnir verða í Hörpu dagana 27. og 28. maí. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík auk þess sem þeir marka upphaf alþjóð- legra Nelson Mandela daga á Íslandi sem haldnir eru til heiðurs Mandela og hugsjónum hans. „Þú ert bara námuverkamaður“ Bryan Ferry er einn fárra tónlistar- manna frá áttunda áratug síðustu aldar sem kemst nálægt því að vera jafn- heitur í dag og hann var fyrir 40 árum. Hann gerði garðinn frægan með hljóm- sveit sinni Roxy Music sem starfað hefur með hléum síðan 1971. Auk þess hefur hann átt glæstan sólóferil. Sem söngvari og lagahöfundur vakti hann snemma athygli fyrir fágað listarokk og flauelsmjúka rödd. Hann varð þó ekki síður þekktur fyrir einstakan stíl þegar kom að framkomu og klæðaburði. Honum var eitt sinn lýst sem svo svöl- um að það bæri að hengja hann upp á vegg í Tate-myndlistarsafninu. Vöru- merki hans, smókingjakkar og kurteis- leg framkoma, er eins langt frá einkenn- isbúningi rokkarans og hægt er að hafa það. En yfirbragðið er langt frá upprun- anum. „Foreldrar mínir hefðu orðið himin- lifandi,“ segir hann um fund sinn við drottninguna. „Þau voru auðmjúk. Þau hefðu hugsað: „Guð minn eini, sjálf drottningin!“ Þau hefðu átt bágt með að trúa þessu. Foreldrar mínir bjuggu við erfiðar aðstæður. Þau höfðu hvorki raf- magn né rennandi vatn. Þetta var frum- stætt.“ Ferry fæddist á Norður-Englandi inn í verkamannafjölskyldu. Faðir hans var námuverkamaður og ræktaði hesta sem notaðir voru við námugröftinn. Ferry ólst upp ásamt tveimur systrum sínum í litlu raðhúsi. Þau höfðu yfir að ráða úti- kamri og tinbaðkari sem hékk á einum veggnum. „En ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Ferry. „Ég gekk í góðan grunnskóla þar sem kenndu mér framúrskarandi kennarar. Þeir vöktu hjá mér áhuga á sögu, bók- menntum og listum.“ Örlög Ferrys voru ráðin er hann fékk inngöngu í listadeild Háskólans í Newcastle. Samnemend- ur hans töldu hann góðan námsmann og var áhugi hans á sjónlistum talinn jaðra við þráhyggju. Á námsárunum hóf hann að fikta við tónlist. Hann útskrif- aðist árið 1968 og fluttist til London þar sem hann kenndi leirkeragerð uns hann stofnaði Roxy Music sem naut skjótra vinsælda. Ferry hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa snúið baki við rótum sínum og sækja í elítuna. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni um að hann hafi yfirgefið stétt sína. Þrátt fyrir framburð sem er ekki svo fjarri aðalsbornum hreim Englands- drottningar og yfirstéttarlegan klæða- burð virðist auðmýkt foreldra hans vera honum í blóð borin. Hann er hógvær og á það til að gera góðlátlegt grín að sjálf- um sér. „Ég virðist vera að verða viðtek- inn,“ segir hann og hlær. „Ég sem hélt alltaf að ég væri neðanjarðartónlistar- maður.“ Hann á einhverju sinni að hafa lýst sjálfum sér sem orkídeu sem óx upp úr kolabing. Ein helsta eftirsjá hans er að hafa á háskólaárum sínum hreytt í föður sinn: „Hvað veist þú? Þú ert bara námuverkamaður.“ Fallegir hlutir úr fortíðinni „Mér hefur aldrei verið boðið til Íslands áður,“ segir Ferry og brosir svo hríf- andi brosi að eitt og sér nægir það til að útskýra orðstír hans sem kvennagulls. „Ég hef starfað við tónlist lengi. Það er alltaf gaman að heimsækja nýja staði.“ Ferry segir þó að sér muni ekki gefast mikill tími til að skoða sig um á Íslandi. „Það sem ég geri venjulega þegar ég spila í borgum er að heimsækja einn stað. Ég fer á listasafn. List hefur alltaf átt hug minn og hjarta.“ Telur Ferry að áhugi hans á hinu sjón- ræna hafi haft áhrif á það hvernig hann hefur skapað ímynd sína? „Ég hef alltaf verið áhugasamur um hvernig hlutirn- ir líta út, um hinar mörgu mismunandi hliðar hönnunar. Hvort sem um er að ræða bifreiðar, húsgögn eða byggingar. Það er ekki ólíklegt að þessi áhugi end- urspeglist í því hvernig ég kem fram og ekki síður í því hvernig ég set verk mín fram.“ Rætur Ferrys í sjónlistum leika stóra rullu þegar kemur að tónlistar- ferli hans. Ferry hefur sjálfur komið að hönnun allra plötuumslaga sinna sem og umslaga Roxy Music en þau prýða að jafnaði föngulegar fyrirsætur. Ófáar þeirra hafa verið dömur sem Ferry sló sér upp með. Má þar nefna Jerry Hall sem skreytir plötuna Siren, fimmtu plötu Roxy Music, en hún yfirgaf Ferry fyrir Mick Jagger. Á þeirri nýjustu má berja augum Kate Moss klædda litlu Orkídea sem óx upp úr kolabing Bryan Ferry er rokkari sem sagt er að líklegri sé til að endurinnrétta hótelherbergi en rústa því. Eftir 40 ár í bransanum sækir hann Ísland heim fyrsta sinni í tilefni Listahátíðar í Reykjavík. Sif Sigmarsdóttir hitti hann fyrir í London þar sem hún komst að eigin raun að ástæðum þess að hann telst enn kvennagull og hvers vegna hann myndi sóma sér vel sem konungur Frakklands. SJÓNRÆNI ÞÁTTURINN ER AFAR MIKILVÆGUR „Fyrir hvert lag sem við spilum útbúum við myndband sem varpað er á tjald á sviðinu. Slík sjónlistaverk eru jafnveigamikill hluti af mér og tónlistin mín,” segir Ferry. öðru en smarögðum. Vegna tæknifram- fara telur Ferry tónleika sína vera sjón- rænt skemmtilegri í dag en áður fyrr. „Fyrir hvert lag sem við spilum útbúum við myndband sem varpað er á tjald á sviðinu. Slík sjónlistaverk eru jafnveiga- mikill hluti af mér og tónlistin mín.“ Og ef áður var þörf segir hann nú nauðsyn. Hann hrukkar ennið íbygginn. „Ég get ekki hlaupið jafnhratt fram og til baka á sviðinu og ég gerði hér áður fyrr.“ Eitt hljóð leiðir til annars Hönnunar- og listaáhuginn kom Ferry í bobba í viðtali við þýska dagblaðið Welt Am Sonntag árið 2007. Í áköfu spjalli við blaðamann sem spurði hann álits á byggingum Alberts Speer og kvik- myndum Leni Riefenstahl kvaðst hann sjá fegurð í íkonahefð nasista. Ummælin fóru sem eldur um sinu um heim allan. Ferry baðst afsökunar á ummælunum sem hann sagði einvörðungu hafa verið látin falla á forsendum listasögu. „Eins og allir aðrir heilvita einstaklingar álít ég nasistana og allt sem þeir stóðu fyrir illt og viðurstyggilegt.“ Þótt Ferry sé á sextugasta og sjö- unda aldursári segist hann hvergi nærri nálægt því að setjast í helgan stein. Hann sé með tvær plötur í vinnslu. Fyrr á árinu kvæntist hann hinni 29 ára Amöndu Sheppard, fyrrum kærustu sonar síns. Fyrstu eiginkonu sinni, Lucy Helmore, módeli og alræmdri partípíu sem sat fyrir á plötualbúmi áttundu plötu Roxy Music, Avalon, var hann gift- ur í 21 ár. Eiga þau fjóra syni saman. Hjónabandinu lauk vegna framhjáhalds Helmore. Ferry segir það forvitnina sem reki hann áfram þegar kemur að tónlistinni. „Ég er forvitinn í eðli mínu. Ég veit ekki hvers vegna. Ég vil stöðugt vera að gera eitthvað nýtt.“ Hann segist hins vegar ekki vita hvað fylli hann andagift. Enn brýst hógværðin fram sem hlýlegur hlátur. „Innblásturinn kemur frá ein- hverjum öðrum stað. Ég er bara eins og stjórnandi. Eitt hljóð leiðir til annars og skyndilega er maður á einhvers konar ferðalagi.“ Dálæti á drottningunni Elísabet Englandsdrottning er ekki sú eina sem sæmt hefur Ferry viðurkenn- ingum nýverið. Auk þess að hreppa 12. sætið í vali GQ tímaritsins yfir best klæddu tónlistarmenn allra tíma hlotn- aðist honum á dögunum æðsta heið- ursnafnbót Frakka í bókmenntum og listum (Officier de l‘ordre des arts et des lettres). Af lítillæti kemur Ferry sér undan því að svara til um hvaða þýðingu það hafi fyrir hann sem lista- mann að hljóta slíka vegsemd með því að víkja talinu að athöfninni í Bucking- ham Palace. „Það er ótrúlegt hve vel rekin höllin er. Það eru hermenn sem stýra athöfninni af mikilli leikni klædd- ir glæsilegum einkennisbúningum með rauðum rákum niður með buxnaskálm- unum. Og framkoma þeirra og manna- siðir eru óaðfinnanleg. Þeir segja manni hvað maður á að gera. Athöfnin er voða- lega indæl. Drottningin er með góða áru. Mér líkar það að við skulum vera með drottningu. Ég er „tradisjónalisti“ í þeim skilningi.“ Ég ítreka spurninguna. Skiptir utan- aðkomandi viðurkenning listamanninn Bryan Ferry máli? Hann horfir fjar- rænn framhjá viðmælanda yfir antík- innréttaða setustofuna. Glott færist yfir andlitið. „Ja, ef einhver segir við mann „mér líkar vel við þig“ þá er það allt- af voðalega huggulegt. Þetta er dálítið svoleiðis. Maður hugsar: „ó, en huggu- legt.““ Augun staðnæmast á glugga sem snýr út í lítið sund sem leiðir að skark- ala stórborgarinnar. „Fyrir mig pers- ónulega var þetta dálítið hjartnæmt.“ Hann lítur á mig sposkur. „Og franska viðurkenningin var auðvitað bara súper kúl.“ Hann skellir upp úr. „Ég elska franska sögu; ógnarstjórnina; Versali. Nú hafa þeir sveiflast dálítið í hina átt- ina Frakkarnir.“ Dökkar augabrúnirnar rísa. „Kannski að þá vanti kóng.“ Hann gerir sér upp franskan hreim. „Verst að franskan mín sé ekki betri …“ Mjúkur, flauelskenndur hlátur fyllir stofuna á ný. Leiti Frakkar sér kóngs virðist Bryan Ferry uppfylla flest þau skilyrði sem slíkur embættismaður þyrfti að hafa til að bera. Hann er valdsmannsleg- ur en auðmjúkur. Seiðandi rödd hans hefur lag á að fanga fjöldann. Hann er yfirlýstur „tradisjónalisti“ sem hefur hefðir í hávegum. Hann er svo sígildur að mönnum finnst til greina koma að hengja hann upp á vegg við hlið stór- verka myndlistarsögunnar. Síðast en ekki síst tekur hann sig öðrum mönnum fremur vel út í „le corde du roi“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.