Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 42

Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 42
FÓLK|FERÐIR Kúkú Campers er bílaleiga sem býður upp á sendibíla sem þeir Steinarr Lár og Valdimar Geir Halldórsson hafa sjálfir breytt þannig að það er hægt að gista í þeim. „Mark- mið Kúkú Campers er að gera ferða- mönnum kleift að ferðast um landið án þess að fara á hausinn. Við erum í raun að selja frelsi,“ segir Steinarr Lár, annar eigenda Kúkú Campers. Fyrirtækið býður þrjár gerðir af bílum. Hefðbundna „iðnaðarmanna- sendibíla“ sem tveir geta gist í, stærri bíla sem henta fjórum og eru búnir tjaldi sem er dregið út og fjór- hjóladrifna bíla sem henta til dæmis í veiðiferðir. Í bílunum er 190x120 sentimetra rúmpláss, borðbúnaður og sitthvað fleira. „Þetta er ódýr lausn en hjá okkur er hægt að fá bíla- leigubíl og gistingu á tólf þúsund krónur á sólarhringinn á opnunartil- boði í júní. Það er fullbókað hjá okkur í júlí og við finnum þörf fyrir fleiri bíla en eins og eru eru þeir tuttugu talsins.“ Steinarr segir markhóp Kúkú Campers ekki bundinn aldri eða kyni. „Markhópurinn er bundinn af hugar- ástandi. Við höfðum til fólks sem langar til að gera eitthvað öðruvísi. Það á að vera hægt að vera „kúkú“ á Íslandi ef fólk langar. Hugarástand Kúkú er að fólk geti gert það sem það vill svo lengi sem það ber virðingu fyrir landinu. Í hinum pólitískt rétt- sýna heimi verður að vera hægt að flýja veruleikann og gera eitthvað ruglað. Flestir kúnnarnir okkar eru á milli tvítugs og fertugs en við erum að fá fólk sem er rúmlega fimmtugt og er búið að gera allt. Búið að gista á öllum flottustu hótelum í heimi og borða fínan mat út um allt og langar að gera eitthvað allt annað, upplifa algjört frelsi,“ segir hann. Þeir félagar hafa farið óhefð- bundnar leiðir til að vekja athygli á fyrirtækinu og einn liður í því er notkun karaktersins Big Boss. „Big Boss mætir á skrifstofuna hjá okkur þann fyrsta júní en hann má sjá nú þegar á heimasíðunni kukucampers. is. Honum má einnig sjá bregða fyrir á planinu hér á Klapparstígnum þar sem Kúkú Campers er til húsa og þar má líka skoða bílana okkar. Þeir eru hver um sig tileinkaðir alþjóðlega þekktum persónum sem hafa kannski ekki alltaf haft allt sitt á hreinu. Til dæmis er það Tiger Woods-bíll- inn sem hentar þeim sem hyggja á framhjáhald sérstaklega vel. Svo er það Winona Ryder-bíllinn sem er sérsniðinn fyrir kaupalkana,“ segir Steinarr í gamansömum tón. ■ lbh ÞAÐ ER Í LAGI AÐ VERA KÚKÚ SNIÐUGT Steinarr Lár og Valdimar Geir Halldórsson eru stórhuga menn og handlagnir að auki. Þeir hafa stofnað ferðaþjónustu- fyrirtækið Kúkú Campers sem býður bílaleigubíla með gistimöguleika. „Það á að vera hægt að vera kúkú á Íslandi,“ segir Steinarr. FLOTTUR Big Boss er karakter sem starfar við markaðssetningu hjá Kúkú Campers. Honum finnst í lagi að vera „kúkú“. MYND/GVA GOTT AÐ VERA ÖÐRUVÍSI Steinarr segir markhóp Kúkú Campers ekki bundinn af aldri eða kyni heldur hugarástandi. FRELSIÐ ER YNDISLEGT Bílarnir eru ýmist með gistipláss fyrir tvo eða fjóra. Frelsið við það að geta plantað bíla- leigubílnum nánast hvar sem er og fengið sér blund er ótvírætt. SKERA SIG ÚR Bílarnir eru skraut- legir og hver um sig tileinkaður alþjóð- lega þekktum pers- ónum. Má þar nefna Winonu Ryder og Tiger Woods. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473, Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.