Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 48
19. maí 2012 LAUGARDAGUR2
Verkefnastjóri í upplýsingatækni
Starfssvið:
Hlutverk verkefnastjóra er að leiða rekstrar- og þróunarverkefni
upplýsingatæknisviðs. Viðkomandi undirbýr gangsetningu verkefna, leiðir
skilgreiningavinnu vegna þeirra, stýrir þeim og notar Scrum þegar við á. Mikil
samskipti eru við deildir upplýsingatæknisviðs og notendur utan sviðsins um
viðhald og þróun kerfanna.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Leiðtogahæfileikar og hæfni til að halda „mörgum boltum á lofti í einu“
Vottun sem Scrum Master og reynsla sem slíkur
Þekking á aðferðum við kröfugreiningu í upplýsingatækniverkefnum
Reynsla af verkefnum innan fjármála-/tryggingageirans er kostur
Verkefnastjóri á sölu- og þjónustusviði
Starfssvið:
Leitað er að metnaðarfullum og árangursdrifnum einstaklingi til að leiða
innleiðingu á faglegum og markvissum vinnubrögðum í verkefnastjórnun á
sölu- og þjónustusviði VÍS. Starfið felst í verkefnastjórnun á fjölbreyttum
verkefnum sem snúa að þjónustu, rekstri, sölu- og markaðsmálum.
Viðkomandi heyrir undir framkvæmdastjóra sviðsins og vinnur náið með
honum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Reynsla af verkefnastjórnun
Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar
Öflugir verkefnastjórar
Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is
VÍS er nútímalegt þjónustufyrirtæki með 43 þjónustu skrifstofur víðsvegar um landið. Markmið VÍS er að vera alltaf í fremstu röð tryggingafélaga á Íslandi og er ánægja starfsfólks og viðskiptavina
lykilatriði í velgengni félagsins. Hjá VÍS starfar framúrskarandi hópur einstaklinga sem saman myndar sterka liðsheild. Mikil áhersla er lögð á að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu til að
veita viðskiptavinum góða þjónustu. VÍS vill fela starfsfólki störf við hæfi, þannig að hæfileikar þess og frumkvæði fái notið sín við áhugaverð og krefjandi verkefni.
Nánari upplýsingar veita Agla Sigríður Björnsdóttir (agla.bjornsdottir@capacent.is) og Ragnheiður Dagsdóttir
(ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí nk. og skulu umsækjendur sækja um störfin á heimasíðu Capacent Ráðninga,www.capacent.is