Fréttablaðið - 19.05.2012, Side 73

Fréttablaðið - 19.05.2012, Side 73
KYNNING − AUGLÝSING Þjónusta við fatlaða19. MAÍ 2012 LAUGARDAGUR 3 Ég er allt of gömul og heimsk til að geta lært.“ Þetta voru svör Sólrúnar H. Jónsdóttur þegar henni var bent á Náms- og starfsendurhæfingu hjá Hringsjá af ráðgjafa hjá Virk, Starfsendur- hæfingarsjóði. Það var fyrir tveim- ur árum en nú í vikunni útskrifað- ist Sólrún úr fullu námi Hringsjár og stefnir á HR í haust. „Ég uppgötvaði að ég var ekkert of gömul og ekkert of heimsk,“ segir hún hlæjandi og rifjar upp tildrög þess að hún dreif sig í skólann. „Ég hafði átt í miklum erfiðleik- um í mörg ár. Annar drengurinn minn er einhverfur og var mjög mikið veikur. Hann var ýmist inn eða út af spítala í langan tíma og allt okkar líf snerist í kringum veikindi hans. Það tók mikinn toll af yngri drengnum okkar og af mér, bæði andlega og líkamlega en ég þurfti oft að slást við drenginn. Þegar hann fékk búsetuúrræði breyttust aðstæður fjölskyldunn- ar og ég fór að vinna fulla vinnu á leikskóla. Vinnan með börnun- um hjálpaði mér mikið andlega en líkaminn var þá orðinn svo illa farinn að ég þurfti að fara í aðgerð og varð í framhaldinu að hætta að vinna, eftir tæp þrjú ár á leikskól- anum.“ Sólrún segir það hafa verið áfall að þurfa að hætta að vinna og finna hvernig líkamlegt þrek hennar var orðið að engu. Hún sem alla tíð hafi unnið mikið og viljað standa sig. „Allt í einu átti ég bara að sitja ein heima og ég man að ég hugs- aði „er þetta mitt hlutskipti núna?“ Mér leið ömurlega. Ég prófaði því eitt námskeið hjá Hringsjá eftir viðtalið í Virk og eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir Sólrún en hún fór í framhaldinu í þriggja anna fullt nám sem metið er til framhaldsskólaeininga. Hún líkir skólagöngunni við lottóvinning. „Að hafa fengið þessa hvatn- ingu til náms var minn stóri lottó- vinningur. Ég lærði námstækni og skipulagningu og að setja mér markmið. Sjálfstraustið óx þegar ég fann að ég gat þetta og kennar- arnir hvöttu mig áfram. Í náminu er tekið tillit til allra. Við vorum 12 í bekknum og kennararnir gátu því sinnt hverjum og einum eins og þurfti. Ég hélt til dæmis að ég gæti aldrei lært stærðfræði en kennaranum tókst það sem engum öðrum kennara hefur tek- ist,“ segir hún hlæjandi. „Ég lærði líka á tölvu en áður kunni ég varla að kveikja á þeim. Svo lærði ég líka bókmenntir og les bækur núna með allt öðru hugarfari en áður. Mér fannst ég jafningi allra í skólanum og upp- götvaði minn styrk og mína getu. Í Hringsjá eignaðist ég líka dýr- mæta vini fyrir lífstíð.“ Sólrún stefnir á frumgreina- deild HR í haust og ætlar sér að ljúka stúdentsprófi. Hún segir ákvörðunina um að fara í nám hafa umsnúið lífi hennar til góðs og haft áhrif á alla fjölskylduna. „Yngri strákurinn minn er ofsa- lega ánægður með mömmu sína og við lærum saman við eldhús- borðið. Hann er stoltur af mér og allt mitt fólk fyrir að ég skildi grípa þetta tækifæri. Þegar líkaminn sagði stopp fannst mér allar dyr lokast. Nú veit ég að þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar og ég á möguleika.“ HRINGSJÁ HRINGSJÁ er náms- og starfs- endurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkað- inn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Þar er boðið upp á einstak- lingsmiðað nám í heimilislegu og notalegu umhverfi með góðri stoðþjónustu. Áhersla er lögð á að hver og einn fái tækifæri til að blómstra og fái aðstoð við hæfi. Markmiðið er að gera nem- endur færa um að takast á við nám í almennum framhalds- skólum og/eða fjölbreytt störf á almennum vinnumarkaði. Hægt er að sækja um nám eða námskeið hjá Hringsjá í Hátúni 10 d, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar má finna á www.hringsja.is. Námið minn stóri lottóvinningur Sólrún H. Jónsdóttir er í hópi þeirra 18 nemenda sem útskrifuðust úr Náms- og starfsendurhæfingu Hringsjár nú í vor. Hún segir námið hafa umsnúið lífinu til góðs og stefnir á áframhaldandi nám í HR í haust. Fyrir tveimur árum hefði henni ekki dottið í hug að hún gæti sest á skólabekk. Helga Eysteinsdóttir, forstöðumaður Hringsjár, ásamt Sólrúnu H. Jónsdóttur en Sólrún stefnir á að ljúka stúdentsprófi eftir fullt nám hjá Hringsjá. MYND/GVA Stuðningsumhverfi blindra og sjónskertra hefur tekið miklum framförum und- anfarna áratugi hérlendis. Í dag njóta þeir fjölbreyttrar þjónustu og stöðugt er verið að þróa nýjar leiðir til að gera betur. Harald- ur Gunnar Hjálmarsson hefur verið sjónskertur alla ævi þar til hann varð blindur haustið 2011. Að hans mati er stuðningskerf- ið hérlendis í góðum farvegi. „Í heildina hefur allt stuðningskerfið vaxið og batnað mikið hér á landi. Sú þróun tók meðal annars mik- inn kipp snemma á áttunda ára- tugnum.“ Haraldur bjó í Danmörku í 33 ár og segir töluverðan mun hafa verið á þeim tíma milli landa þegar kom að þjónustu við blinda og sjónskerta. „Ég fann það strax og ég kom til Danmerkur að þeir voru lengra komnir en Íslendingar með uppbyggingu stuðningskerf- is. Mér sýnist á öllu að við Íslend- ingar séum á svipuðum slóðum í dag og nágrannaþjóðir okkar.“ Ýmsar tækninýjungar undan- farinna ára hafa breytt daglegu lífi blindra og sjónskertra. Þar má meðal annars nefna tilkomu GSM- símans og hljóðbóka. GSM-síminn varð fljótt mikilvægt öryggistæki auk þess sem hann nýtist vel til al- mennra samskipta. Ýmsar tækni- nýjungar hafa komið fram und- anfarin ár í tengslum við símann, meðal annars forrit sem býr til tal- mál úr sms-skeytum. Eins og fyrr segir hefur margt áunnist undan- farna áratugi í málefnum blindra og sjónskertra. Haraldur segir þó að mikilvægt sé að passa vel upp á að þau réttindi skerðist ekki. „Þró- unin eftir hrun hefur verið sú að sífellt er verið að spara og skera niður um allt samfélagið. Sé til dæmis búið að skera niður þjón- ustu er hættan sú að berjast þurfi fyrir þeim réttindum á ný. Þetta á ekki bara við um Ísland heldur er þetta að gerast alls staðar.“ Mikilvægt að rétt- indi skerðist ekki Margt hefur áunnist í málefnum blindra og sjónskertra undanfarna áratugi hérlendis. Þrátt fyrir það er mikilvægt að vera vel á verði svo ýmis réttindi tapist ekki. Haraldur Gunnar Hjálmarsson hefur verið sjónskertur nær alla ævi en er listagóður píanóleikari. MYND/GUNNAR V. ANDRÉSSON Fagleg einstaklingsmiðuð þjónusta fyrir fatlaða og fjölskyldur þeirra Upplifðu Ísland Sumarhúsaferðir, tjaldútilegur, ævintýraferðir og göngur Stingum af ! Tökum að okkur að skipuleggja ferðir fyrir alla aldurshópa bæði innanlands og utan. Útvegum aðstoðarfólk og ferðafélaga. YLFA ehf sérhæfir sig í nærþjónustu innan og utan heimilis, ráðgjöf og þjálfun Nánari upplýsingar má finna á www.ylfa.is og í síma 849-3985 Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.