Fréttablaðið - 19.05.2012, Side 80

Fréttablaðið - 19.05.2012, Side 80
19. maí 2012 LAUGARDAGUR44 timamot@frettabladid.is MANNRÉTTINDAFRÖMUÐURINN MALCOLM X (1925-1965) fæddist á þessum degi. „Standir þú ekki með sjálfum þér þá fellur þú fyrir hverju sem er.“ Í kvöld klukkan 19 slá átta fyrrver- andi skiptinemar á Íslandi upp veislu á Farfuglaheimilinu að Sundlaugavegi 34. Fólkið, sem dvaldi hér á landi árið 1987, ætlar að hittast þar með vinum og vandamönnum og rifja upp minn- ingar um horfna tíma. „Mörg þeirra hafa misst tengsl við fósturfjölskyld- ur sínar og fólk sem var í kringum AUS á þessum tíma og vonast til að ná sambandi aftur,“ segir Marta Mirjam Kristinsdóttir, formaður AUS – alþjóð- legra ungmennaskipta. Það var á vegum þeirra samtaka sem fólkið kom til landsins á sínum tíma. AUS sendir út og tekur á móti ung- mennum alls staðar að úr heiminum. Marta segir orðið sjálfboðaliði ekki ná utan um þá reynslu sem ungmenni öðlist á meðan á dvöl þeirra stendur. „Þetta eru frekar menningarskipti en sjálfboðaliðastörf. Með því að fara út og kynnast ólíkri menningu þroskast þú, verður víðsýnni og skilur betur hvernig önnur samfélög virka,“ útskýr- ir Marta og talar af reynslu, því hún dvaldi sjálf í Mexíkó fyrir nokkrum árum á vegum AUS. „Ég vann bæði á leikskóla í litlu sveitaþorpi, þar sem flest börn bjuggu hjá mjög öldruðum öfum og ömmum, því foreldrar þeirra voru ólöglegir innflytjendur í Banda- ríkjunum. Svo vann ég líka á heimili fyrir börn sem höfðu verið tekin af for- eldrum sínum vegna vanrækslu,“ segir Marta, sem segist hafa þroskast mikið á þeim tíma. „Þetta var mjög gefandi. Ég fór út með það hugarfar að ég ætl- aði að hjálpa heiminum. Hafði mitt vestræna sjónarhorn og hélt að það væri málið. Ég áttaði mig á því að það er ekki alltaf það rétta sem er gert hér heima, við getum lært margt af Mexíkó og öðrum löndum. Við höldum alltaf að við séum best, en það er ekki alltaf þannig.“ Ungmennin greiða sjálf fyrir þátt- töku, sem Mörtu þótti vel þess virði. „Við teljum það nokkuð sanngjarnt, miðað við það sem þú færð til baka. Það er mikilvægt fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í að búa erlendis að fá stuðning. Þegar þú ert að upplifa allt nýtt í kringum þig. nýja menningu, fjöl- skyldu og vinnu, þá er mjög gott að hafa samtökin til að styðja sig við. Í boði er að ferðast til fjölda landa í öllum heimsálfum á vegum AUS. Verk- efnin eru af fjölbreyttu tagi, allt frá því að bjarga skjaldbökum úr útrým- ingarhættu, vinna með götubörnum, í þjóðgörðum, með fíklum og svo mætti lengi telja. Ungmennin sem dvöldu hér á landi árið 1987 og unnu hér fjölbreytt störf teljast ekki ungmenni lengur, en ætla engu að síður að skemmta sér vel í kvöld. Þau hvetja alla sem þau þekktu til að koma og hitta sig í Farfugla- heimilinu í Laugardal klukkan 7. holmfridur@frettabladid.is ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI: FYRRVERANDI SKIPTINEMAR KOMNIR AFTUR HITTAST AFTUR EFTIR 25 ÁR FORMAÐURINN Marta Mirjam Kristinsdóttir gegnir í dag stöðu formanns AUS, en hún fór sjálf til Mexíkó á vegum samtakanna fyrir nokkrum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sjálfboðaliðarnir frá 1987 sem hittast í dag Bengt Svensson - Svíþjóð Tina Flecken - Þýskaland Michele Anghileri - Ítalía Judith van Bragt - Holland Angelica Cantu - Mexíkó Pirjo Saikkonen - Finnland Daniela Wiesendanger - Sviss Lian Siekman - Holland Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FREYJA JÓHANNSDÓTTIR lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni uppstigningardags 17. maí. Útförin verður auglýst síðar. Bragi Agnarsson Bjarney Runólfsdóttir Leifur Agnarsson Laufey Björg Agnarsdóttir Þór Agnarsson Ásdís Þóra Davidsen Vigdís Björk Agnarsdóttir Finnbogi Jóhann Jónsson Bettina Wunsch barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, GÚSTAV MAGNÚS SIEMSEN Skaftahlíð 34, Reykjavík, lést á Grund við Hringbraut miðvikudaginn 16. maí. Kristín Siemsen Ásbjörn Sigurgeirsson Ólöf Guðfinna Siemsen Baldur Bjartmarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg dóttir mín, móðir mín, systir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JAKOBÍNA AXELSDÓTTIR Austurbrún 2, Reykjavík, lést þann 8. maí á Landspítalanum. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Ásgeirsdóttir Ásgeir Bragason Hildur Björnsdóttir börn og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR HELGI JÓNSSON sjómaður, Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, laugardaginn 12. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 21. maí kl. 13.00. Elínborg Jónsdóttir Jón Sigurðsson Auður Sólborg Sigurðardóttir Margrét Sigurðardóttir Geir Sigurðsson Gunnhildur Ása Sigurðardóttir Ragnheiður Sigurðardóttir Geirný Sigurðardóttir Eyjólfur Orri Sverrisson Elínborg Kristinsdóttir Helgi Bragason barnabörn og barnabarnabörn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, KJARTANS ÓLAFSSONAR Hlaðhamri. Jóhannes Kjartansson Sveinbjörg Guðmundsdóttir Jón Kjartansson Gyða Eyjólfsdóttir Sigurður Kjartansson Olivia Weaving Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA ENGILBERTSDÓTTIR lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 28. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við fjölskyldan viljum koma á framfæri innilegu þakklæti til starfsfólks á deild H-2 Hrafnistu í Reykjavík. Sigrún Þórarinsdóttir Ragnar Pálsson Birgir Þórarinsson Dóra Sigurðardóttir Gunnhildur Þórarinsdóttir Sveinn M. Ottósson barnabörn og barnabarnabörn. 24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru PERLU K. ÞORGEIRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun og elskulegheit. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, sjá frikirkja.is. Brandur Þorsteinsson Lárus Geir Brandsson Ingibjörg Marinósdóttir Jóna Margrét Brandsdóttir Guðbergur Ástráðsson Jón Þór Brandsson Sif Stefánsdóttir Fríður Brandsdóttir Guðlaugur Sæmundsson Hafdís Brandsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SÓLEY ODDSDÓTTIR Hrísmóum 1, Garðabæ, lést á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð Vífilsstöðum miðvikudaginn 16. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurveig Sæmundsdóttir Oddur Sæmundsson Jóna Sæmundsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, UNNAR RUNÓLFSDÓTTUR Miðleiti 5. Sérstakar þakkir til starfsfólks 2. hæðar suður á Hjúkrunarheimilinu Eir fyrir hlýhug og góða umönnun. Runólfur Grétar Þórðarson Sigríður Lúðvíksdóttir Kristján Þórðarson Dóra Kristín Halldórsdóttir Kristín Þórðardóttir Kristinn Már Kristinsson Margrét Þórðardóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.