Fréttablaðið - 19.05.2012, Síða 84

Fréttablaðið - 19.05.2012, Síða 84
19. maí 2012 LAUGARDAGUR48 Jökull Bergsveinsson er þrett- án ára nemandi í 8. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Þrátt fyrir ungan aldur er hann löngu búinn að ákveða hvað hann ætlar að starfa við í framtíðinni. Hann ætlar að vinna við kvikmyndir og er nú þegar byrjaður að framleiða sínar eigin bíómyndir. Jökull hefur haft áhuga á bíómynd- um frá því að hann var lítill. „Þegar ég var 4 ára var uppá- haldsmyndin mín Lord of the Rings og ég fékk strax mik- inn áhuga á því hvernig þetta var allt saman búið til. Þann- ig að ég fór að skoða á Youtube hvernig bíómyndir eru búnar til, eins og tæknibrellur, byssu- skot, sprengjur og smink, skot- sár og blóðslettur. Þegar ég var 7 ára byrjaði ég að gera vídeó- áramótakveðjur fyrir fjöl- skylduna, sem ég geri enn í dag alltaf um áramótin. En ég var um 8 ára þegar ég stóð sjálf- ur fyrir aftan myndavélina. Ég notaði legókarla sem leik- ara í fyrstu myndunum sem ég gerði. Þetta voru svona stop- motion vídeó þar sem ég bjó til legókallabardaga.“ Um þessar mundir er Jök- ull að vinna að stuttmynd með félögum sínum, en þeir eru að vinna með hugmynd sem þeir fengu 10 eða 11 ára gamlir. „Þetta byrjaði sem flipp en núna er þetta komið út í meiri alvöru. Þetta er þriðja mynd- in af seríu sem við köllum Brenndir Bananar númer þrjú. Við erum allir skólafélagarnir saman í þessu – Sindri, Kári, Matti, Viktor og Dagur leika í henni og svo er Nicholas, kær- asti systur minnar, með vídeó- vélina. Ég er leikstjórinn og er búinn að vinna að hand- ritinu frá því síðasta sumar, með hjálp frá Nicholasi. Ég sé líka um að klippa myndirnar og allar tölvutæknibrellur og makeup-brellur. Það er gaman að búa til gervisár.“ Jökull er staðráðinn í því að vera kvikmyndagerðarmaður alla ævi, en hann er ekki búinn að gera upp við sig hvort hann verði leikstjóri, klippari eða tökumaður. Hann hefur tvisvar sinnum farið til New York á námskeið hjá New York Film Academy. Hann segir fjölskyldu sína hjálpa sér mikið í kvik- myndagerðinni. „Við hjálpumst mikið að. Pabbi þeytist um allan bæ að ná í dót sem við þurf- um og kaupir líka pitsur fyrir okkur strákana og fleira sem okkur gæti vantað. Mamma er líka rosalega hjálpleg en ég held hún sé nú orðin dálítið þreytt á gerviblóðinu út um allt hús og óvart smá á veggjunum. Systir mín hjálpar okkur líka mikið, gerir oft makeup-ið og hjálpar okkur með leikmyndina.“ Á heimasíðu Jökuls, www. jokull.net, er hægt að horfa á myndirnar hans. krakkar@frettabladid.is 48 Mamma er líka rosalega hjálp- leg en ég held hún sé nú orðin dálítið þreytt á gerviblóðinu út um allt hús og óvart smá á veggjunum. Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is GERIR STUTTMYND MEÐ VINUM SÍNUM Jökull Bergsveinsson er þrettán ára strákur í Hafnarfirði sem hefur verið á kafi í kvikmyndum frá því hann var 4 ára. Hann var 8 ára þegar hann gerði sína fyrstu bíómynd og í dag vinnur hann að stuttmyndaseríu með félögum sínum. Aldur: 9 ára (10 ára eftir mánuð). Í hvaða skóla ertu: Hlíðaskóla. Í hvaða stjörnumerki ertu: Tvíburunum. Áttu happatölu? 52, 12 og 14. Helstu áhugamál/hvað gerirðu í frí- stundum þínum? Fimleikar og að leika við vini mína í stikkfrí og svo- leiðis leikjum. Eftirlætissjónvarpsþáttur: Minute to win it og Malcolm in the middle. Besti matur? Lasagne og jólamat- urinn, sem er kalkúnn. Hvaða námsgrein er í uppáhaldi? Dans, tónmennt og listasmiðjan. Áttu gæludýr – ef svo er, hvernig dýr og hvað heitir það? Ekki ég, en amma mín á hund sem heitir Snælda. Skemmtilegasti dagurinn og af hverju? Laugardagur, af því þá er nammidagur og kósýkvöld. Eftirlætistónlistarmaður/hljómsveit? Adele og Lady Gaga. Uppáhalds litur? Bleikur og fjólublár. Hvað gerðirðu í sumar? Ég fór á Egils- staði og í haust fór ég til Flórída. Skemmtilegasta bók sem þú hefur lesið? Stjörnur og strákapör eftir Krist- ínu Steinsdóttur. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin stór? Söngkona og líka grafískur hönnuður eins og mamma. Tanja Kristín Árnadóttir VIÐ TÖKUR Jökull er handritshöfundur og leikstjóri stuttmyndaseríunnar Brenndir Bananar sem hann vinnur að með vinum sínum. MYND/ÚR EINKASAFNI Nískupúki var alltaf að brýna fyrir syni sínum að spara pen- inga. Dag einn kom strákur- inn heim og sagði hróðugur: „Pabbi, ég hljóp á eftir strætó og sparaði þannig 350 krón- ur.“ „Æ, drengstauli,“ sagði mað- urinn. „Þú hefðir átt að hlaupa á eftir leigubíl og spara 2.500 krónur.“ Tveir menn áttu hvor sinn hestinn í sömu girðingu. Til að þekkja þá í sundur bundu þeir rauða slaufu á taglið á öðrum þeirra. Dag einn þegar þeir komu í girðinguna var slauf- an dottin af. „Hvað gerum við nú?“ sagði annar maður- inn. „Ég veit,“ sagði hinn. „Ég tek bara þennan rauða og þú þennan bleika.“ Fáðu þér góða mjólkurskvettu! www.ms.is IGGAPIGG og aðrar söguhetjur úr þáttunum í Næturgarði hitta í mark hjá yngstu börnunum. Á barnavef breska ríkisútvarpsins www.bbc.co.uk/cbeebies/ in-the-night-garden er að finna skemmtilega og einfalda leiki fyrir þau yngstu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.