Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 91

Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 91
LAUGARDAGUR 19. maí 2012 55 Listasjóður Ólafar Pétursdóttur, sem var stofnaður í maí 2008 til minningar um Ólöfu Pétursdóttur dómstjóra til að styðja við hvers konar listsköpun hreyfihamlaðra einstaklinga, veitir í ár tvo styrki, báða tengda vinnusmiðju og sýn- ingu listamanna innan samtak- anna The Association of Mouth and Foot Painting Artists World- wide. Árlegan styrk sjóðsins, 500.000 krónur, hlýtur Derek K. Mundell, myndlistarmaður og leiðbeinandi í myndlistarkennslu, til að kanna nýjar leiðir í tækni og aðferðum hreyfihamlaðra við listmálun, kynna þær upprennandi lista- mönnum og til að vinna með öðrum hætti að framgangi þessa þarfa málefnis. Derek mun sækja vinnusmiðju ofangreindra samtaka í Winches- ter í Englandi sem leiðbeinandi og gefst þar tækifæri til að kynnast listsköpun þeirra sem beita pensli sem haldið er í munni eða á milli tánna. Ferðastyrk úr sjóðnum, 250.000 krónur, hlýtur Edda Heiðrún Backman, myndlistarmaður og fyrrum leikstjóri og leikkona. Henni hefur verið boðið að halda sýningu á verkum sínum hjá sam- tökunum og taka þátt í vinnustofu þeirra í Winchester. Edda Heiðrún sýnir í Englandi STYRKÞEGAR Friðrik Pálsson, eigin- maður Ólafar Pétursdóttur heitinnar, afhenti þeim Eddu Heiðrúnu Backman og Derek K. Mundell styrkina. Magnús Helgason opnar sýningu sína Guð fær greitt í dollurum í Gall- eríi Þoku, nýju galleríi sem staðsett er í kjallara verslun- arinnar Hríms við Laugaveg 25, í dag, laugardaginn 19. maí, klukkan 17. Sýningar- stjóri er Aldís Snorradóttir. Í tilkynningu segir að Magnús sýni „komposisjónir, það er, smekklega uppraðað- ar tréplötur með fortíð. Und- irliggjandi verkunum eru hugsanir um útmáða fortíð, græðgi, öskuský, efasemdir Guðs, beinar línur og pen- inga. Verk Magnúsar þarfnast ekki langra útskýringa og eiga að hæfa áhorfendur beint í hjartastað.“ Sýningin stendur yfir til 24. júní og eru allir velkomnir. Guð fær greitt í dollurum TRÉPLÖTUR MEÐ FORTÍÐ Sýning Magnúsar Helgasonar í Galleríi Þoku stendur yfir til 24. júní. islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Við bjóðum 20% afslátt á Pétur Gaut Viðskiptavinir Íslandsbanka fá afslátt á verðlaunasýningu Leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson hefur hlotið mikið lof um alla Evrópu fyrir uppfærslu sína á Pétri Gaut. Sýningin var frumsýnd í Luzern í Sviss haustið 2010 við frábærar viðtökur og var í kjöl farið valin besta þýsku mælandi sýning ársins af gagn rýnendum og áhorfendum á nachtkritik.de. Íslandsbanki býður viðskiptavinum sínum 20% afslátt af miðaverði á þessa frábæru sýningu. Greiða skal með greiðslukorti frá Íslandsbanka eða Byr í miðasölu Þjóðleikhússins í síma 551 1200 eða midasala@leikhusid.is til að fá afsláttinn. Tilboðið gildir ekki í netsölu. Íslandsbanki styrkir með stolti Listahátíð í Reykjavík Kammersveit Reykjavíkur held- ur sína fyrstu tónleika í Eldborg á morgun, sunnudaginn 20. maí, klukkan 20 á Listahátíð í Reykja- vík, en þeir verða jafnframt fyrstu tónleikarnir sveitarinn- ar sem að öllu leyti eru helgaðir Jóhanni Sebastian Bach. Kamm- ersveitin leikur Hljómsveitar- svíturnar fjórar, sem jafnan telj- ast meðal mestu snilldarverka tónskáldsins. Kammersveitin leikur svíturn- ar undir stjórn Richards Egarr, sem þekktur er fyrir sérlega líflega túlkun barokktónlistar. Egarr er aðalstjórnandi Academy of Ancient Music í London og er eftirsóttur stjórnandi hjá hljóm- sveitum um allan heim en sem einleikari er hann jafnvígur á sembal, orgel og píanó. Svítur Bach í Eldborgarsal BACH Kammersveitin leikur svítur tón- skáldsins undir stjórn Richards Egarr. Þrjú söfn og verkefni hafa verið tilnefnd til Safnaverðlaunanna 2012. Byggðasafn Suður-Þingeyinga hlaut tilnefningu fyrir endurnýj- un á grunnsýningu í Safnahúsinu á Húsavík, Listasafn Einars Jóns- sonar fyrir heimasíðu vel tengda hlutverki safnsins og markmið- um og Rannsókna- og varðveislu- sviði Þjóðminjasafns Íslands, fyrir Handbók um varðveislu safnkosts. Íslandsdeild ICOM (Alþjóða- ráðs safna) og Félag íslenskra safna og safnmanna standa saman að verðlaununum, sem eru veitt annað hvert ár. Tilkynnt verður hver hreppir hnossið á íslenska safnadaginn 8. júlí. Þrjú tilnefnd til Safnaverð- launa LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR Tilnefnt til Safnaverðlauna fyrir heimasíðu sína.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.