Fréttablaðið - 19.05.2012, Page 91
LAUGARDAGUR 19. maí 2012 55
Listasjóður Ólafar Pétursdóttur,
sem var stofnaður í maí 2008 til
minningar um Ólöfu Pétursdóttur
dómstjóra til að styðja við hvers
konar listsköpun hreyfihamlaðra
einstaklinga, veitir í ár tvo styrki,
báða tengda vinnusmiðju og sýn-
ingu listamanna innan samtak-
anna The Association of Mouth
and Foot Painting Artists World-
wide.
Árlegan styrk sjóðsins, 500.000
krónur, hlýtur Derek K. Mundell,
myndlistarmaður og leiðbeinandi
í myndlistarkennslu, til að kanna
nýjar leiðir í tækni og aðferðum
hreyfihamlaðra við listmálun,
kynna þær upprennandi lista-
mönnum og til að vinna með
öðrum hætti að framgangi þessa
þarfa málefnis.
Derek mun sækja vinnusmiðju
ofangreindra samtaka í Winches-
ter í Englandi sem leiðbeinandi og
gefst þar tækifæri til að kynnast
listsköpun þeirra sem beita pensli
sem haldið er í munni eða á milli
tánna.
Ferðastyrk úr sjóðnum, 250.000
krónur, hlýtur Edda Heiðrún
Backman, myndlistarmaður og
fyrrum leikstjóri og leikkona.
Henni hefur verið boðið að halda
sýningu á verkum sínum hjá sam-
tökunum og taka þátt í vinnustofu
þeirra í Winchester.
Edda Heiðrún sýnir í Englandi
STYRKÞEGAR Friðrik Pálsson, eigin-
maður Ólafar Pétursdóttur heitinnar,
afhenti þeim Eddu Heiðrúnu Backman
og Derek K. Mundell styrkina.
Magnús Helgason opnar sýningu sína Guð fær greitt í dollurum í Gall-
eríi Þoku, nýju galleríi sem
staðsett er í kjallara verslun-
arinnar Hríms við Laugaveg
25, í dag, laugardaginn 19.
maí, klukkan 17. Sýningar-
stjóri er Aldís Snorradóttir.
Í tilkynningu segir að
Magnús sýni „komposisjónir,
það er, smekklega uppraðað-
ar tréplötur með fortíð. Und-
irliggjandi verkunum eru
hugsanir um útmáða fortíð,
græðgi, öskuský, efasemdir
Guðs, beinar línur og pen-
inga. Verk Magnúsar þarfnast ekki langra útskýringa og eiga að hæfa
áhorfendur beint í hjartastað.“
Sýningin stendur yfir til 24. júní og eru allir velkomnir.
Guð fær greitt í dollurum
TRÉPLÖTUR MEÐ FORTÍÐ Sýning Magnúsar
Helgasonar í Galleríi Þoku stendur yfir til 24.
júní.
islandsbanki.is | Sími 440 4000
Við bjóðum
góða þjónustu
Við bjóðum
20% afslátt
á Pétur Gaut
Viðskiptavinir Íslandsbanka fá afslátt á verðlaunasýningu
Leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson hefur hlotið
mikið lof um alla Evrópu fyrir uppfærslu sína á
Pétri Gaut.
Sýningin var frumsýnd í Luzern í Sviss haustið 2010
við frábærar viðtökur og var í kjöl farið valin besta
þýsku mælandi sýning ársins af gagn rýnendum og
áhorfendum á nachtkritik.de.
Íslandsbanki býður viðskiptavinum sínum 20%
afslátt af miðaverði á þessa frábæru sýningu.
Greiða skal með greiðslukorti frá Íslandsbanka eða
Byr í miðasölu Þjóðleikhússins í síma 551 1200 eða
midasala@leikhusid.is til að fá afsláttinn.
Tilboðið gildir ekki í netsölu.
Íslandsbanki styrkir með stolti
Listahátíð í Reykjavík
Kammersveit Reykjavíkur held-
ur sína fyrstu tónleika í Eldborg
á morgun, sunnudaginn 20. maí,
klukkan 20 á Listahátíð í Reykja-
vík, en þeir verða jafnframt
fyrstu tónleikarnir sveitarinn-
ar sem að öllu leyti eru helgaðir
Jóhanni Sebastian Bach. Kamm-
ersveitin leikur Hljómsveitar-
svíturnar fjórar, sem jafnan telj-
ast meðal mestu snilldarverka
tónskáldsins.
Kammersveitin leikur svíturn-
ar undir stjórn Richards Egarr,
sem þekktur er fyrir sérlega
líflega túlkun barokktónlistar.
Egarr er aðalstjórnandi Academy
of Ancient Music í London og er
eftirsóttur stjórnandi hjá hljóm-
sveitum um allan heim en sem
einleikari er hann jafnvígur á
sembal, orgel og píanó.
Svítur Bach í
Eldborgarsal
BACH Kammersveitin leikur svítur tón-
skáldsins undir stjórn Richards Egarr.
Þrjú söfn og verkefni hafa verið
tilnefnd til Safnaverðlaunanna
2012.
Byggðasafn Suður-Þingeyinga
hlaut tilnefningu fyrir endurnýj-
un á grunnsýningu í Safnahúsinu
á Húsavík, Listasafn Einars Jóns-
sonar fyrir heimasíðu vel tengda
hlutverki safnsins og markmið-
um og Rannsókna- og varðveislu-
sviði Þjóðminjasafns Íslands,
fyrir Handbók um varðveislu
safnkosts.
Íslandsdeild ICOM (Alþjóða-
ráðs safna) og Félag íslenskra
safna og safnmanna standa
saman að verðlaununum, sem
eru veitt annað hvert ár. Tilkynnt
verður hver hreppir hnossið á
íslenska safnadaginn 8. júlí.
Þrjú tilnefnd
til Safnaverð-
launa
LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR Tilnefnt
til Safnaverðlauna fyrir heimasíðu sína.