Fréttablaðið - 19.05.2012, Síða 95
LAUGARDAGUR 19. maí 2012 59
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Sunnudagur 20. maí 2012
➜ Tónleikar
14.00 Kammersveit Reykjavíkur flytur
Bach svíturnar í Eldborgarsal Hörpu.
Stjórnandi er Richard Egarr. Tónleikarnir
eru hluti af Listahátíð í Reykjavík.
17.00 Vortónleikar Kvennakórs Reykja-
víkur verða haldnir í Fella- og Hóla-
kirkju. Miðaverð er kr. 3.500.
17.00 Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
efnir til tónleika í Seltjarnarneskirkju
og fær til sín góða gesti. Selkórinn
syngur með hljómveitinni og Einar
Jóhannesson klarinettuleikari leikur
einleik. Stjórnandi á tónleikunum er
Oliver Kentish. Aðgangseyrir er 2000
krónur en afsláttarverð er 1000 krónur
fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt
fyrir börn.
20.00 Píanóleikarinn Arcadi Volodos
heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu.
Tónleikarnir eru hluti af Listahátíð í
Reykjavík.
23.00 Hljómsveitin Samsara heldur
tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg
8. Aðgangseyrir er 1000 krónur.
➜ Leiklist
17.00 Brúðuleikhúsverkið Gamli mað-
urinn og hafið eftir Bernd Ogrodnik
verður sýnt í Þjóðleikhúsinu. Verkið er
hluti af Listahátíð í Reykjavík.
➜ Síðustu Forvöð
10.00 Sýningarlok á sýningunni Antoni
Tàpies - Mynd, líkami, á Kjarvals-
stöðum. Á sýningunni getur á að líta
málverk frá rúmlega sjö áratuga ferli
katalónska listamannsins Antoni Tàpies.
Sýningin á Kjarvalsstöðum er sú fyrsta
sem opnuð var eftir andlát hans í fyrra.
➜ Söfn
14.00 Boðið er upp á leiðsögn
á ítölsku um grunnsýningu Þjóð-
minjasafnsins Þjóð verður til -saga
og menning í 1200 ár. Leiðsögnin
er áhugasömum að kostnaðarlausu.
Domenica 20 maggio il Museo Nazio-
nale d’Islanda offre una visita guidata
in italiano all’esposizione permanente
Formazione di una Nazione - Storia e
cultura nell’arco di 1200 anni. La guida
inizia alle ore 14:00 ed è gratuita.
➜ Opið Hús
13.00 Ýmsir listamenn sýna verk sín á
opnu húsi í Hæðagarði 31. Opið er til
klukkan 18.
➜ Dansleikir
20.00 Dansleikur Félags eldri borgara
í Reykjavík verður haldinn Stangarhyl
4. Danshljómsveitin Klassík leikur létta
danstónlist til kl 23.00. Aðgangseyrir er
kl 1.500 en kr 1.300 fyrir félagsmenn
FEB.
➜ Málþing
13.00 Alþjóðlegt málþing verður hald-
ið í tengslum við myndlistarverkefnið
Sjálfstætt fólk í Norræna húsinu. Verk-
efnið er liður í Listahátíð í Reykjavík.
Aðgangur er ókeypis.
➜ Tónlist
16.00 Andrea Jónsdóttir leikur klassískt
rokk af plötum á Ob-La-
Dí-Ob-La-Da Frakka-
stíg til klukkan 20.
Aðgangur ókeypis.
Upplýsingar um
viðburði sendist
á hvar@
frettabladid.is
Kór Langholtskirkju flytur Messías eftir Händel í
Langholtskirkju annað kvöld, sunnudaginn 20. maí,
klukkan 20. Kammersveit Langholtskirkju leikur
með og einsöngvarar eru allir úr röðum kórfélaga.
Konsertmeistari er Ari Þór Vilhjálmsson og stjórn-
andi Jón Stefánsson.
Kórinn flutti verkið fyrst 1981 en þetta verður í
24. skiptið sem kórinn syngur verkið á tónleikum.
Síðast var verkið flutt á fimmtíu ára afmæli kórs-
ins ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá voru kór-
félagar 126 talsins en í þetta sinn eru þeir þrjátíu
og tveir, átta í hverri rödd. Stefna kórsins er að kór-
félagar syngi öll einsöngshlutverk. Á tónleikun-
um syngja tíu kórfélagar einsöng en þeir eru allir
komnir langt í söngnámi.
Messías er eitt mesta kórverk tónbókmenntanna
og sennilega er ekkert verk flutt jafn oft, en Händel
samdi það á þremur vikum árið 1741.
Händel í Langholtskirkju
HÄNDEL Kór og Kammersveit Langholtskirkju hafa æft stíft fyrir tónleikana annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Barnafataverslunin okkar í
Bankastræti 9 á afmæli í dag.
Tilboð, blöðrur, sundpokar og
blöðrulistamaður á milli
14 og 16.
Afmælishátíð
krakkanna í dag!
20% afsláttur
Rán vindjakki
20% afsláttur
Rán barnakápa
20% afsláttur
Bensimon skór
20% afsláttur
Lóa sett