Fréttablaðið - 19.05.2012, Side 98

Fréttablaðið - 19.05.2012, Side 98
19. maí 2012 LAUGARDAGUR62 lifsstill@frettabladid.is 62 ? Sæl, Sigga Dögg. Ég las grein-ina þína um mýtuna um þröngu píkuna og var mjög hrifin. Mig langaði að spyrja þig um eitt, því þú segir að við fyrstu samfarir séu leggöng oft þröng vegna órofins meyjarhafts. Ég varð snemma mjög áhugasöm um þetta fyrirbæri, meyjarhaftið, því fátt held ég að hafi valdið konum meiri vandræðum í gegnum ald- irnar. Ég rakst af tilviljun á bækling á netinu gefinn út af sænska heil- brigðisráðuneytinu. Þar var stað- hæft að meyjarhaftið væri mýta. Þar stóð að í leggöngum kvenna væri vissulega líkamsvefur, en hann væri hringlaga og lægi ekki þvert yfir leggöngin eins og haft. Upp á ensku var þetta kallað vag- inal corona. Þar af leiðandi væri ekki hægt að rjúfa meyjarhaftið, og blæðingar við samfarir stöf- uðu því alltaf af því að konan væri ekki reiðubúin. Ef þetta er satt, gætirðu þá notað stöðu þína til að breiða þessa vitneskju út? Það væri svo frels- andi fyrir ungar stelpur að vita að meydómur er ekkert áþreifan- legra fyrirbæri en sveindómur og að þær geta gert nákvæmlega sömu kröfur og strákar til þess að fyrsta skiptið þeirra sé sársauka- laust og ánægjulegt. SVAR: Ég þakka hólið. Ég las bæklinginn sem þú vísar í og vissulega er það mjög mikilvægt að fræða ungar konur og drengi um staðreyndir málsins. Meyjarhaftið er himna sem getur verið mismunandi í laginu og hulið leggangaopið að hluta til eða alveg. Himnan getur gefið eftir og teygst en hún getur líka auðveldlega rofnað við áreynslu eins og að hjóla. Þegar á ung- lingsaldur er komið þá er því oft lítið eftir af henni. Himnan getur verið misþykk og sumar fæðast alls ekki með hana. Sumar konur upplifa sársauka, og blæðingu, við fyrstu samfarir út af himnunni (sér í lagi ef hún er þykk) en einnig ef þær eru stress- aðar og kannski ekki tilbúnar. Stúlkur geta sjálfar rofið meyj- arhaftið með því að stinga fingri inn í leggöng og þá eru áhyggj- ur af því frá. Það breytir því þó ekki að fyrstu samfarir geta verið sársaukafullar, einmitt út af því að þær eru ekki tilbúnar og píkan ekki nægjanlega blaut. Það sem hefur valdið okkur vandræðum er þessi tenging himnunnar við sönnun um hreinleika og óspjall- aða mey. Ef allir vissu að það væri bull þá væri enginn að pæla neitt sérstaklega í meyjarhaftinu. Það er í raun ekkert merkilegra fyrir- bæri en eyrnamergur. Ég þakka ábendinguna, kæri lesandi og ætla að sjá til þess að þessi fræðslumoli komist til skila í þeirri kynfræðslu sem ég sinni. Er meyjarhaftið mýta? KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is MIKILVÆG FRÆÐSLA Mikilvægt er að fræða ungt fólk um staðreyndir í sambandi við líkama þeirra. MÍNÚTNA SKOKK þarf til að ná af sér hálfum lítra af bjór, en hálfur lítri inniheldur að meðaltali 195 kalóríur. Einnig getur maður gengið í 40 mínútur eða hjólað í 20 mínútur fái maður samviskubit yfir bjórdrykkju. 20 Það sem hefur valdið okkur vandræðum er þessi tenging himnunnar við sönnun um hreinleika og óspjallaða mey. SIGGA DÖGG KYNFRÆÐINGUR HEILSA Leikmenn í bandarísk- um fótbolta eru líklegastir til að fá heilahristing við íþróttaiðkun sína, en næst á eftir þeim er knatt- spyrnufólk líklegast til að hljóta höfuðhögg. Á einum áratug hefur fjöldi heilahristingstilfella í fót- bolta aukist um 58 prósent. Bob Cantu, læknir við Emerson sjúkrahúsið í Massachusetts, segir fótboltafólk fá heilahristing af því að skalla boltann. „Þetta er heila- hristingsfaraldur. Fái íþróttafólk reglulega heilahristing getur það orðið til þess að það hljóti varan- legan skaða af,“ sagði Cantu í við- tali við NBC. Það vakti jafnframt athygli að heilahristingstilfellin eru fleiri meðal fótboltakvenna en karla auk þess sem þær eru lengur að jafna sig eftir höfuðhögg en þeir. Áhyggjur Cantu voru slíkar að hann lagði til að fótboltamönnum yrði alfarið bannað að skalla bolt- ann. Fótboltakonur fá frekar heilahristing VELDUR HEILAHRISTINGI Það að skalla boltann getur orsakað heilahristing. Fótbolta- konur fá frekar heilahristing en fótboltamenn. NORDICPHOTOS/GETTY HEILSA Megrun á meðgöngu er ekki hættuleg fyrir konur og felur ekki sér neina áhættu hvað fóstrið varðar. Þetta kemur fram í grein í tímaritinu The British Medical Journal. Þar voru skoð- aðar niðurstöður úr 44 rannsókn- um sem höfðu áður verið gerðar og tóku rúmlega sjö þúsund konur þátt í þeim. Samkvæmt grein sérfræðinga tímaritsins er best fyrir ófrísk- ar konur að borða hollan mat og borða ekki fyrir tvo. Það kemur í veg fyrir aukakíló og dregur úr hættunni á einhvers konar vand- ræðum. Þessar niðurstöður varðandi megrunina eru í mótsögn við ráð- leggingar frá NICE-heilbrigðis- stofnuninni í Bretlandi frá árinu 2010, samkvæmt BBC. Þar sem ekki er mælt með megrun fyrir barnshafandi konur því hún geti skaðað fóstrið. Megrun ekki hættuleg ÓFRÍSK Megrun telst ekki vera hættuleg fyrir barnshafandi konur. Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.