Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 2
6. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR2
Eva María, er þetta ekki svo-
lítið hinsegin ferðaþjónusta?
„Jú, því við erum svo hýr á brá.“
Eva María Þórarinsdóttir og kærastan
hennar Birna Hrönn Björnsdóttir eru
eigendur Pink Iceland sem býður upp á
brúðkaupsþjónustu fyrir samkynhneigða
ferðamenn.
SPURNING DAGSINS
SAMFÉLAGSMÁL Nýr gervigrasvöll-
ur var vígður í fangelsisgarðin-
um við Litla-Hraun á mánudag.
Við tilefnið var leikinn fótbolta-
leikur milli FC Betri, fótboltaliðs
fanga, og úrvalsliðs úr fótbolta-
heiminum.
„Ég held að leikurinn hafi farið
12-2 fyrir úrvalsliðið,“ segir
Hermann Gunnarsson, útvarps-
maður, sem stýrði úrvalsliðinu.
„Þarna var valinn maður í hverju
rúmi, Tommy Nielsen, Bjarnólf-
ur Lárusson, Sigurvin Ólafsson,
Pétur Marteinsson og fleiri.“
„Þetta var alveg stórkostlegur
dagur. Aðstaðan þarna er alveg
meiriháttar og ekki veitir af eins
og ástandið er þarna núna.“
Gunnar Svavarsson, fyrrver-
andi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði,
stóð fyrir fjáröflun og því að
völlurinn væri lagður. Evrópska
knattspyrnusambandið styrkti
Knattspyrnusamband Íslands um
þrjár milljónir til kaupa á vellin-
um. Knattspyrnuvinafélag Litla-
Hrauns safnaði sjö milljónum til
viðbótar svo hægt væri að kaupa
efni í völlinn. Fjölmörg fyrirtæki
styrktu söfnunina.
„Þetta var mikil viðhöfn. Sóli
Hólm og Eyjólfur Kristjánsson
komu og skemmtu fyrir leik-
inn. Svo fengum við Halldór
Einarsson í Henson viðurkenn-
ingu. Gunnar Svavarsson fékk
líka viðurkenningu enda er hann
maðurinn sem dreif í þessu,“
segir Hemmi Gunn. Eftir leik-
inn gæddu fótboltamennirnir sér
á grillmat og ís.
Hemmi hefur lengi staðið fyrir
skemmtunum á Litla-Hrauni
og efnt til fótboltaleikja. „Ég og
Halldór sátum í stjórn Verndar og
sáum ekki ástæðu til annars en að
láta gott af okkur leiða. Við byrj-
uðum því að fara með fótboltalið
og skemmtikrafta austur að Litla-
Hrauni árið 1984. Þá var bara
spilað á grjóthörðum malarvelli
og Ómar Ragnarsson og Halli og
Laddi skemmtu í kjölfarið.“
Spurður hvort hann hafi ekki
tekið þátt í ár og sparkað í knött-
inn segist hann bara hafa sparkað
boltanum til þeirra í þetta skipt-
ið. „Ég setti bara upp leikskipu-
lag, það fóru allir eftir því og ég
var mjög ánægður með það. Ég
á örugglega framtíð fyrir mér í
þjálfun!“ birgirh@frettabladid.is
Lið Hemma rassskellti
fangana á nýjum velli
Hemmi Gunn stýrði úrvalsliði fótboltamanna til sigurs gegn liði fanga í fyrsta
leik á nýjum fótboltavelli við fangelsið á Litla-Hrauni. Nýi völlurinn var vígður
við mikla athöfn á mánudag. Þetta var alveg stórkostlegur dagur, segir Hemmi.
STÓRSIGUR Úrvalslið Hemma Gunn gekk vasklega til leiks og sigraði FC Betri, lið
fanga á Litla-Hrauni, 12-2 á nýja fótboltavellinum í garði fangelsisins. MYND/WWW.DFS.IS
HAGSTOFA Íslendingar gætu orðið
allt að 498 þúsund talsins árið
2061 ef mannfjöldaspá Hagstofu
gengur eftir.
Útreikningar Hagstofu fyrir
árabilið 2012 til 2061 gera ráð
fyrir fjórum þáttum, núverandi
fólksfjölda, áætlun um búferla-
flutninga á tímabilinu, áætl-
uðum dánarlíkum og áætluðu
frjósemishlutfalli.
Mannfjöldaspáin gerir ráð
fyrir vissum frávikum og setur
fram lágspá, miðspá og háspá.
Samkvæmt lágspánni yrði
mannfjöldinn 393 þúsund árið
2061, samkvæmt miðspá yrðu
Íslendingar 436 þúsund, en 498
þúsund samkvæmt háspánni.
Aldurskipting landsmanna mun
breytast mjög á tímabilinu. Hlut-
fallslega fjölgar í hópi 65 ára og
eldri en yngra fólki fækkar. - þj
Hagstofa Íslands gefur út mannfjöldaspá til ársins 2061:
Íslendingar gætu náð 500.000
MANNFJÖLDI Samkvæmt spá Hagstofu gætu Íslendingar orðið allt að 498 þúsund
talsins árið 2061. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Í byrjun árs voru íbúar landsins 319.575 og hafði fjölgað um 0,4 prósent frá
sama tíma árið áður. Árið 2011 fæddust 4.496 börn en 1.985 manns létust.
Þá fluttust 6.982 utan en 5.578 fluttust til landsins. Fjölmennasta sveitar-
félagið var Reykjavík með 118.814 íbúa, fámennasta var hins vegar Árnes-
hreppur á Ströndum þar sem 52 bjuggu. (Heimild: Hagstofa Íslands)
Fjölgun um 0,4%
REYKJAVÍK Einar Örn Benedikts-
son, borgarfulltrúi Besta flokks-
ins, þáði boð í
jómfrúarferð
flugfélagsins
WOW air til
Parísar fyrir
helgi.
Lagt er bann
við því í siða-
reglum borg-
arinnar að
borgarfulltrú-
ar þiggi gjafir,
fríðindi eða önnur hlunnindi frá
viðskiptamönnum eða þeim sem
leita eftir þjónustu Reykjavík-
urborgar, nema um sé að ræða
óverulegar gjafir.
Einar segir í samtali við Vísi
að hann telji sig ekki hafa brotið
siðareglurnar enda hafi hann
farið í ferðina sem æskuvinur
Skúla Mogensen, eiganda WOW
air, en ekki sem borgarfulltrúi.
Auk þess hafi hann borgað 5.900
krónur fyrir farið. - sh
Borgarfulltrúi Besta flokksins:
Þáði boð í ferð
með WOW air
EINAR ÖRN
BENEDIKTSSON
MANNRÉTTINDI Mannréttindanefnd
Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið
að loka máli gegn íslenskum stjórn-
völdum, þar sem stjórnvöld hafi
brugðist við tilmælum nefndarinn-
ar með ásættanlegum hætti að hluta
til. Áður hafði nefndin gert ríkinu
að greiða tveimur íslenskum sjó-
mönnum bætur og endurskoða fisk-
veiðistjórnarkerfið hér á landi.
Þetta kemur fram í orðsendingu
sem mannréttindafulltrúi SÞ sendi
stjórnvöldum á mánudag og utan-
ríkisráðuneytið greindi frá í gær.
Sjómennirnir Erlingur Sveinn
Haraldsson og Örn Snævar Sveins-
son óskuðu eftir því við nefndina
árið 2003 að hún kannaði hvort
íslensk stjórnvöld hefðu gerst brot-
leg við alþjóðasamning um borgara-
leg og stjórnmálaleg réttindi. Í 26.
grein samningsins er kveðið á um
að allir skuli vera jafnir fyrir lög-
unum og lög skuli banna hvers kyns
mismunun. Þeir sögðust lagalega
skyldir til að greiða fé til forrétt-
indahóps samborgara sinna til að
geta starfað sem sjómenn, því þeir
fengju ekki úthlutað kvóta.
Íslensk stjórnvöld töldu sig ekki
vera í stöðu til að greiða bætur né
heldur breyta fiskveiðistjórnunar-
kerfinu umsvifalaust, en sögðust
myndu hafa tilmæli nefndarinnar
til hliðsjónar við endurskoðun fisk-
veiðikerfisins. - þeb
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna vegna máls tveggja sjómanna sem kvörtuðu:
Lokar máli gegn íslenskum stjórnvöldum
LANDAÐ Stjórnvöld hafa brugðist við ábendingum mannréttindanefndar SÞ með
viðeigandi hætti að hluta, segir nefndin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ALÞINGI Innanríkisráðherra skal
undirbúa aðgerðaáætlun gegn
skipulagðri glæpastarfsemi fyrir
þann 1. desember næstkomandi.
Allsherjar- og menntamálanefnd
Alþingis sendi frá sér álit um
þingsályktunartillögu þess efnis
í gær.
Fjármálaráðherra skal tryggja
50 milljóna króna fjárveitingu
til lögreglunnar í fjáraukalög-
um þessa árs til að lögreglan
geti starfrækt rannsóknar- og
aðgerðateymi gegn skipulagðri
glæpastarfsemi. Brýn þörf er
talin vera á sérstökum aðgerð-
um gegn skipulagðri glæpastarf-
semi sem og að stemma stigu við
vændi og mansali. - sv
50 milljónir gegn glæpum:
Ráðherra hefur
til 1. desember
PAKISTAN, AP Bandaríkjamenn full-
yrtu í gær að Abu Yahya al-Libi,
næstæðsti yfirmaður al-Kaída,
hafi fallið í árás bandarísks flyg-
ildis á lítið þorp í ættbálkahér-
aðinu Norður-Waziristan í Pak-
istan.
Pakistönsk stjórnvöld hafa kraf-
ist þess að Bandaríkjamenn hætti
að nota svonefnd flygildi, lítil
ómönnuð flugtæki, til árása í land-
inu vegna þess hve slíkar árásir
hafa oft kostað almenna borgara
eða pakistanska hermenn lífið. - gb
Bandarísk árás í Pakistan:
Einn leiðtogi al-
Kaída féll í árás
ABU YAYHA AL-LIBI Næstæðsti yfir-
maður al-Kaída sagður drepinn.
NORDICPHOTOS/AFP
NOREGUR Að öllum líkindum verð-
ur dæmt í máli norska hryðju-
verkamannsins Anders Behring
Breivik þann 20. júlí eða 24.
ágúst næstkomandi. Aðrar dag-
setningar á þessu tímabili koma
þó einnig til greina.
Þetta kemur fram á heima-
síðu dómstólsins í Ósló, þar sem
réttarhöldin yfir honum fara nú
fram. Þar stendur að ekki verði
kveðinn upp dómur fyrir 20. júlí,
en búist er við því að réttarhöldin
standi til 22. júní.
Hingað til hefur verið talið lík-
legt að dómur yrði kveðinn upp
20. júlí, tveimur dögum áður en
ár verður liðið frá árásum Brei-
viks. - þeb
Dómstóll í Ósló:
Breivik líklega
dæmdur 20. júlí
Ég setti bara upp
leikskipulag, það fóru
allir eftir því og ég var mjög
ánægður með það. Ég á
örugglega framtíð fyrir mér í
þjálfun!“
HERMANN GUNNARSSON
KNATTSPYRNUSTJÓRI