Fréttablaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 4
6. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR4
GENGIÐ 05.06.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
223,0451
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
129,49 130,11
198,79 199,75
160,96 161,86
21,657 21,783
21,204 21,328
17,948 18,054
1,6538 1,6634
195,55 196,71
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Ranglega var sagt í Fréttablaði
gærdagsins að Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra hefði orðið fyrir von-
brigðum með málshraða hjá embætti
Umboðsmanns Alþingis. Þar var átt
við embætti Umboðsmanns skuldara.
LEIÐRÉTT
Bretar eru að
meðaltali 8,4
kílóum þyngri en þeir voru
árið 1980.
8,4 kg
STJÓRNSÝSLA Þrjár tillögur af átján
hlutu verðlaun í hönnunarsam-
keppni innanríkisráðuneytisins
um nýtt fangelsi á Hólmsheiði
í Reykjavík. Fyrstu verðlaun,
fimm milljónir króna, hlaut til-
laga Arkís arkitekta.
Að sögn Steinunnar Valdísar
Óskarsdóttur, sérfræðings í inn-
anríkisráðuneytinu og formanns
dómnefndar, taka nú við samn-
ingar um endanlega hönnun fang-
elsisins. „Vonandi verður hægt að
ljúka því og hefja framkvæmdir í
upphafi næsta árs,“ segir hún, en
stefnt er að því að taka fangelsið í
notkun fyrir mitt ár 2015.
Í öðru sæti í samkeppninni
var tillaga frá Arkitektur.is, sem
fékk fjórar milljónir í verðlaun,
og í því þriðja var tillaga Teikni-
stofunnar Traðar, sem fékk eina
milljón króna í verðlaun.
Steinunn segir verkefnið ekki
hafa verið einfalt því fangels-
ið eigi bæði að vera kvenna-
fangelsi og gæsluvarðhalds- og
öryggisfangelsi með 56 fanga-
rýmum. Flókið geti verið að
tryggja nauðsynlegan aðskilnað
fanga og fangadeilda og sveigj-
anleika í rekstri. „Þessi hræði-
legi atburður sem nýverið varð
á Litla Hrauni sýnir hins vegar
vel þörfina á því að reisa fang-
elsi af þessu tagi þar sem hægt
er að skilja að hættulega fanga,“
segir hún og vísar til þess að and-
lát fanga á Litla-Hrauni er talið
til komið vegna áverka sem sam-
fangar hans veittu honum. Tveir
eru í gæsluvarðhaldi vegna þess
máls.
Í niðurstöðu dómnefndar um
vinningstillöguna er hún sögð
svara einstaklega vel áherslum í
samkeppnislýsingu. „Einkum eru
gæsluvarðhaldsþættinum gerð
frábær skil, sem og aðalvarðstofu
og miðlægum rýmum,“ segir
þar. Aðalvarðstofan er miðlægur
sívalningur umlukinn dagsbirtu
sem fellur niður um ofanljós,
segir þar jafnframt, og inngarð-
ar sagðir mynda hjarta hverrar
fangadeildar.
Ögmundur Jónasson innan-
ríkisráðherra sagði við kynn-
ingu á niðurstöðum dómnefndar
í gær að um merk tímamót væri
að ræða, enda hefði í rúma hálfa
öld verið stefnt að því að reisa
nýtt fangelsi í Reykjavík. „Síðan
hefur þetta gengið afar skrykkj-
ótt þar til nú að við erum klár-
lega komin á beinu brautina og
sjáum fyrir að fangelsið verði
risið og komið í notkun áður en
árið 2015 verður runnið á enda,“
sagði hann.
olikr@frettabladid.is
Fangelsið á beinu brautina
Arkís arkitektar urðu hlutskarpastir í samkeppni um hönnun á nýju fangelsi á Hólmsheiði. Taka á nýtt
fangelsi í notkun árið 2015. Hætt verður að nota Kópavogsfangelsi og Hegningarhúsið við Skólavörðustíg.
Á HÓLMSHEIÐI Svona er umhorfs þar sem nýtt fangelsi á að rísa, skammt austan
Rauðavatns í nágrenni borgarinnar. Til að komast að fangelsinu er ekið út af Suður-
landsvegi eins og halda eigi á Nesjavelli og er þá afleggjarinn að lóðinni skammt
undan. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VINNINGSTILLAGAN Tillögur sem sendar voru inn í samkeppni um Hólmsheiðarfangelsi héngu uppi í Þjóðmenningarhúsinu í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HEILBRIGÐISMÁL Bretar eru að með-
altali 8,4 kílóum þyngri en þeir voru
árið 1980. Þetta kom meðal annars
fram í máli Tim Lobstein á ráð-
stefnu norrænna næringarfræðinga
á mánudag.
Í erindi sínu fjallaði hann um
gríðarlegt tekjutap matvælaiðnað-
arins í Bretlandi ef allir borðuðu
ráðlagða fæðu í ráðlögðum skömmt-
um. Hann hefur reiknað út að ætli
Bretar að ná meðallíkamsþyngd
sinni fyrir 32 árum myndi það
kosta matvælaiðnaðinn 8,6 millj-
arða punda á ári, sem janfgildir um
1.700 milljörðum íslenskra króna.
Á sunnudag flutti Matti Uusitupa
erindi þar sem hann greindi frá
rannsóknum á mismunandi mat-
aræði.
„Nýlegar rannsóknir benda til
þess að norrænt mataræði tengist
lægri dánartíðni og minnki hættu
á hjarta og æðasjúkdómum,“ segir
í inngangi að fyrirlestri hans. - bþh
Matvælaframleiðendur missa spón úr aski ef allir borða ráðlagt magn af mat:
Þúsundir milljarða til að létta Breta
ÞYNGJAST Meðalþyngd Breta er rúmum
8 kílóum meiri í dag en hún var árið
1980. NORDICPHOTOS/AFP
FULLKOMINN FERÐAFÉLAGI!
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
30°
25°
16°
16°
21°
21°
16°
16°
25°
18°
28°
22°
32°
17°
21°
19°
17°Á MORGUN
Strekkingur með SA-
strönd annars hægari.
FÖSTUDAGUR
Hvasst með S-strönd-
inni annars töluvert
hægari.
13 9
9
6
89 11
11
1112
10
8
9
9
5
5
5
6
4
7
3
10
9
8
7 7
6
9
8
7
8
5
SVALT N-LANDS
í dag og líklega
slydda þar til fjalla.
Á morgun hlýnar
nokkuð en gæti
kólnað heldur aftur
norðaustanlands
á föstudag. Það
verður væta með
ströndum austan
og sunnan til frá og
með morgundeg-
inum en líklega að
mestu leyti þurrt
norðantil.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
ÁLANDSEYJAR Danne Sundman,
stjórnmálamaður á Álandseyjum,
segir að þegar finnsk yfirvöld geti
ekki lengur haft samskipti við
Álandseyjar á sænsku sé kominn
tími til að sameinast Svíþjóð.
Hann segir að tvítyngdir Finnar
séu að komast á ellilífeyrisaldur
og nú kunni í raun fáir finnskir
embættismenn sænsku. Samskipt-
in við finnska stjórnmálamenn í
Helsinki fari nú fram á ensku.
Árið 1921 ákvað Þjóðabanda-
lagið að Finnar fengju að halda
Álandseyjum svo framarlega sem
tryggt yrði að þar yrði áfram töluð
sænska. - ibs
Krafa íbúa Álandseyja:
Eyjarnar sam-
einist Svíþjóð
ATVINNA Rúmlega helmingur
þeirra ungmenna sem sóttu um
sumarstarf hjá Reykjavíkurborg
fær vinnu í sumar. Öll ungmenni
sem sóttu um hjá Kópavogsbæ,
Garðabæ og Seltjarnarnesbæ fá
vinnu, en ekki hefur verið ákveð-
ið hvernig málunum verður hátt-
að í Hafnarfirði.
Reykjavíkurborg ætlar að ráða
um 1.400 starfsmenn í sumar- og
afleysingastörf, en rúmlega 4.000
umsóknir hafa borist. Þá fá allir
fimmtán og sextán ára unglingar
starf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur
en um 1.450 hafa sótt um það. Því
fá samtals 2.850 ungmenni vinnu
hjá borginni. - þeb
Ungmenni fá sumarstörf:
Helmingur fær
vinnu hjá borg
KOSNINGAR Ríkisútvarpið er ekki
vanhæft til að fjalla um forseta-
kosningarnar 2012 þótt fram-
bjóðandinn Þóra Arnórsdóttir og
Svavar Halldórsson, maður henn-
ar, hafi starfað hjá stofnuninni og
séu nú í launalausu leyfi þaðan.
Þetta er niðurstaða álitsgerð-
ar sem Róbert Spanó, forseti
lagadeildar Háskóla Íslands, og
Trausti Fannar Valsson, lektor í
stjórnsýslurétti, hafa unnið fyrir
Ríkisútvarpið. Nánir vinir fram-
bjóðenda geti talist hlutdrægir en
ekki endilega samstarfsmenn. - sh
Samstarfsfólk ekki vanhæft:
RÚV má fjalla
um forsetakjör