Fréttablaðið - 06.06.2012, Page 10
6. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR10
OLÍA Á
DREKASVÆÐINU
Arion banki býður til morgunverðarfundar
í Borgartúni 19, fimmtudaginn 7. júní kl. 8.30.
Dagskrá:
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ávarpar fundinn
Is there any oil to be found in the Dreki Area?
Þórarinn Sveinn Arnarsson, verkefnastjóri olíuleitar, Orkustofnun
Economic impact if there is oil to be found in the Dreki Area
Thina Margrethe Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar hjá Nordea Markets
How best to handle the oil wealth – Norway´s experience
Per Mathis Kongsrud, aðstoðardeildarstjóri í norska fjármálaráðuneytinu
Fundarstjóri er Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka.
Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8.00.
Áætluð fundarlok eru kl. 10.30.
Fundurinn fer fram á ensku.
Skráning á arionbanki.is/oliuradstefna
Þú grípur einfaldlega pakka af uppáhalds
Maryland kexinu þínu og gætir um leið eignast
glæsilegt grill.
ER
VINN
INGS
SKÍFA
Í PAK
KANU
M
ÞÍNU
M?
VINNUR ÞÚ GLÆSILEGT
WEBER GRILL?
2 x Weber E310
kr. 132.990
28 x Weber Smokey Joe
kr. 16.950
INDLAND, AP Ný tegund stórra árás-
argjarnra köngulóa hefur vald-
ið ofsahræðslu í þorpi í Assam,
afskekktu héraði í Norðaustur-
Indlandi. Íbúarnir kölluðu á hjálp
eftir að fjöldi köngulóa „réðist inn“
í þorpið.
Tveir hafa látist eftir að hafa
orðið fyrir köngulóarbiti, en full-
trúar heilbrigðisyfirvalda segja
ekki loku fyrir það skotið að frum-
stæð viðbrögð við biti köngulónna
kunni að hafa valdið fórnarlömb-
um þeirra meiri skaða en bitið
sjálft. Í tilfellum þeirra sem létust
höfðu „töfralæknar“ reynt að létta
á þrýstingi í bólgum og ná út eitri
með því að skera í bitstaði með
rakvélarblöðum. Líkin voru svo
brennd áður en til krufningar kom
og því ekki vitað hvort meðferðin
eða eitur köngulónna varð fólkinu
að aldurtila.
Sjö önnur fórnarlömb köngulóa-
árása hafa fengið sýklalyf, er
haft eftir Anil Phapowali lækni í
bænum Sadiya, en þau höfðu líka
reynt að skera í bólgur til að veita
úr þeim og létta á þrýstingi.
Köngulærnar eru sagðar árásar-
gjarnar og stökkva á fólk verði þær
varar við hreyfingu. Þeirra varð
fyrst vart fyrir um mánuði síðan,
en L.R. Saikia, vistfræðingur við
Assam Dibrugrh Háskóla segir að
hér gæti verið um að ræða áður
óþekkt afbrigði tarantúlu. Köngu-
lærnar eru um þumalstórar.
Meðan beðið er niðurstöðu grein-
ingar á köngulónum og hvort þær
eru í raun eitraðar eru þorpsbú-
ar sagði varir um sig og reyna að
gæta þess að köngulær laumist
ekki inn í kofa þeirra að næturlagi.
Um hundrað þúsund manns,
aðallega fátækir hrísgrjónabænd-
ur, búa á svæðinu þar sem köngu-
lónna hefur helst orðið vart. - óká
Árásargjarnar áttfætlur stökkva á fátæka Indverja:
Tveir látnir eftir árás
óþekktra köngulóa
MEÐ EINA DAUÐA Ratul Rajkhowa, prófessor við líffræðideild Cotton College, heldur
hér á dauðri könguló af tegund sem valdið hefur usla í afskekktu héraði í norð-
austurhluta Indlands. NORDICPHOTOS/AFP