Fréttablaðið - 06.06.2012, Síða 20
FÓLK|FERÐIR
EINN OG ÓHÁÐUR
Sumum finnst það spennandi tilhugsun að ferðast einir en svo eru
aðrir sem geta einfaldlega ekki hugsað sér að gera það.
Að ferðast einn er, að mati þeirra sem reynt hafa, einstæð reynsla sem
getur verið mjög gefandi.
Fjöldi manna ferðast einir og því
auðvelt að hitta aðra einstæða
ferðalanga á gistiheimilum, krám, í
skipulögðum ferðum eða á öðrum
stöðum þar sem ferðamenn eru vanir
að halda til.
Margir kostir fylgja því að ferðast
einn. Ferðalangurinn sjálfur ræður
hvernig hann velur stað og stund,
það er auðveldara að eignast nýja vini, ferðalagið verður sveigjanlegra
og ef eitthvað kemur upp á þarf hann sjálfur að taka ábyrgð á því.
Það er ekki allt jákvætt við að ferðast á eigin vegum. Það getur líka
haft nokkra ókosti í för með sér. Það lítur enginn eftir einstæðingnum
né eftir farangri hans ef hann bregður sér frá. Það getur verið dýrara
að ferðast einn en að deila kostnaði með öðrum. Einmanaleiki gæti
komið upp.
Ókostirnir eru þó færri en kostirnir og því um að gera að stökkva af
stað ef ævintýraþráin grípur fólk.
Save the Children á Íslandi
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir
Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427
Hugmyndin að gera Þríhnúkagíg aðgengilegan almenningi var fyrst sett fram árið 2004 af Árna
B. Stefánssyni, augnlækni og hellamanni.
„Við erum búin að vinna að því í mörg
ár að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.
Í stuttu máli er hugmyndin sú að gera
göng inn í miðja gíghvelfinguna, þar sem
komið verður fyrir útsýnispalli og hring-
stiga þaðan niður á botn gígsins,“ segir
Björn Ólafsson forsvarsmaður Þríhnúka.
„Megindrifkrafturinn að baki þessum
hugmyndum er annars vegar verndar-
sjónarmið og hins vegar að gefa fleirum
kost á að kynnast þessum einstaka stað.
Í dag er það einungis á færi örfárra sem
hafa búnað og þekkingu að komast niður
í gíginn og upp aftur. Þríhnúkagígur er
hins vegar ekki mjög viðkvæmur staður
líkt og margir af okkar hraunhellum og
náttúruperlum.
Ef þetta verður að veruleika þá verður
gengið inn í gíginn og miklu fleiri geta
notið þessa merka náttúrufyrirbæris.
Þá verður hægt að heimsækja gíginn allt
árið um kring og þar með létta álaginu af
öðrum viðkvæmum ferðamannastöðum.
Gígurinn sjálfur skemmist ekki því fólki
er beint áfram eftir manngerðum stígum
og stigum,“ segir Björn.
„Um þessar mundir er unnið að mati
á umhverfisáhrifum og öðrum undir-
búningi,“ segir hann en í sumar verður
settur upp lyftubúnaður þar sem unnið
er að rannsóknum og uppmælingu á
innviðum gígsins. Jafnframt hefur verið
ákveðið að bjóða upp á skipulagðar ferð-
ir með ferðamenn ofan í gíginn í sumar.
„Með þessu erum við að kanna viðhorf
ferðamanna, hvernig þeir upplifa gíginn
og hvort þeim finnist þetta vera eins
magnað og við viljum vera láta. Það er í
raun hvergi í heiminum hægt að fara inn
í eldfjall með þessum hætti.
Í ferlinu öllu er mjög ströngum örygg-
iskröfum fylgt en það er að sjálfsögðu
áhætta í öllu sem fólk gerir.
Þetta verður í þriðja sinn sem
búnaðurinn verður settur upp og því
komin nokkur reynsla af framkvæmdinni
og valinn maður verður í hverju rúmi,“
segir Björn.
INN Í IÐUR JARÐAR
ÓTRÚLEGT NÁTTÚRUFYRIRBRIGÐI Í sumar gefst ferðamönnum kostur á að
fara inn í eldfjallið Þríhnúkagíg. Í framtíðinni er hugmyndin að gera gíginn
aðgengilegan almenningi í gegnum göng inn í gíghvelfinguna.
STÓRBROTIÐ Þrí-
hnúkagígur er gígur eld-
stöðvar sem gaus fyrir
um 4000 árum. Inni í
gígnum er stórbrotið
umhverfi og er hug-
myndin að gera gíginn
aðgengilegan almenn-
ingi með göngum.
MYND/VILHELM
BJÖRN ÓLAFSSON
Forsvarsmaður Þríhnúka
vill gefa fleirum kost á
að njóta þessa merka
náttúrufyrirbæris.
Sólbrúnka stafar af því að sól skín á húðina. Útfjólubláir geislar
hennar örva litfrumur í yfirhúðinni sem mynda litarefnið melanín.
Hlutverk þess er að verja húðina fyrir sömu geislum og dekkja hana
um leið. Melanín er öflugt sólarvarnarefni og því er fólk með dökka
húð í mun minni hættu að fá húðkrabbamein en fólk með ljósa húð.
Sólargeislun og sólbrúnka flýta fyrir öldrun húðarinnar, til dæmis
hrukkumyndun, myndun brúnna bletta og þynningu húðarinnar.
Alvarlegustu afleiðingar sólskaða eru þó húðkrabbamein. Tíðni húð-
krabbameins hefur aukist gífurlega undanfarna áratugi sem rakið er
til mikillar sóldýrkunar og sólbrúnkudýrkunar.
SÓLBRÚNKA GETUR VERIÐ VARASÖM
Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16,
www.topphusid.is
Mörkinni 6 - Sími 588 5518