Fréttablaðið - 06.06.2012, Síða 23
5MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012
Ferðamenn um
Leifsstöð eftir löndum
Breyting á milli ára
Bandaríkin .......... 26.395 ........ 278
Bretland ...................7.282 ........ 1.034
Danmörk ................2.566 ........ 500
Finnland ..................1.019 ........ 296
Frakkland ................ 6.702 ........ 52
Holland ....................2.716 ........ 61
Ítalía .........................2.654 ........ 78
Japan ........................1.322 ........ 209
Kanada ...................4.482 ........ 220
Kína ..........................3.590 ........ 375
Noregur .................. 6.140 ........ 162
Önnur þjóðerni ....4.836 ........ 733
Pólland ....................... 986 ........ 138
Rússland ....................827
Spánn ...................... 1.734 ........ 90
Sviss .............................992 ........ 93
Svíþjóð .................... 4.891 ........ 228
Þýskaland ...............2.438 ........ 157
ÞRÓUN Í FERÐAÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI
Bandaríkin
Bretland
Danmörk
Finnland
Frakkland
Holland
Ítalía
Japan
Kanada
Kína
Noregur
Pólland
Rússland
Spánn
Sviss
Svíþjóð
Þýskaland
0 10 20 30 40 50 60 70
Erlendir gestir um Leifsstöð eftir árum og þjóðernum
2003-2011 (nóv-okt)
maí - okt
nóv - apr
Þúsund gestir
Brottfarir erlendra farþega í Leifsstöð (Ferðamálastofa)
Erlend greiðslukort, innanlands, millj. kr. (Hagstofa Íslands)
Kortavelta pr. erlendan ferðamann (breytilegt verðlag)
Kortavelta pr. erlendan ferðamann (fast verðlag, maí 2012)
Þú
su
nd
k
ró
nu
r
Þú
su
nd
g
es
ti
r
160
120
80
40
0
35
30
25
20
15
2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Erlend Kortavelta - Mánaðargögn
2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
Fjöldi erlendra gesta um Leifsstöð
HEIMILD: DATAMARKET
FRÉTTASKÝRING
Þórður Snær Júlíusson
thordur@frettabladid.is
Hver einstakur erlendur ferða-
maður eyddi jafn miklu hér-
lendis í fyrra og hann gerði árið
2009. Eyðsla á hvern ferðamann
dróst saman um rúm sex prósent
frá árinu 2010 ef miðað er við
fast verðlag. Eyðsla ferðamanna
hefur minnkað frá árinu 2007 ef
tekið er tillit til falls krónunn-
ar gagnvart helstu gjaldmiðl-
um. Þetta kemur fram í tölum
um árlega kortaveltu erlendra
ferðamanna sem DataMarket tók
saman fyrir Markaðinn.
Ferðamönnum sem koma til Ís-
lands hefur fjölgað mjög hratt
á undanförnum árum. Í fyrra
komu samtals 565.600 slíkir til
Íslands samkvæmt tölum frá
Ferðamálastofu Íslands. Þar
af komu rúmlega 540 þúsund
manns um Leifsstöð. Þeim fjölg-
aði um 15,7 prósent á síðasta ári
og hefur fjölgað að meðaltali um
6,1 prósent á ári frá aldamótum,
þegar 303 þúsund manns heim-
sóttu landið.
Tæplega 96 prósent þeirra, alls
541 þúsund manns, koma til
landsins um Leifsstöð. Restin
kemur með Norrænu eða með
flugi um Reykjavíkur-, Akureyr-
ar- eða Egilsstaðaflugvöll.
Samkvæmt tölum sem DataMar-
ket tók saman, og ná til þeirra
sem koma hingað um Leifsstöð,
komu flestir erlendir ferðamenn
til landsins í ágúst í fyrra. Mesta
athygli vekur þó mikil aukning
ferðamanna í septembermánuði,
en þeim fjölgaði um 20,7 prósent
á milli ára. Sú aukning gefur
sterklega til kynna að háanna-
tími íslenskrar ferðaþjónustu sé
að lengjast.
Til viðbótar við ofangreint hefur
fjöldi þeirra sem koma við á Ís-
landi og ferðast með skemmti-
ferðaskipum aukist mjög hratt.
Farþegar þeirra voru um 27
þúsund árið 2000 en mældust 66
þúsund alls í fyrra. Fjöldi ferða-
manna sem sækja Ísland heim
með þessari leið hefur aukist um
9,3 prósent á ári á tímabilinu.
Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi
fjölgað gríðarlega mikið þá virð-
ist meðaleyðsla þeirra ekki vera
að aukast mikið. Á föstu verðlagi
eyddi hver ferðamaður rúmlega
120 þúsund krónum hérlendis í
fyrra. Inni í þeirri tölu er allur
gisti- og ferðakostnaður innan-
lands. Það er nánast sama upp-
hæð og hver ferðamaður var að
eyða að meðaltali árið 2009 og
um átta þúsund krónum minna
á hvern ferðamann en árið 2010.
Þessi þróun hefur átt sér stað
þrátt fyrir að Ísland hafi farið úr
því að vera mjög dýrt land heim
að sækja í það að vera mjög ódýrt
vegna falls íslensku krónunnar.
Virði hennar féll til dæmis um 43
prósent gagnvart evru frá árslok-
um 2007 fram til síðustu áramóta.
Á sama tíma hefur eyðsla ferða-
manna í krónum talið einungis
aukist um 39,3 prósent þegar búið
er að leiðrétta fyrir verðbólgu.
Ferðamenn eyða
minna en árið 2007
Meðaleyðsla hvers einstaks ferðmanns hefur dregist saman á síðustu fimm árum ef
tekið er tillit til veikingar krónunnar. Á sama tíma hefur ferðamönnum fjölgað um
hátt í hundrað þúsund. Vöntun er á rannsóknum og greiningum á eyðslunni til að
hægt sé að auka hana.
BLÁA LÓNIÐ Ferðamönnum sem koma til landsins hefur fjölgað um 6,1 prósent á ári frá aldamótum. Rúmlega 70 prósent þeirra sem
heimsóttu landið sumarið 2011 heimsóttu sundstaði eða náttúruböð á borð við Bláa lónið. MYND/GETTY IMAGES
Flestir þeirra ferðamanna sem koma til Íslands koma frá Bandaríkjunum. Af
þeim tæplega 541 þúsundi ferðamanna sem kom til landsins um Leifsstöð
í fyrra komu tæplega 78 þúsund þaðan. Þeim fjölgaði um rúmlega 26 þús-
und á milli ára, sem er aukning um 51,6 prósent. Einungis ferðamönnum frá
Kína fjölgaði hlutfallslega meira, en þeim fjölgaði um 69 prósent.
Alls komu tæplega 68 þúsund Bretar til landsins. Þeim fjölgaði um rúm tólf
prósent á milli ára og er sá hópur sá næstfjölmennasti sem hingað kemur
ef mælt er eftir þjóðerni. Í samantekt DataMarket kemur fram að tæpur
helmingur þeirra kemur utan hins hefðbundna háannatíma (maí-október).
Það er langhæsta hlutfall ferðamanna frá einu landi sem heimsækir Ísland
utan hans. Til samanburðar má geta þess að einungis um 17 prósent þeirra
57 þúsund þýsku ferðamanna sem komu til Íslands á síðasta ári ferðuðust
hingað utan háannatíma.
Alls komu samtals 15.686 ferðamenn um Leifsstöð frá Kína og Japan í fyrra.
Kínverskum ferðamönnum fjölgaði gríðarlega, um 69 prósent á milli ára,
en samanlagt hlutfall ferðamanna frá þessum tveimur gríðarfjölmennu
Asíuríkjum er samt sem áður ekki nema tæp þrjú prósent af öllum þeim
ferðamönnum sem komu til Íslands á árinu 2011. Ástæður þess eru helst
þær að ekki er flogið beint til Íslands frá neinu Asíulandi.
BRETAR KOMA HINGAÐ ALLT ÁRIÐ
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það
afleitt að rauneyðsla ferðamanna sé að dragast saman. „Markmiðið er alltaf
að fá ferðamenn til að eyða meira. En það er hægara sagt en gert að stýra því
nema að vera með vörur til sölu sem eru verðmætar og
eftirsóknarverðar. Við megum heldur ekki gleyma því
að það er kreppa í öllum heiminum, þar með talið á
okkar helstu markaðssvæðum.“
Að hennar sögn vantar tilfinnanlega meiri rannsóknir
og betri greiningar á ferðaþjónustugeiranum en til eru
í dag. „Okkur vantar til dæmis mun betri upplýsingar
um hvaðan tekjurnar koma. Það eru til upplýsingar um
skiptingu milli flugtekna og annarra tekna, en það er
ekki nóg. Það skiptir gríðarlega miklu máli að fá betri
greiningu á hvaðan tekjurnar koma til að hjálpa við að
ná því markmiði að auka tekjur á hvern ferðamann.
Eitt af því sem við þurfum að gera er að framkvæma
svokallaðar markaðsgreiningar. Þær kosta mikla
peninga, en skoða hvaða hópar vilja hvaða vöru og eru
tilbúnir að borga peninga fyrir þær. Margar þjóðir eru að
framkvæma slíkar greiningar, en við höfum ekki verið
að gera þær.“
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar hjá
Íslandsstofu, segir markhópagreiningu hafa farið fram
hjá stofunni að undanförnu. „Undanfarið höfum við
verið að reyna að greina þann hóp sem hefur áhuga á
Íslandi. Við höfum verið að reyna að meta hann ekki út
frá landfræðilegum þáttum eða aldri heldur meira út frá áhugamálum fólks.
Þetta er vinna sem við eru rétt byrjuð að tæpa á.
Í þessari vinnu höfum við skilgreint markhóp sem við köllum „hinn upplýsta
ferðamann“. Hann er lífsstílsmiðaður ferðamaður sem sækist eftir fleira en
hinu venjulega. Hann fer ekki í týpískar verslunarferðir, er duglegur að sækja
sér upplýsingar á netinu og er tilbúinn að deila upplifunum sínum. Við viljum
síðan greina þennan hóp dýpra í kjölfarið.“
Hún segir Íslandsstofu nýverið hafa gert viðhorfskönnun í fjórum löndum:
Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku og Bretlandi. „Í þeim erum við að meta
hverjir það eru sem eru jákvæðir gagnvart Íslandi sem áfangastað og hverjir
það eru sem vilja ferðast til Íslands í framtíðinni. Í þessum könnunum erum
við ekki að tala við ferðamenn sem þegar koma til landsins, heldur þá sem
við eigum enn eftir að ná til.“
Að sögn Ingu Hlínar snérist „Inspired by Iceland“ átakið að sumu leyti um að
reyna að fá ferðamenn til að eyða meiri peningum hérlendis en þeir gerðu
áður. „Þar vorum við að láta þá vita af öllu sem hægt er að gera á Íslandi. Að
láta vita af matnum, hönnuninni og svo framvegis. Þar var lögð áhersla á að
það sé meira í boði á Íslandi en bara náttúran, sem verður þó alltaf númer eitt.“
ÞARF AÐ FRAMKVÆMA MARKAÐSGREININGAR
INGA HLÍN
PÁLSDÓTTIR
ERNA HAUKSDÓTTIR