Fréttablaðið - 06.06.2012, Page 24
6. JÚNÍ 2012 MIÐVIKUDAGUR6
AÐSEND GREIN
Eggert Þór Aðalsteinsson
Sérfræðingur hjá Virðingu hf.
Ávöxtun á innlendum hluta-
bréfamarkaði hefur verið ágæt
það sem af er ári. Góður tekju-
vöxtur kauphallarfélaga í há-
tækniiðnaði, sjávarútvegi og
ferðamannaþjónustu hefur
lagt grunn að
öf lugu sjóð -
streymi sem
h e f u r g e r t
þeim kleift að
lækka vaxta-
berandi skuld-
ir og greiða út
arð t i l h lut-
h a f a . S u m
þ e i r r a e r u
jafnvel í örum vexti. Auknar
og vaxandi arðgreiðslur eru til
merkis um þann mikla viðsnún-
ing sem hefur orðið á fjárhags-
legri stöðu kauphallarfélaga
á skömmum tíma. Fjárfest-
ar munu horfa mikið til arð-
greiðslugetu nýrra félaga sem
hyggjast fara í skráningu og
getu þeirra til að standa undir
markmiðum sínum.
RÚMIR ÞRÍR MILLJARÐAR
Samkvæmt samantekt greinar-
höfundar stefnir í að fyrirtæki
skráð í Kauphöllina greiði eig-
endum sínum alls um 3,5 ma.
króna vegna afkomu ársins
2011 samanborið við tæpan 1,5
ma. króna árið áður. Leiðrétt
fyrir væntanlegri arðgreiðslu
frá Högum hafa arðgreiðslur
því tvöfaldast á milli ára.
Markaðsvirði hlutabréfa-
markaðarins stendur í um 300
milljörðum króna þannig að arð-
greiðslur samsvara rúmu einu
prósenti af markaðsverðmæt-
inu. Það er lágt hlutfall, til sam-
anburðar stendur arðgreiðslu-
hlutfallið nú í 2,23% fyrir S&P
500 vísitöluna en fór hæst í 4,1%
þegar alþjóðlegir hlutabréfa-
markaðir risu úr kör í mars
2009. Ýmislegt bendir þó til þess
að hlutfall íslenska markaðarins
fari hækkandi. Tvennt kemur
þar til: Annars vegar hafa sum
félögin mótað arðgreiðslustefnu
sem gerir ráð fyrir auknum arð-
greiðslum að öllu óbreyttu frá
núverandi gildi. Hitt er svo lík-
legt að mörg þeirra fyrirtækja
sem stefna á hlutabréfamarkað
á næstu misserum vilji laða til
sín almenna fjárfesta með arð-
greiðslum, má þar nefna olíu-
félög, tryggingafélög, banka og
jafnvel orkufyrirtæki. Flest-
öll félög sem hafa boðað komu
sína á hlutabréfamarkað eiga
það sammerkt að starfa á inn-
anlandsmarkaði þar sem vaxt-
artækifæri eru af skornum
skammti eða jafnvel engin.
Ávöxtun hlutabréfa slíkra félaga
mun því að miklu leyti mótast af
lækkun vaxtaberandi skulda og
arðgreiðslum.
ARÐGREIÐSLUSTEFNA
SETT FRAM
Þrjú af stóru félögunum á mark-
aði, Marel, Icelandair Group og
Hagar, hafa mótað arðgreiðslu-
stefnu. Hluthafar í Marel fengu
fyrr á árinu arð í fyrsta skipti
síðan 2007 og geta reiknað með
vexti arðgreiðslna á næstu
misserum miðað við núverandi
rekstur. Félagið hefur í hyggju
að greiða 20-40% árshagnaðar
í arð en arðurinn nú er í neðri
mörkum þessa markmiðs. Ice-
landair Group hefur svipaða
arðgreiðslustefnu – þar hækkaði
m.a.s. markaðsverðmæti félags-
ins daginn eftir að það greiddi
út 800 milljónir til hluthafa. Í
tilviki Haga lagði stjórn félags-
ins fram þá tillögu að hluthaf-
ar gætu gengið að því vísu að
arðgreiðslur verði að lágmarki
45 aurar á hlut og vaxi sam-
hliða lækkun á vaxtaberandi
skuldum félagsins. Hluthöfum
Haga er því beinlínis lofað arði
á hverju ári.
Eftir stendur Össur, næst-
stærsta kauphallarfélagið.
Þar íhuga stjórnendur að hefja
arðgreiðslur, enda styttist ört
í að félagið verði skuldlaust
og stór fjárfestingartækifæri
hefur ekki rekið á fjörur félags-
ins. HB Grandi hefur greitt út
arð samfleytt frá árinu 1998.
Arður fyrir síðasta ár var tvö-
falt meiri en árið 2010.
En það er víðar en á Íslandi
þar sem fer saman góður rekst-
ur og vöxtur arðgreiðslna. Árið
2012 verður sennilega stærsta
arðgreiðsluárið meðal S&P
500 félaga síðan aldamótaárið
2000. Yfir 80% félaga í vísitöl-
unni hafa greitt arð á árinu þ. á
m. Apple og Nasdaq OMX-kaup-
hallarsamstæðan sem greiða
arð til hluthafa í fyrsta skipti.
PENINGAR EÐA ENDURKAUP?
Það er fagnaðarefni að að-
eins þremur árum eftir banka-
hrunið skuli rekstur íslenskra
kauphallarfyrirtækja geta
staðið undir heilbrigðum arð-
greiðslum.
Þetta er ólíkt því sem þekkt-
ist á árunum fyrir hrun þegar
arðgreiðslustefna skráðra fyr-
irtækja var tilviljanakennd
og oftast í engu samræmi við
mikla skuldasöfnun. Eftir
stendur hins vegar spurning-
in sem margir fjárfestar fast-
ir í fiskibúrahagkerfi gjaldeyr-
ishafta glíma við: Hvað eiga
menn að gera við arðinn? Líf-
eyrissjóðir og hlutabréfasjóð-
ir eru áberandi á innlendum
hlutabréfamarkaði. Þeir búa
við mikið innstreymi fjármagns
og leita logandi ljósi að góðum
fjárfestingarkostum. Fyrir þá
gæti hentað betur að fyrirtæki
færi aðra leið að því að deila
eigin fé út til hluthafa. Þann-
ig gætu uppkaup fyrirtækja á
eigin hlutabréfum verið val-
kostur andspænis beinum arð-
greiðslum. Með því móti er
verðmæti hluthafa aukið í gegn-
um lækkun útistandandi hluta
auk þess sem sú leið dregur úr
endurfjárfestingaráhættu hlut-
hafa.
ARÐGREIÐSLUR KAUPHALLARFYRIRTÆKJA
Upphæðir í m.kr.
Félag 2012 2011 2010
Atlantic Airways 156 167 159
Atlantic Petroleum 0 0 0
BankNordik 0 873 0
Hagar 527 0 0
Hampiðjan 124 74 60
HB Grandi 679 340 204
Icelandair Group 800 0 0
Marel 1.156 0 0
Nýherji 25 0 0
Sláturfélag Suðurlands 27 11 0
Össur 0 0 0
Alls 3.495 1.466 423
Fjárfestar horfa á arðgreiðslur
EGGERT ÞÓR
AÐALSTEINSSON
Hýsing tölvukerfis hjá Advania dregur úr rekstrarkostnaði
og hentar fyrirtækjum af öllum stærðum.
» Aukið öryggi
Gögnin eru afrituð yfir í annan hýsingarsal og þannig geymd á tveimur stöðum.
Hýsingarumhverfi okkar er voað samkvæmt ISO 27001 sem er alþjóðlegur
staðall um upplýsingaöryggi.
» Hámarksaðgangur að hugbúnaði og gögnum
Öll gögn og hugbúnaður er aðgengilegur á einfaldan og þægilegan há.
» Sérfræðingar vakta gögn og kerfi
Sérfræðingar okkar eru á vakt allan sólarhringinn, alla daga ársins
Hafðu samband og kynntu þér kosti hýsingar hjá Advania.
Það er símtal sem borgar sig.
Bjóðum
tölvukerfið
þi velkomið
í hýsingu
Sætún 10 | 105 Reykjavík | Sími 440 9000 | advania@advania.is | www.advania.is