Fréttablaðið - 09.06.2012, Side 4

Fréttablaðið - 09.06.2012, Side 4
9. júní 2012 LAUGARDAGUR4 GENGIÐ 08.06.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 223,42 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,43 130,05 199,63 200,61 161,17 162,07 21,683 21,809 21,189 21,313 17,931 18,037 1,6318 1,6414 195,43 196,59 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Í skýringartöflu í fimmtudagsblaði Fréttablaðsins um hlutfall sjúklinga með legháls- eða brjóstakrabbamein sem deyja 30 dögum frá innlögn vantaði: „Fimm ára lifun, %“. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTTING FRÍTT STÆÐI FYRIR SPARK Sérfræðingar í bílum VIÐSKIPTI Fransk-íslenska við- skiptaráðið verður endurvakið á fundi næstkomandi þriðjudag. Samkvæmt tilkynningu er mark- miðið að „auka viðskipti milli landanna og miðla þekkingu og upplýsingum um viðskiptatæki- færi og viðskiptaumhverfi“. Ráðið var stofnað 1990 en hefur að mestu legið í dvala frá 2010. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu á milli 8.15 og 10 en meðal þeirra sem flytja erindi á fundinum eru Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrum forseti Íslands, og Marc Bouteiller, sendiherra Frakklands. - þj Millilandaviðskipti aukin: Fransk-íslenska endurvakið SVÍÞJÓÐ Fjárfesta á milljörðum sænskra króna til þess að reisa nýjar sorpbrennslustöðvar í Sví- þjóð. Sorpið í Svíþjóð er hins vegar ekki nógu mikið til þess að sorpbrennslustöðvarnar komi til með að hafa næg verkefni. Þess vegna mun þurfa að flytja mikið magn sorps til Svíþjóðar, að því er sænska ríkisútvarpið hefur greint frá. Umhverfisverndarstofnunin í Svíþjóð er ósátt við þessa þróun. Haft er eftir fulltrúa stofnunar- innar að í áætlun um sorpeyðing- armál sé lögð áhersla á endurnýt- ingu, endurvinnslu og aðferðir til þess að draga úr sorpi. - ibs Nýjar sorpbrennslustöðvar: Svíar þurfa að flytja inn sorp STJÓRNSÝSLA Bæjarstjórn sveitarfélagsins Garðs samþykkti á síðasta fundi sínum að verða við ósk frá fulltrúum Reykjanesbæjar um að funda um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Garðs, Sandgerðis og Reykjanesbæjar. Reykjanesbær sendi hinum sveitar félögunum beiðni þess efnis í síðasta mánuði, með þeim rökum að spara mætti í rekstrarkostnaði og efla faglegt starf í ýmsum málaflokkum. Fimm bæjarfulltrúar samþykktu tillöguna en tveir fulltrúar úr meirihluta sátu hjá. Að sögn Ólafs Þór Ólafssonar, forseta bæjar- stjórnar í Sandgerði, var málið tekið fyrir í bæjar- stjórn á fimmtudag, en vísað til bæjarráðs sem mun taka efnislega afstöðu til málsins á fundi í næstu viku. - þj Garðbúar verða við ósk Reykjanesbæjar um sameiginlegan fund: Vilja ræða mögulega sameiningu GARÐUR Bæjarstjórnin í Garði hefur samþykkt að ræða við Reykjanesbæ um mögulega sameiningu sveitarfélaga. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR SVEITARSTJÓRNIR Rekstrarniður- staða Reykhólahrepps var jákvæð um liðlega átta millj- ónir króna í fyrra. Árið 2010 var rekstrarniðurstaðan neikvæð um liðlega níu milljónir. Sveitarfélagið rekur meðal annars dvalarheimilið Barma- hlíð. Uppgjör rekstrar þess árið 2011 var jákvætt um 1,4 milljónir króna. Það var rekstur hafnar- sjóðs líka, um 1,9 milljónir króna. Rekstur félagslegra íbúða árið 2011 var hins vegar neikvæður um 4,7 milljónir króna. - bþh Rekstur Reykhólahrepps: Viðsnúningur í sveitarsjóði FÓLK Andemariam Teklesenbet Beyene er 36 ára Erítreubúi sem hefur síðustu ár stundað nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Fyrir tveimur og hálfu ári greindist Andemariam með krabbamein í barka og virtist um tíma sem veik- indin gætu dregið til hann dauða. Komst hann þá í kynni við Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurð- lækningum við Háskóla Íslands og yfirlækni á Landspítalanum, sem tók síðar þátt í skurðaðgerð sem bjargaði lífi Andemariam. Í aðgerð- inni var græddur í hann plastbarki sem þakinn var stofnfrumum en slík aðgerð hafði aldrei áður verið framkvæmd. Um þessar mundir er ár liðið frá aðgerðinni og er heilsa Andemariams sífellt að batna. „Mér líður miklu betur en áður. Ég get núna unnið af fullum krafti og varið tíma með fjölskyldu minni eins og venjulegur maður. Ég þarf þó enn að fara reglulega á spítala vegna lítilla sýkinga eða annarra vandamála en þau er hægt að leysa með speglun og án þess að ég þurfi að fara í skurðaðgerð,“ segir And- emariam og bætir við að hann sé bjartsýnn á framtíðina. „Andemariam fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum 2009 en það uppgötvaðist ekki strax að hann væri með æxli og hvað þá að æxlið væri krabbamein. Þegar það kom í ljós þurfti að framkvæma neyðar- skurðaðgerð á honum og í kjöl farið fór hann í geislameðferð. Þetta virtist vera að bera árangur en svo fór æxlið að stækka aftur,“ segir Tómas og heldur áfram: „Ég ráð- færði mig í kjölfarið við erlenda sérfræðinga í æxlum sem þessum og fékk víðast hvar þau svör að fátt væri hægt að geri fyrir Andemari- am annað en að veita honum líknar- meðferð.“ Tómas segist ekki hafa verið fyllilega sáttur við þau svör enda hefði komið í ljós að Andemari- am væri mjög harður af sér. „Þá mundi ég eftir fyrirlestri sem ég hafði séð Dr. Paolo Macchiarini, á Karolínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð, flytja um barkaígræðslu sem hann hafði framkvæmt þar sem notast hafði verið við barka úr látnum einstaklingi sem hann hafði þakið stofnfrumum úr líffæra þeganum,“ segir Tómas og bætir við: „Slík aðgerð kom ekki til greina í þessu tilfelli vegna langrar biðar eftir líf- færi en Macchiarini hafði einnig gert tilraunir með gervilíffæri þakin stofnfrumum sem hann hafði grætt í dýr. Slík aðgerð hafði hins vegar ekki verið framkvæmd á manni. En við létum sem sagt að lokum slag standa og aðgerðin heppnaðist.“ Aðgerðin var gríðarlega flókin og tók um 20 klukkustundir. Þá tók hún mjög á Andemariam sem þurfti í kjölfarið að dvelja á gjör- gæslu í tvær vikur. Hefur hann hins vegar sýnt mikinn bata síðan. Þá hefur aðgerðin vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi enda hin fyrsta þar sem gervilíffæri þakið stofnfrumum hefur verið grætt í mann. Tómas segir að að gerðin hafi orðið aflvaki mikilla rann- sókna á þessum möguleika víða um heim og segir marga binda vonir við að aðgerðir sem þessar geti orðið algengar í framtíðinni. Gæti það haft mikil áhrif á læknavís- indin þar sem skortur á til tækum líffærum kostar ótal mannslíf á hverju ári. Aðgerðin á Andemariam og þeir möguleikar sem felast í notk- un stofnfruma í skurðaðgerðum verður meðal þess sem fjallað verður um á málþingi í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Hefst mál- þingið klukkan 10 og stendur til 12.30 en Tómas og Guðmundur Þor- geirsson, prófessor, verða fundar- stjórar. magnusl@frettabladid.is Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsett- ur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í mann. Heilsa Andemariams er sífellt að batna. TÓMAS OG ANDEMARIAM Andemariam starfar nú fyrir ÍSOR eftir að hafa numið jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Áður hafði hann stundað nám við jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 25° 21° 15° 20° 20° 16° 16° 24° 18° 27° 28° 31° 18° 19° 21° 16°Á MORGUN Hægur vindur víða en hvassara NV-til MÁNUDAGUR Hæg N-læg eða breytileg átt 7 12 10 6 7 8 8 8 11 10 8 5 3 6 5 6 6 5 6 7 14 2 8 9 6 8 10 12 9 8 6 7 MILT V-TIL en sval- ara A-lands. Víða nokkuð bjart í dag einkum N- og V-til en dálítil væta A-til. Dregur heldur fyrir SV-lands á morgun og stöku skúrir þar en annars bjartara yfi r. Hiti svipaður næstu daga að 15 stigum V-til en 4-9 stig A-til yfi r daginn. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður Ég ráðfærði mig í kjölfarið við erlenda sérfræðinga […] og fékk víðast hvar þau svör að fátt væri hægt að gera fyrir Andemariam … DR. TÓMAS GUÐBJARTSSON LÆKNIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.