Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2012, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 09.06.2012, Qupperneq 6
9. júní 2012 LAUGARDAGUR6 EFNAHAGSMÁL Íslenska ríkið þarf að greiða Landsbankanum 19,2 millj- arða króna vegna yfirtöku bankans á eignum og skuldum SpKef spari- sjóðs. Til viðbótar þarf ríkið að greiða hátt í tug milljarða króna vegna vaxta þar sem uppgjörið verður ekki klárað fyrr en í október 2018. Vextirnir, sem standa nú í 4,5 prósentum, eru breytilegir og því erfitt að áætla lokakostnað vegna þeirra. Vert er að taka fram að ríkið er langstærsti eigandi Landsbank- ans með 81,3 prósent eignarhlut. SpKef var stofnaður í apríl 2010 á grunni Sparisjóðsins í Keflavík og inn í hann voru sett innlán og eignir gamla sjóðsins. Fljótlega kom í ljós að gæði eigna SpKef voru ekki nægjanleg og að virði þeirra myndi ekki geta staðið undir þeim inn- lánum og skuldum sem færð voru yfir. Í mars 2011 var því ákveðið, á grundvelli greiningar Bankasýslu ríkisins, að Landsbankinn tæki yfir eignir og skuldir SpKef. Í uppgjörsreikningi sem endur- skoðandi SpKef skilaði í ágúst í fyrra kom fram að íslenska ríkið ætti að greiða 13,1 milljarð króna með SpKef við yfir- tökuna. Landsbankinn fram- kvæmdi þá sitt eigið mat á virði eignanna, sem að langstærstu leyti eru útlán, og komst að þeirri niðurstöðu að ríkið þyrfti að greiða 30,6 milljarða króna með þeim. Vegna þessa ágreinings var ákveðið að fela sérstakri úrskurðar- nefnd að skera úr um hversu mikið íslenska ríkið ætti að borga með SpKef og var Ragnar H. Hall hæsta- réttarlögmaður fenginn til að veita nefndinni formennsku. Hún skilaði loks niðurstöðu sinni í gær og kvað upp þann úrskurð að íslenska ríkið ætti að greiða Landsbankanum 19,2 milljarða króna vegna yfirtöku hans á SpKef. Það er sex milljörð- um króna meira en gert var ráð fyrir í upp- gjörsreikningi endurskoðanda SpKef. Oddný Harðardóttir fjármálaráð- herra segist fagna því að óvissu um málið sé eytt, þó það séu vonbrigði hversu mikið ríkið þurfi að borga en með því sé verið að standa við yfir- lýsingar stjórnvalda um að tryggja innstæður landsmanna. Ekki hafi verið rætt um að fella þá yfirlýs- ingu úr gildi. „Auðvitað er æskilegt að tryggingarnar hjá bönkunum séu með öðrum hætti, að það sé ekki ríkistrygging heldur trygging í gegnum innstæðutryggingasjóð. En þessi yfirlýsing hefur ekki verið tekin til baka.“ Að sögn Oddnýjar hafði ráðu- neytið gert ráð fyrir að ríkið þyrfti að greiða um 20 milljarða króna með SpKef, en niðurstaðan hafi ekki mikil áhrif á áætlanir í ríkisfjár- málum fyrir árið 2012. „Þetta verð- ur skráð í ríkisreikning fyrir árið 2011 en vextirnir munu þó koma inn í A-hluta reikningsins. Við reiknum með því að þeir séu um milljarður króna á ári.“ thordur@frettabladid.is ÖRYGGISMÁL Almannavarnanefnd Þingeyinga og embætti Lögreglu- stjórans á Húsavík standa í dag, laugardag, fyrir sjóslysaæfingu á Skjálfanda og á Húsavík. Um samstarf við almannavarna- deild ríkislögreglustjóra og Landhelgis gæsluna er að ræða. Æfð verða viðbrögð við bruna um borð í hvalaskoðunarskipi og markmið æfingarinnar eru einkum að prófa nýja viðbragðs- áætlun. Fjarskiptamál verða könnuð sérstaklega ásamt flæði þolenda frá slysstað á sjúkrahús. Eins hvort viðbragðsaðilar í umdæmi lögreglunnar á Húsavík hafi nægar bjargir til að takast á við hópslys á sjó. - shá Slys við hvalaskoðun sviðsett: Æfa viðbrögð við slysi á sjó HÚSAVÍK Æfingin hverfist um slys á hvalaskoðunarskipi. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Spennugolf 2012 verður á Haukadalsvelli Geysi föstudaginn 15. júní nk. Athugið að hámarksfjöldi er 48 þátttakendur. Verð er kr. 5.000.- Rúta fer frá RSÍ á Stórhöfða stundvíslega kl. 12:15 Skráning hófst 1. júní og lýkur 13. júní kl. 16. Þátttakendur vinsamlega skráið nafn, kennitölu, GSM, grunnforgjöf og hvort komið verði með rútunni. Sendið á: stefan@rafis.is eða í síma 580-5253 DÓMSMÁL Farið er fram á 16 ára fangelsis- dóm yfir Guðgeiri Guðmundssyni, sem særði framkvæmdastjóra Lagastoða lífs- hættulega í mars síðastliðnum. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissak sóknari sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að ótrúlegt væri að fórnarlambið, Skúli E. Sigurz, hefði lifað árásina af. Guðgeir er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Sakborningurinn gaf skýrslu fyrir dómi í gær þar sem hann tók fulla ábyrgð á árásinni og játaði á sig verknaðinn. Hann sagðist hafa verið mjög þunglyndur og vart sofið í tvær vikur í aðdraganda atviksins. Fram kemur á fréttavef Vísis að þegar Guðgeir var spurður um eftirsjá varðandi atvikið sagðist hann sjá eftir að hafa keypt mótorhjól sem kom honum upprunalega í skuldavandræði. Einnig að hafa skrifað undir lánið og hitt Skúla. Þá sagðist hann sjá eftir því að hafa ekki eytt meiri tíma í tölvuleiknum World of Warcraft. Skúli bar einnig vitni fyrir Héraðsdómi í gær. Hann sagðist strax hafa séð að ekki væri allt með felldu hjá Guðgeiri þegar hann kom á stofuna til hans. Skúli er með skerta hreyfigetu í hendi eftir árásina og gat fyrst byrjað að ganga fyrir um mánuði, tveimur mánuðum eftir árásina. Spurður út í andlegar afleiðingar eftir árásina svaraði hann: „Ég er ekki með martraðir, en ég hugsa mikið um þetta.“ - sv Guðgeir Guðmundsson sagðist taka alla ábyrgð á hnífaárásinni á Lagastoðum í Héraðsdómi Reykjavíkur: Saksóknari vill Guðgeir í 16 ára fangelsi DREGINN FYRIR DÓM Guðgeir sagðist sjá eftir því að hafa ekki eytt meiri tíma í að spila tölvuleikinn World of Warcraft. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SpKef mun kosta ríkið á þriðja tug milljarða SpKef mun kosta ríkissjóð 19,2 milljarða króna. Til viðbótar mun ríkið þurfa að greiða hátt í tug milljarða í vexti vegna skuldabréfs sem það gefur út. Fjármála- ráðherra segist hafa gert ráð fyrir því að ríkið myndi greiða um 20 milljarða. RÁÐHERRA Oddný Harðar- dóttir segir það vonbrigði hversu mikið ríkið þurfi að borga með SpKef. Ráðuneyti hennar hafi þó gert ráð fyrir því að niðurstaðan yrði svipuð þeirri sem nefndin komst að. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann verða að skoða áhrif niðurstöðunnar á bókfært virði eigna hans. „Við færðum ákveðna fjárhæð, 29-30 milljarða, á biðreikning vegna þess sem var áætluð áhætta okkar. Svo höfum við ekki hreyft málið síðan. Nú liggur niðurstaðan fyrir og það sem við munum gera er að við munum fara ítarlega yfir eignasafnið okkar.“ Spurður hvort bankinn geti þurft að bera kostnaðinn vegna þess munar sem var á mati hans á eignum SpKef og niðurstöðu nefndarinnar, en þar munar 11,4 milljörðum króna, segir Steinþór það ekki endilega þurfa að vera. Aðrir liðir á eignarhlið bankans gætu hækkað samhliða. „Það getur síðan vel verið að við munum komast að þeirri niðurstöðu að við séum ekki sammála nefndinni. Þá gæti það kallað á gjaldfærslu í rekstrarreikningi eða einhvers konar eiginfjár- leiðréttingu.“ Hann segir að niðurstaða yfirferðar bankans muni liggja fyrir áður en hann birtir hálfsársuppgjör í ágúst. Landsbankinn gæti þurft að gjaldfæra DANMÖRK Blaðamaður varð fyrir líkamsárás í Kristjaníu í Kaup- mannahöfn í fyrradag. Blaðamað- urinn var að taka ljósmyndir en slíkt er illa séð af sölumönnum í fríríkinu. Maðurinn var barinn, afklæddur og myndavélin tekin af honum. Hann náði að forða sér alls- nakinn. Áður hefur verið greint frá því að Kaupmannahafnarlög reglan hefur gefist upp á löggæslu í Krist- janíu. Aðgerðir þar þykja svo mannfrekar að lögreglan hefur ekki ráðist í neina slíka síðan í ágúst á síðasta ári. Ástandið í hasssölunni er talið af svipaðri stærðargráðu og árið 2004, en þá skar lögreglan upp herör gegn hasssölu á staðnum. - ktg Ráðist á blaðamann: Flúði nakinn frá Kristjaníu JAPAN, AP Yoshihiko Noda, for- sætisráðherra Japans, segir nauðsynlegt að endurræsa tvo af 50 kjarnorku- ofnum landsins til þess að efna- hagur landsins og landsmanna fari ekki á hlið- ina. „Japanskt þjóðfélag getur ekki lifað af ef við stöðvum alla kjarnaofna eða höfum þá áfram í biðstöðu,“ segir Noda. Eftir náttúruhamfarirnar í mars á síðasta ári, þegar kjarnorkuverið í Fukushima varð fyrir miklum skemmdum, lokuðu Japanir öllum kjarna- ofnum landsins og hafa síðan farið sérstaklega yfir öryggis- mál í þeim öllum. - gb Forsætisráðherra Japans: Vill endurræsa tvo kjarnaofna YOSHIHIKO NODA Samningur tryggir aðstoð Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rarik, Landsnet og Landsvirkjun hafa gert með sér þriggja ára samning með það að markmiði að tryggja aðstoð Lands- bjargar við fyrirtækin í vá og við önnur tilvik eða atburði þar sem aðstoðar kynni að vera óskað. Þá á Björgunar- skóli Landsbjargar að veita starfs- mönnum fyrirtækjanna aðgang að fræðslu samkvæmt námskrá skólans auk þess að halda sérnámskeið. SLYSAVARNIR Finnst þér viðhaldi á vegum á Íslandi ábótavant? JÁ 91,1% NEI 8,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú mikil tækifæri felast í vinnslu olíu á Drekasvæðinu? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.