Fréttablaðið - 09.06.2012, Page 11

Fréttablaðið - 09.06.2012, Page 11
9. júní 2012 LAUGARDAGUR 11 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is HREINGERNINGAR- FYRIRTÆKI Til sölu: Rótgróið hreingerningafyrirtæki með fasta samninga við fyrirtæki og húsfélög er til sölu. Áhugasamir aðilar vinsamlega hafið samband við Guðna Halldórsson (gudni@kontakt.is) eða Jens Ingólfsson (jens@kontakt.is) með tölvupósti eða í síma 414 1200. Fastir og góðir viðskiptavinir. Stöðug veltuaukning undanfarin ár. Hentar vel til sameiningar eða sem sjálfstæður rekstur. Ársvelta um 150 mkr. Mjög góð afkoma. H a u ku r 0 6 .1 2 MEIRA SKÚBB FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag BANDARÍKIN, AP Íbúar í bænum Newport í Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna ráku upp stór augu í vikunni þegar risastór flot- bryggja úr stáli og steinsteypu var komin upp í fjöru. Þegar nánar var að gáð reyndust vera merkingar á japönsku á bryggjunni, sem er tuttugu metra löng og 165 tonn að þyngd. Bryggjuna hafði sem sagt rekið yfir hafið frá Japan, en þaðan barst hún á haf út með flóðbylgj- unni miklu í kjölfar jarðskjálftans í mars á síðasta ári. Flóðbylgjan hrifsaði með sér fjórar flotbryggjur fyrir fimm- tán mánuðum. Sú sem nú er á ströndinni í Oregon er ein þeirra, en tvær hafa enn ekki fundist. Gífurlegt magn af hvers kyns rusli frá Japan hefur verið á reki um Kyrrahafið undanfarna fimm- tán mánuði. Nýverið fannst vélhjól í hvítum gámi á Graham-eyju út af vesturströnd Kanada. Í apríl síðastliðnum sökkti bandaríska strandgæslan fimm- tíu metra löngum fiskveiðibát út af strönd Alaska, en bátinn hafði rekið frá Japan. - gb Mikið magn af flotrusli berst til Bandaríkjanna eftir náttúruhamfarirnar í Japan: Níðþunga bryggju rak á land FLOTBRYGGJAN Í OREGON Fyrir fimmtán mánuðum hrifsaði flóðbylgjan í Japan þessa bryggju með sér á haf út. NORDICPHOTOS/AFP JÁKVÆÐ MERKI ÚR ATVINNULÍFINU Það eru jákvæð teikn á lofti í íslensku atvinnulífi. Fjölmörg fyrirtæki eru að ná eftirtektarverðum árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður. Arion banki fagnar þessum góða árangri. Kynntu þér málið á arionbanki.is HEILBRIGÐISMÁL Hafin er söfnun fyrir berkjuómspeglunartæki fyrir Landspítalann. Um er að ræða tæki sem notað er til sýna- töku úr eitlum í brjóstholi. Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, segir tækið mikilvægt. „Þetta er tækni sem hefur verið notuð í öllum nágrannalöndunum í nokkur ár og er orðinn hluti af almennri uppfærslu,“ segir Tómas. Tómas segir að nú þurfi að framkvæma opna skurðaðgerð neðst á hálsi til að taka sýni úr eitlum sem liggja mitt á milli lungnanna. Slíkt krefst svæf- ingar og innlagnar. Með nýja tækinu þarf aðeins að staðdeyfa sjúkling í kokið og hann er útskrifaður samdæg- urs. Þar að auki er nýja tækið sagt vera mun nákvæmara, hægt sé að fara dýpra ofan í brjóst holið og taka sýni úr nákvæmlega þeim eitli sem sé stækkaður. Tómas segist vera von góður um að söfnunin gangi vel. „Stefnan er sett á að við getum átt svona tæki í haust.“ - ktg Söfnun hafin fyrir kaupum á nýju berkjuómspeglunartæki á Landspítalann: Ný tækni í sýnatöku í brjóstholi LUNGNAMYND Á þessari brjóstholsmynd má sjá krabbamein í lunga. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.