Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 24
9. júní 2012 LAUGARDAGUR24 Þráir þú dýpri svefn? Heilsurúm í sérflokki *3,5% lántökugjald. 12 mánaða vaxtalaus k jör D Ý N U R O G K O D D A R Tilboðsdagar í júní! Nú er bjart Öllum rúmum fylgir ® svefngríma Tempur® Cloud heilsurúm 180 x 200 cm TILBOÐ 375.840,- Verð áður 469.800,- 20% afsláttur Herdís Þorgeirsdóttir Ólafur Ragnar Grímsson Þóra Arnórsdóttir Fjarvistarsönnun Forseti Íslands er þjóðkjörinn og það hefur í huga þjóðarinnar þýtt að þá stöðu skipaði grandvar einstaklingur enda hefur þjóðin lengst af borið virðingu fyrir þessu embætti. Vegna gagnrýni í viðauka við rannsóknar- skýrslu Alþingis á það hvernig sitjandi forseti beitti sér í þágu útrásarinnar hefur verið kallað eftir siðareglum um embættið. Í kjölfar hrunsins er mörgum ljóst að sterk peningaöfl eru í aðstöðu til að hafa áhrif á það hver er kjörinn forseti. Það er alþjóðlega viðurkennt vandamál að peningaöfl eru að ná tökum á „lýðræðinu“ í gegnum áhrif sín í fjölmiðlum. Siðareglur um samskipti forseta við viðskiptalífið eru „fjarvistarsönnun“ frá þeim veruleika en þær út af fyrir sig breyta honum ekki. Hvað varðar síðari spurninguna er sjálfsagt að forseti Íslands tali máli atvinnulífsins þannig að þjóni hags- munum þjóðarinnar og sæmi virðingu embættisins. Lýðræðið er grund- vallarreglan Varðandi heimild forseta að vísa málum í þjóðaratkvæði mótast afstaða mín af því að stjórnarskrána beri að skýra út frá lýðræðinu sem er grundvallarregla. Ef um mikilvæg, umdeild mál er að ræða þar sem ákvörðun er jafnvel óafturkræf verður að líta til þess að frumuppspretta ríkisvaldsins er sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar. Í ljósi þess að nú liggja fyrir tillögur um breytingar á stjórnar- skrá má geta þess að forseti hefur samkvæmt 26. gr. rétt til að skjóta frambúðargildi stjórnskipunarlaga undir þjóðardóm þótt frumvarpið hafi verið samþykkt í almennum kosningum milli þinga sem hafa málið til meðferðar. Málskotsrétturinn krefst þess að sá forseti Íslands búi yfir góðri dómgreind, þekkingu, innsæi og ábyrgð og hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur. Hagsmuni þjóðar- innar að leiðarljósi Forseti Íslands er talsmaður þjóðar- innar og því eru það hagsmunir hennar sem hann hefur að leiðarljósi í afstöðu sinni. Á alþjóðavettvangi gætir forseti að virðingu þjóðarinnar og íslenska ríkisins, hagsmunum þjóðarinnar og ábyrgð okkar í samfé- lagi þjóðanna. Hagsmunum þjóðar- innar er best borgið ef að málsvarar hennar tali einum rómi út á við. Það er þó ekki útilokað að aðstæður gætu verið þess eðlis að forseti teldi sig knúinn til að tala máli þjóðarinnar vegna þess að hags munum hennar væri ógnað og stór hluti þjóðarinnar væri þeirrar skoðunar sjálfur. Það er sannfæring mín að forseti sem talar fyrir grundvallargildum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkis geti ekki farið gegn stefnu stjórnvalda nema þau séu komin af leið. Skal reyna að skýra heildarmyndina Sé embætti forseta Íslands skipað einstaklingi sem hefur þekkingu, innsæi, burði og dómgreind og hefur hag þjóðarinnar eingöngu að leiðarljósi er ekki útilokað að hann komi að umræðu um stór pólitísk deilumál. Hvernig getur hann verið málsvari þjóðarinnar ef hann tekur ekki afstöðu? Það verður hins vegar að vera öllum ljóst að hann er engum hagsmunum háður öðrum en þjóðarinnar þegar hann talar. Enda á hann að tala af yfirvegun og þekk- ingu og í þeim tilgangi að reyna að skýra heildarmyndina. Aðalatriði að gagnsæi ríki Líkt og öllum þjóðhöfðingjum Evrópu ber forseta Íslands að styrkja atvinnu- líf, nýsköpun, fræði og menningu og að stuðla að framför landsins og tækifærum ungrar kynslóðar. Það þarf að gera í samræmi við kröfur hvers tíma og þannig að þátttaka í slíkum verkum sé öllum opin og jafn- ræðis gætt. Aðalatriðið er að gagnsæi ríki um slík verk líkt og gert hefur verið í áraraðir með upplýsingum á heimasíðu forsetaembættisins Forseti.is. Lýðræðislegur réttur þjóðarinnar Það er lýðræðislegur réttur þjóðar- innar samkvæmt stjórnarskránni að fá í sínar hendur stórmál ef hún er ósátt við niðurstöður Alþingis. Mál- skotsrétturinn er trygging þjóðarinnar fyrir slíkum rétti og hún mótar því sjálf þær aðstæður og röksemdir sem mestu skipta. Samhljómur er æski- legur Eins og ég hef ítrekað hvað eftir annað er æskilegast að samhljómur ríki milli forseta og ríkisstjórnar á þeim vettvangi. Þó geta komið á dagskrá stór mál þar sem forseti telur nauðsynlegt að fylgja fram- sýnum áherslum. Það gerði Ásgeir Ásgeirsson 1956-1958. Það gerði ég í Icesave-málinu. Forseti getur líka tekið frumkvæði í utanríkismálum eins og ég hef gert í rúm 10 ár í mál- efnum Norðurslóða. Á undanförnum misserum hafa bæði ríkisstjórn og Alþingi mótað sína stefnu í samræmi við þær áherslur. Það er fagnaðarefni. Eðlilegt að forseti tjái hug sinn Þótt forseti taki ekki þátt í daglegum umræðum eða átökum á vettvangi Alþingis og stjórnmála geta verið sett á dagskrá einstæð stórmál, líkt og breytingar á stjórnskipun lýðveldisins og aðild að Evrópusambandinu og eðlilegt að forseti tjái þjóðinni hug sinn í slíkum málum sem haft geta afgerandi áhrif á framtíð Íslendinga í áratugi og jafnvel aldir. Rammi um sam- skiptin mikilvægur Forsetinn á að bera hróður lands og þjóðar sem víðast, án þess þó að fleipra eða draga upp einhverja glansmynd. Honum ber að kynna íslenskt atvinnulíf, félagasamtök og menningu erlendis. En það er mikilvægt að setja ramma utan um þessi samskipti svo allir viti hvar þeir standa. Málskotsrétt skal nota í ýtrustu neyð Völdin sem felast í 26. greininni eru auðvitað umtalsverð. Þetta vald má þó ekki umgangast af neinni léttúð. Í þingræðisríki er það vald sem ekki verður beitt nema í ýtrustu neyð. Ég tel að það myndi verða til bóta ef einhvers konar lög um þjóðaratkvæðagreiðslur yrðu sam- þykkt og stjórnarskránni breytt til samræmis þar sem þörf krefur. Tali einni röddu á alþjóðavettvangi Nei, ég tel það ekki eðlilegt. Við Íslendingar eigum helst að tala einni röddu á alþjóðavettvangi þegar kemur að hagsmunum lands og þjóðar. Þess eru mörg dæmi í sög- unni að forsetinn væri ekki sammála ríkisstjórn en fyrri forsetar, þ.e. þeir sem komu á undan þeim sem nú situr, gagnrýndu aldrei stefnu ríkis- stjórnar opinberlega. Forsetinn sameini en sundri ekki Nei, ég tel að forsetinn eigi að vera til sameiningar í landinu, ekki til að sundra. Forsetaembættið væri á rangri leið ef það tæki þátt í pólitískum deilumálum á borð við aðild að Evrópusambandinu, virkjun Kárahnjúka eða kjör öryrkja svo örfá umdeild mál séu nefnd. Hvað aðildarumsóknina varðar þá er það alveg skýrt að þjóðin mun hafa lokaorðið í hreinni og beinni þjóðar- atkvæðagreiðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.