Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2012, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 09.06.2012, Qupperneq 33
Kvennafar og brennivín heyra sög-unni til á Landsmóti hestamanna og undantekning ef vín sést á fólki. Hestamenn eru þó ekki öðruvísi en annað fólk og eðlilega stungið úr einum og einum bjór þegar þeir koma saman á góðri stund. Fyrst og fremst eru þeir meðvitaðir um að Landsmótið er fjöl- skylduviðburður og íþróttamót,“ segir Haraldur Örn Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Landsmóts hestamanna, sem haldið verður með glæsibrag í Víðidal í Reykjavík 25. júní til 1. júlí. Landsmót hestamanna var síðast haldið í höfuðstaðnum fyrir tólf árum. „Töfrar Landsmóts felast vitaskuld í hestunum hvað okkur hestamenn varðar því Landsmótið hverfist um íslenska hestinn. Hins vegar er það dýrðin ein að upplifa stemninguna og sumarkvöldin í brekkunni, innan um alsæla hestamenn, einstaka gæðinga og landsins bestu skemmtikrafta. Mótið er því eins og jólin hjá okkur hestamönnum,“ segir Haraldur og líkir Landsmótinu við himnaríki á jörð. Á Landsmót hestamanna vinna sér rétt þúsund keppnishestar, hvort sem það eru ræktunarhestar eða hross í gæðinga- keppni. „Ég hvet alla til að svala forvitninni og koma í Víðidalinn til að sjá þann mikla mannlífsviðburð og ævintýri sem lands- mótið er. Landsmótið er langt í frá einka- samkoma hestamanna og því einstakt tækifæri fyrir aðra, svona steinsnar frá miðborginni, að sjá hvers kyns skemmt- un og veisla það er fyrir öll skilningarvit,“ segir Haraldur. En hvað um gesti sem verða hræddir nærri jafn stórum og öflugum skepnum og hestar eru? „Það er ekkert að óttast. Íslenski hesturinn er með einstakt geðslag og öll hross á mótinu skotheldir gæðingar. Það gildir þó hið sama og um aðrar skepnur að þær þarf að umgangast með virðingu og passlegum gassagangi. Hestar eru greindar og skynugar skepnur og miklir persónuleikar. Maður lærir því margt um sjálfan sig í umgengni við hesta,“ svarar Haraldur. ■ thordis@frettabladid.is EKKI DÝRT SPORT Haraldur segir hestamennsku ekki dýrari en margt annað sport. Hægt sé að fá góða hesta á góðu verði og góð, notuð reiðtygi. Þá sé alls ekki nauðsyn að eiga hesthús því hægt sé að leigja bása í hesthúsum fyrir sanngjarnt fé. MYND/ANTON HIMNARÍKI Á JÖRÐ HESTAJÓL Í VÍÐIDAL Senn breytist Víðidalur Reykvíkinga í töfraland hesta og manna. Þá gefst tækifæri til að upplifa ævintýri Landsmóts hestamanna í návígi. ÆVINTÝRI Landsmót hesta- manna verður haldið í Víðidal í Reykjavík, dagana 25. júní til 1. júlí. Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 BLÓMADAGUR Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG Blómadagur Skólavörðustígsins verður haldinn hátíðlegur í dag. Gatan er blómum skrýdd en íbúar og verslunareigendur hafa fengið afhent blóm til að skreyta götuna. Hjá Eggert feldskera verður „opinn hljóðnemi“, tónlistaratriði verða hjá gullsmiðnum Ófeigi og börn munu færa vegfarendum blóm og ávexti. Hrífandi náttúra, einstök menning og fjölbreytt dýralíf sem eiga varla sinn líkan, ævintýraleg upplifun í einstöku umhverfi. Við förum m.a. í Safariferð á jeppum og skoðun villt dýr í sínu náttúrurlega umhverfi. Sri lanka er eyjan sem Sinbað sæfari og Marco Polo heimsóttu á ferðum sínum. Við kynnumst framandi og heillandi heimi sem tekur á móti ferðalöngum með opnum örmum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.