Fréttablaðið - 09.06.2012, Page 51

Fréttablaðið - 09.06.2012, Page 51
LAUGARDAGUR 9. júní 2012 15 SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Starf sérfræðings á kjarasviði Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á kjarasviði sambandsins. Starf sérfræðingsins felst m.a. í að vera lykilsérfræðingur kjarasviðs í kjarasamningum kennara, túlkun kjarasamninga og ráðgjöf til sveitarfélaga. Sérfræðingurinn tekur þátt í kjarasamningagerð, nefndar- og stjórnarstörfum í tengslum við kjaramál og önnur mál er varða íslenskan vinnumarkað og sinnir samskiptum við stéttarfélög og aðra aðila vinnumarkaðarins. Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi og sérþekkingu á kjarasamningum þeirra aðildarfélaga KÍ sem semja við Samband íslenskra sveitarfélaga. Einnig góðrar almennrar þekkingar á laga- og kjarasamningsumhverfi opinbers vinnumarkaðar. Gott vald og færni í notkun á excel er nauðsynleg og þekking og áhugi á málefnum svei- tarfélaga. Viðkomandi þarf einnig að hafa hæfileika til þess að miðla upplýsingum í ræðu og riti og hafa gott vald á ensku og a.m.k. í einu Norðurlandamáli öðru en íslensku. Leitað er að einstaklingi, konu eða karli, sem hefur til að bera frum- kvæði, færni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum að fjölbreyttum verkefnum. Nánari upplýsingar veita Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs, netfang: inga.run.olafsdottir@samband.is, eða Magnús Karel Hannes- son, sviðsstjóri og starfsmannastjóri, netfang: magnus.karel.hannesson@samband.is, í síma 515-4900. Umsækjendum er bent á að frekari upplýsingar um Samband íslenskra sveitarfélaga eru á heimasíðunni, www.samband.is. Þar er einnig að finna starfsmannastefnu sambandsins og starfslýsingu fyrir starfið. Umsóknir, merktar Umsókn um starf á kjarasviði, berist eigi síðar en föstudaginn 15. júní 2012 til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík eða með tölvupósti á framangreind netföng. Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Þjónustufulltrúi Póstdreifing leitar að þjónustufulltrúa til starfa á dreif- ingardeild. Um framtíðarstarf er að ræða. Í starfinu felst meðal annars: • Símsvörun og móttaka ábendinga vegna dreifingar • Úthringikannanir • Samskipti við blaðbera • Bréfaflokkun og pökkun á dreifingarefni • Önnur tilfallandi verkefni Viðkomandi einstaklingur verður að búa yfir: • Mikilli þjónustulund • Góðri almennri tölvuþekkingu • Jákvæðni og drifkrafti Vinnutími er 13-18 virka daga og annan hvorn laugardag frá 7-12. Viðkomandi þarf að hefja störf fljótlega. Allar nánari upplýsingar um starfið gefur Dagný Ragnarsdóttir, deildarstjóri dreifingardeildar í síma 585 8330. Umsóknir um menntun og starfsferil skulu berast fyrir 10. júní næstkomandi á netfangið dagny@postdreifing.is Póstdreifing er öflugt dreifingarfyrirtæki sem sér meðal annars um dreifingu á Fréttablaðinu ásamt öðru dreifiefni. Hjá fyrirtækinu starfar samheldinn hópur einstaklinga með fjölbreytta reynslu og menntun. Póstdreifing ehf | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | www.postdreifing.is | s: 585 8300 Hreyfimyndasmiðjan Miðstræti óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Miðstræti er í Kaaber-húsinu, Sætúni 8, kraftmiklu orkuhúsi á öllum sviðum markaðs- og kynningarmála. Starfssvið: Framkvæmdastjóri stýrir daglegum rekstri, hefur með höndum tilboðsgerð, sér um samskipti við viðskiptavini og fer fyrir öflugum flokki starfsmanna í uppbyggingu fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að vaxa með starfinu með sameiginlega hagsmuni viðskiptavina og fyrirtækis að leiðarljósi. Lifandi þekking og áhugi á myndhreyfilausnum og grafík er nauðsynleg í starfi. Menntunar- og hæfniskröfur: Viðskiptafræðimenntun æskileg, þekking og reynsla á verkferli í hreyfimyndavinnslu og eftirvinnslu nauðsynleg sem og þekking á hönnun og framsetningu kynningarefnis almennt. Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg og þekking á Norðurlandamáli kostur. Hæfni í mannlegum samskiptum skilyrði. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þormóður Jónsson í síma 595-3600. Umsóknarfrestur er til 14. júní. Umsóknir sendist á netfangið framkvæmdastjóri@midstraeti.is Miðstræti er hluti af Kaaber-húsinu, lifandi vinnustaður þar sem andi sköpunar og metnaðar ríkir. Fyrirtækið hefur getið sér gott orð fyrir skemmtilegar og frjóar lausnir í hreyfimyndagrafík. Miðstræti tilheyrir einnig fullkomið hljóðstúdíó þar sem lokavinnsla á auglýsingum og hljóðsetning fer fram. Sætún 8 105 Reykjavík midstraeti.is LIFANDI OG HREYFANLEGUR FRAMKVÆMDASTJÓRI ÓSKAST Í MIÐSTRÆTI www.saft.is RÆDDU UM ÞÁ ÁHÆTTU SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ HITTA NETVIN sími: 511 1144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.