Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 78
9. júní 2012 LAUGARDAGUR42 BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Gott að það gengur aftur vel hjá þér og Kamillu, Jói! Já, nú getur þú séð eftir því að við vorum með eitthvað gott í gangi! Jú, jú! You know it! Saknarðu þess ekki? Svolítið! Verð að viðurkenna það! Ok Jói, hættu nú! Reynha náh henni upp! Þetta er klárlega svalt! Þetta er snilld! Klárlega! Klárlega mér að kenna, maður. Biðst klárlega afsökunar. Nýtt atviksorð, Pierce? „Klárlega“ er nýja „þokkalega“. Mér er alveg sama þó að hann elti þig heim. Þú mátt ekki eiga hann. Veistu hvað þessi dýr verða stór? Jæja, skoðum fótinn, Hannes. Hmmm... Þetta er frekar djúpur skurður. Þú þarft nokkur spor. Ókei. Með einu skilyrði. Að það verði ekki vont? Að ég fái risastórt ör. LÁRÉTT 2. berjast, 6. gjaldmiðill, 8. þvottur, 9. farvegur, 11. tveir eins, 12. kappsemi, 14. teygjudýr, 16. pípa, 17. gljúfur, 18. fát, 20. kvað, 21. auma. LÓÐRÉTT 1. skrifa, 3. tveir eins, 4. asfalt, 5. drulla, 7. röndóttur, 10. er, 13. náms- grein, 15. bor, 16. þjálfa, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. etja, 6. kr, 8. tau, 9. rás, 11. rr, 12. ákefð, 14. amaba, 16. æð, 17. gil, 18. fum, 20. ku, 21. arma. LÓÐRÉTT: 1. skrá, 3. tt, 4. jarðbik, 5. aur, 7. rákaður, 10. sem, 13. fag, 15. alur, 16. æfa, 19. mm. Fortíðin er skógur og í gegnum hann liggur stígur. Stundum er þægilegt, ákjósanlegt eða jafnvel bráðnauðsynlegt að beygja út af hraðbrautinni og leggja á þennan stíg. Eftir stígnum er hægt að rölta rólega, hlaupa, jafnvel hjólaskauta, stökkva og fela sig inni í runna ef einhver eða eitthvað birtist sem ekki er gaman að hitta, þótt það borgi sig nú oftast að mæta því, fara á trúnó við þá sem verða á stíg manns eða bara stoppa við bekk, hvíla sig og hugsa málið. UNDANFARNAR vikur hef ég fengið fjölda ánægjulegra ástæðna til að fara í göngutúr um stíginn minn; end- urfundir í gagnfræðaskólanum mínum, grunnskólinn átti stóraf- mæli, stórfjölskyldan hittist í stúdentaútskrift og svo áttu menntaskóla vinirnir einstaka stund á fimmtudagskvöldið til að minnast félaga sem fór frá okkur allt of snemma. Við öll þessi tækifæri var litið yfir farinn veg og mér fannst ég fá tækifæri til að njóta eða takast á við for- tíðina og meta og endur- meta aðstæður, atvik og samskipti í ljósi reynslu og tíma. ÞAÐ er nefnilega svo skrítið hvernig hægt er að skellihlæja að háalvarlegum hlutum árum eða ára tugum síðar, hvernig hægt er að faðma gamla kærastann, sem var grátið yfir í heilt ár, af engu nema væntumþykju, sættast við og fyrirgefa hrekkjusvíninu og biðja gömlu frænku afsökunar á því að hafa komið full í sextugsafmælið hennar. HVERNIG sorg dofnar, reiði dvínar, gleðin magnast, eins og hvað var rosalega gaman að taka strætó heim eftir busavígsluna, eða nei manstu ekki, okkur var ekki hleypt inn út af öllu slorinu og við urðum að labba, haha og manstu hvað var kalt? Alvara lífsins eins og það að einhver þoli mann ekki og hvernig hver sagði hvað við hvern um hvað hvenær. Sú staðreynd að annar vettlingurinn er enn þá týndur. Þeir sem ég hitti á þessum stíg, það sem ég á með þeim, þeir sem þekkja mig, muna hvernig ég var, sjá hvernig ég er, þekkja muninn. AUÐVITAÐ er ekki hægt að fyrirgefa allt og kannski engin ástæða til þess heldur. En tíminn gefur oft nýtt sjónarhorn, stundum dregur fjarlægðin fram hliðar, liti og áferð sem nálægðin við atburðina getur ekki gefið, ekkert frekar en hægt er að lýsa fíl sem stígur á tærnar á þér. SUMARIÐ er tími ættarmóta, hátíða á heimaslóð, grillveislu með góðum vinum. Skógarferða þar sem má finna það sem raunverulega skiptir máli. Fólkið sitt. Gönguferð á skógarstíg AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRI Aðstoðarskólastjóra vantar til starfa við Grunn- skólann á Þórshöfn. Leitað er eftir vel menntuðum og hæfum einstak- lingi sem er tilbúinn til að taka þátt í að stjórna og leiða farsælt skólastarf. Skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri vinna saman að stjórnun og faglegri stefnumótum skólans. Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra og hefur m.a. umsjón með fjármálum skólans í fjarveru skólastjóra. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til kennslu og kennslureynsla á grunnskólastigi • Framhaldsmenntun eða reynsla á sviði stjórnunar æskileg • Frumkvæði og góðir skipulagshæfileikar • Samstarfsvilji og hæfni í mannlegum samskiptum KENNARAR Grunnskólinn á Þórshöfn – Umsjónarkennari á miðstig Leitað er að: • Kennara með leyfi til kennslu í grunnskóla. • Metnaðarfullum og hugmyndaríkum einstaklingi • Kennara sem leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda. Einnig vantar skólaliða og stuðningsfulltrúa við skólann. Nánari upplýsingar veita: Arnfríður Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn S: 468 1164 og 899 3480 – skolastjori@thorshafnarskoli.is Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri S: 468 1220 og 821 1646 - sveitarstjori@langanesbyggd.is Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2012. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu um- sóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. LAUSAR STÖÐUR HJÁ LANGANESBYGGÐ Sunnudaga á Stöð 2 FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.