Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 80
9. júní 2012 LAUGARDAGUR44 44 menning@frettabladid.is Karma fyrir fugla nefnist nýtt íslenskt leikrit sem sýnt verður í Þjóðleikhús- inu næsta vetur. Verkið er frumraun þeirra Krist- ínar Eiríksdóttur og Kari Óskar Grétudóttur en þær skrifuðu það að miklu leyti í gegnum Skype hvor í sinni heimsálfunni. Þjóðleikhúsið hefur fest kaup á nýju íslensku leikverki, Karma fyrir fugla, eftir þær Kristínu Eiríksdóttur og Kari Ósk Grétu- dóttur og verður það sýnt í Kassanum á næsta leikári í leik- stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Þetta er frumraun þeirra Kristínar og Kari fyrir leiksvið en þær hafa unnið að verkinu í hálft annað ár. Báðar eru þær myndlistarmennt- aðar en Kristín hefur getið sér orð sem rithöfundur og sendi síðast frá sér smásagnasafnið Doris deyr árið 2010. „Okkur hafði lengi langað til að gera eitthvað saman, til dæmis halda myndlistarsýningu,“ segir Kristín um samstarf þeirra Kari. „Svo fengum við þessa hugmynd að skrifa leikrit og ólíkt flestum hug- myndum þá framkvæmdum við hana svo úr varð þetta verk.“ Karma fyrir fugla er lýst sem óvenjulegu og ágengu verki sem Kristín segir að fjalli meðal annars um ofbeldi, ójafnvægi, ranglæti og fegurð. „Það eru svona stóru hugtökin sem þetta verk hverfist um. Þetta er lýsing á ástandi sem við setjum inn í fjölskylduramma. Annars er best að segja sem minnst um sögu- þráðinn í bili því ég vil ekki ljóstra of miklu upp.“ Kristín og Kari hittust bæði og unnu að verkinu saman og skrifuðust á úr fjarlægð. „Ég var á ferðalagi um Asíu í hálft ár og þá skrifuðumst við mikið á í gegnum Skype. Það er mjög hentugur miðill fyrir leikrita- skrif, því textaboxið virkar eins og leikhúsdíalógur. En við skrifuðum líka mikið saman og lásum þá día- lóginn upphátt hvor fyrir aðra til að heyra hvernig setningarnar hljómuðu. Þetta fyrirkomulag hentaði okkur mjög vel og það myndaðist mjög mikil dínamík.“ Kristín segir talsverðan mun á því að skrifa skáldsögu og leikrit. „Við Kari hugsum báðar mjög myndrænt og gátum eytt miklu púðri í hvernig við sjáum sjónræna þáttinn fyrir okkur. Bókin er fast form en leikhúsið meira fljótandi; þótt verkinu sé lokið af hálfu höf- undar heldur það áfram að þróast í meðförum leikstjórans og leik- hópsins og oft bætist eitthvað við sem leikskáldið reiknaði ekki með. Þetta er ágæt þjálfun í að sleppa tökunum.“ Kristín og Karí leituðu beint til Þjóðleikhússins sem festi kaup á verkinu. Leikstjóri er sem fyrr segir Kristín Jóhannesdóttir, sem leik- stýrði síðast annarri frumraun, Svörtum hundi prestsins, eftir Auði Övu Ólafsdóttur fyrr í vetur. Með aðalhlutverk fer Þórunn Arna Kristjánsdóttir en aðrir leikarar eru Hilmir Jensson, Kristbjörg Kjeld, Maríanna Clara Lúthers- dóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og fleiri en Anna Rún Tryggvadóttir hannar leikmyndina. „Okkur líst stórkostlega á þennan hóp,“ segir Kristín, „og erum mjög glaðar yfir að fara að vinna með Kristínu Jóhannes- dóttur. Það verður mjög spenn- andi að sjá hvernig þetta á eftir að þróast.“ bergsteinn@frettabladid.is Þetta eru svona stóru hugtökin sem þetta verk hverfist um. Þetta er lýsing á ástandi sem við setjum inn í fjölskylduramma. KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR RITHÖFUNDUR Tónlistargagnrýnandi hins virta tónlistartímarits Opera Now, Neil Jones, fer fögrum orðum um upp- færslu Íslensku óperunnar á La Bohème í dómi í maíhefti tíma- ritsins. Jones hrósar bæði uppfærslu og söngvurum, sem hafi hvergi valdið vonbrigðum. Hann segir Huldu Björk Garðarsdóttur hafa verið „stórkostlega“ í hlut- verki dauðvona berklasjúklings, Gissur Páll Gissurarson hafa verið glæsilegan Rodolfo en einn af hápunktum sýningarinnar hafa verið söng Ágústs Ólafs- sonar, Hrólfs Sæmundssonar og Jóhanns Smára Sævarssonar. „Eftirminnilegast í þessari Bohème,“ skrifar Jones, „var þó hin fölskvalausa kátína í lok 2. þáttar, þar sem sviðið var aftur iðandi af öllum leikhópnum, þar á meðal heilli lúðrasveit sem lék gangandi á leið sinni inn á sviðið, og út af því aftur í gegnum áhorf- endasalinn. Þetta var sigur í leik- stjórn fyrir Jamie Hayes.“ Opera Now hrósar La Bohème í hástert GISSUR PÁLL OG HULDA BJÖRK Tónlistargagnrýnandi Opera Now hælir þeim Gissuri og Huldu sérstaklega. Á MORGUN sunnudaginn 10. júní, verður leiðsögn um sýninguna [I]ndependent People / Sjálfstætt fólk í Listasafni Íslands. Það er Rakel Pétursdóttir safnafræðingur sem sér um leiðsögnina, sem hefst klukkan 14. SPENNANDI KILJUR Fórnardauði Glæný bók um harðjaxlinn Jack Reacher „Sannleikurinn er sá að Reacher verður betri og betri.“ The New York Times Sumarhús með sundlaug Allir hafa eitthvað að fela. Hárbeitt og meinfyndin bók eftir Herman Koch, höfund metsölubókarinnar Kvöldverðurinn. Dauðadjúp Sálfræðileg glæpasaga af bestu gerð „... líklega besta bók Åsu Larsson til þessa.“ Booklist Gildir til 17. júní eða á meðan birgðir endast. 2.299,- KYNNINGAR- VERÐ 2.699,- 2.299,- KYNNINGAR- VERÐ 2.699,- 2.299,- KYNNINGAR- VERÐ 2.699,- FUGLAKARMA Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU KARI, KRISTÍN OG KRISTÍN Kari Ósk og Kristín Eiríksdóttir eru báðar myndlistarmenntaðar en fundu farveg fyrir samstarf með því að skrifa leikrit, sem Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir næsta vetur, Kammerhópurinn Nordic Affect heldur tónleika í dag á efri hæð Aðalstrætis 10, sem er ein elsta bygging Reykjavíkur. Á efnisskrá verður tónlist eftir nokkrar af þeim tónlistar- stjörnum sem störfuðu fyrir Prússakonung á svipuðum tíma og húsið var reist sem hluti af Innréttingum Skúla Magnús- sonar fógeta. Á milli atriða verður sagt frá bakgrunni verkanna en listrænn stjórnandi hópsins, Halla Steinunn Stefánsdóttir, er einnig þáttastjórnandi Girnis, grúsks og gloría, þáttar um tónlist fyrri alda á Rás 1. Flytjendur á tónleikunum eru þrír meðlimir Nordic Affect, þær Halla Steinunn Stefáns dóttir fiðluleikari, Georgia Browne þverflautuleikari og Guðrún Óskars dóttir semballeikari. Tónleikarnir hefjast klukkan 15 og er aðgangur ókeypis. Barokk í Að- alstræti 10 HALLA STEINUNN Tvennir tónleikar verða í dag í Hörpu undir heitinu Songs of the Soul. Á þeim kemur fram fjöl- þjóðlegur hópur tónlistarfólks úr röðum djasstónlistar, klass- ískrar tónlistar og heimstón- listar og leikur, útsetur og túlkar tónlist Sri Chinmoys. Hann var tónlistarmaður og tónskáld sem vann að friði og einingu milli manna. Ókeypis er á tónleikana sem haldnir eru klukkan fimm og átta. Miðar eru þó nauðsynlegir til að tryggja sæti, þá má nálgast í hljóðfæraversluninni Sangita- miya, Grettisgötu 7, Kaffi húsinu Garðinum, Klapparstíg 37 og heilsubúðinni Góð heilsa, gulli betri, Njálsgötu 1. Songs of the Soul í Hörpu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.