Fréttablaðið - 09.06.2012, Page 82

Fréttablaðið - 09.06.2012, Page 82
9. júní 2012 LAUGARDAGUR46 Nýir tímar og tækifæri í Frakklandi Þriðjudaginn 12. júní 2012 klukkan 8.15 - 10.00 í Norræna húsinu Fransk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir spennandi morgunverðarfundi undir yfirskriftinni Nýir tímar og tækifæri í Frakklandi. Aðgangur er án endurgjalds, en boðið verður upp á café et croissants. Skráning fram til hádegis 11. júní á: kristin@chamber.is. Fundarstjórar eru Björk Þórarinsdóttir, Arion banka, og Baldvin Björn Haraldsson, BBA Legal. Erindi flytja: - Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands - Marc Bouteiller, sendiherra Frakklands á Íslandi - Gilles Debruire, AFII (Invest in France Agency Northern Europe) - Halldór Benjamín Þorbergsson, Icelandair Group - Kári Sölmundarsson, HB Grandi - Guðmundur Þorbjörnsson, EFLA verkfræðistofa - Pétur Guðjónsson, Marel Starfsemi FRÍS hefur að mestu legið í dvala frá árinu 2010 og er fundurinn liður í því að færa starfsemi ráðsins til fyrri vegar, en ráðið var stofnað árið 1990. Reykjavíkurborg og Hönnunarmiðstöð Ís- lands í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efna til samkeppni um hönnun hjólastæða, hjólaskýla og annarra hjólagagna. Hönnunarsamkeppni Lýst er eftir hugmyndum að hentugum hjólastæðum, hjólaskýlum og öðrum munum eða mannvirkjum sem auðveldað geta fólki að nýta reiðhjól sem samgöngumáta í Reykjavík. Nánari upplýsingar og keppnislýsingu er hægt að nálgast á: www.reykjavik.is/samkeppni HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 12.00 The Icelandic Tattoo Convention verður haldin á Bar 11 alla helgina. Dagskrá verður í gangi í allan dag og tónleikar hefjast klukkan 21. Hljómsveit- irnar Sykur, Samaris og Retrobot spila. 14.00 Gíslavaka verður haldin í Húnaveri. Boðið verður upp á stemmur, lækjarvísur og kvenfélagskaffi. ➜ Upplestur 13.00 Helga Jóhanna, höfundur Nonnasagnanna, verður með sögustund fyrir leikskólabörn í Skemmtigarðinum Smáralind. Allir velkomnir. Seinni upp- lestrar verða klukkan 13.30 og 14.00. ➜ Umræður 14.00 Heimspekikaffihúsið kemur saman á Horninu, Hafnarstræti 15. Umræðuefnið er Vestræn gildi: Hver eru þau? ➜ Málþing 13.00 Málþing um ævi og störf Stefáns Einarssonar verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar. ➜ Tónlist 15.00 Kvartett sænska gítarleikarans Hans Olding og íslenska saxófón- leikarans Sigurðar Flosasonar spilar á öðrum tónleikum jazzsumartónleika- raðar veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu. Tónleikarnir fara fram utan- dyra á Jómfrúartorginu og er aðgangur ókeypis. 15.00 Kammerhópurinn Nordic Affect mun stíga á svið á efri hæð einnar elstu byggingar borgarinnar að Aðalstræti 10. Munu þau flytja tónlist eftir tónlistar- stjörnur sem störfuðu fyrir Prússakon- ung á svipuðum tíma og húsið var reist. Aðgangur er ókeypis. 17.30 Sænsku dauðarokkararnir í Entombed halda tónleika á Gamla Gauknum. Sólstafir leika með hljóm- sveitinni og eru tónleikarnir fyrir alla aldurshópa. 20.00 Vegareiði verður haldin í Bragg- anum við Sláturhúsið á Egilstöðum. Meðal þeirra sem fram koma eru 200.000 Naglbítar og VAX. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Ljótu hálfvitarnir spila á tón- leikum í Miðgarði í Skagafirði. 21.00 Þingeyska hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir heldur tónleika í Klifi á Ólafsvík. Nýtt lag þeirra, Ég ræ, verður á efnisskrá tónleikanna. 21.30 Hljómsveitir úr Vesturbæ Reykjavíkur halda sameiginlega tónleika á Þýska barnum. Um er að ræða hljóm- sveitina Vigri, tónlistar- og knattspyrnu- manninn Guðmund Reyni Gunnarsson, listamanninn Þunna, Mumma, Porquesi og fleiri. Sérkjör verða á barnum fyrir þá sem mæta í þýska landsliðsbúningnum. Ókeypis aðgangur. 22.00 Greifarnir spila á tónleikum á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi. 22.00 Sænska dauðarokkhljómsveitin Entombed heldur tónleika á Gamla Gauknum. Um upphitun sjá hljómsveit- irnar Sólstafir, Reykjavík!, Bootlegs og Gone Postal. Aldurstakmark er 20 ára. 22.00 Edgar Smári skemmtir gestum á Café Rosenberg. 23.00 Hljómsveitin Gildran og Bjartmar Guðlaugsson spila í Hlégarði í tilefni af landsmóti 50+ sem haldið er í Mosfellsbæ um helgina. 23.00 Magnús Einarsson og félagar halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Leiðsögn 12.00 Ingibjörg Helga leiðir gesti um sýningu sína, Mál er að mæla, í Listasal Mosfellsbæjar til klukkan 17. Sunnudagur 10. júní 2012 ➜ Tónleikar 16.00 Hljómsveitin The Saints of Boogie Street , tribute band fyrir Leonard Cohen, heldur tónleika á Merkigili á Eyrarbakka. Leikin verða lög af nýútkomnum geisladisk þeirra sem er til heiðurs Cohen. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög þegin. 20.00 Hljómsveitin The Saints of Boogie Street , tribute band fyrir Leon- ard Cohen, heldur tónleika á Kaffihúsi Sólheima í Grímsnesi. Leikin verða lög af nýútkomnum geisladisk þeirra sem er til heiðurs Cohen. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru þegin. ➜ Sýningar 11.00 Ljósmyndasýning pólska ljós- myndafélagsins Pozytywni opnar á Café Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík. 15.00 Sýningin Farfi og fegurð - sýning um sögu húsamálunar verður opnuð í Árbæjarsafni. ➜ Hátíðir 11.00 Fjölskyldu- og tónlistarhátíðin Kótelettan heldur áfram á Selfossi. Meðal annars verður Veltibíllinn á svæð- inu og Þorvaldur Halldórsson heldur útipoppmessu. Nánar á kotelettan.is. 20.00 Frum-hátíðin verður haldin á Kjarvalsstöðum. Um er að ræða árlega nútímatónlistarhátíð þar sem áhersla er lögð á að kynna meistaraverk nútíma- bókmenntanna fyrir tónlistarunnendum. Kammerhópurinn Adaper stendur að hátíðinni. Miðaverð er kr. 2.000/1.500 og frítt fyrir 16 ára og yngri. Athugið að aðeins er tekið við reiðufé. ➜ Upplestur 13.00 Helga Jóhanna, höfundur Nonnabókanna, verður með sögustund fyrir leikskólabörn í Skemmtigarðinum Smáralind. Allir velkomnir. Seinni upp- lestrar verða klukkan 13.30 og 14.00. ➜ Opið Hús 13.00 Yfir 100 ferðaþjónustubændur verða með opið hús í tilefni af útgáfu bæklings Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og Opins landbúnaðar, Upp í sveit. Sjá nánar á www.sveit.is. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík verður haldinn að Stangarhyl 4. Danshljómsveitin Klassík leikur létta danstónlist til klukkan 23.00. Aðgangs- eyrir er kr. 1.500 en kr. 1.300 fyrir félagsmenn FEB. ➜ Tónlist 16.00 Margrét Bóasdóttir og Chal- umeaux tríóið koma fram á Gljúfra- steini og flytja verk eftir Bach, Graupner og Heinichen auk íslenskra sönglaga. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 16.00 Andrea Jónsdóttir leikur klass- ískt rokk af plötum á Ob-La-Dí-Ob-La- Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. ➜ Leiðsögn 14.00 Rakel Pétursdóttir safnafræð- ingur stýrir leiðsögn um sýninguna [I]ndependent People / Sjálfstætt fólk í Listasafni Íslands. 14.00 Vala Garðarsdóttir, stjórnandi fornleifarannsóknarinnar á Alþingisreit á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, leiðir áhugasama um uppgröftinn. Leiðsögnin hefst fyrir utan Landnámssýninguna Reykjavík 871+2 við Aðalstræti 16. 14.00 Hjónin Sigurjón Pétursson og Þóra Hrönn Njálsdóttir leiða gesti um ljósmyndasýningar sínar Aðventa á Fjöllum og Ferðalangar á Fjöllum sem nú standa í Þjóðminjasafni Íslands. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, listfræðingur og verkefnastjóri, leiðir gesti um sýninguna Sjálfstætt fólk sem stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Laugardagur 09. júní 2012 ➜ Opnanir 14.00 Hið nýja útilistaverk Streymi tímans eftir Sólveigu Aðalsteinsdóttur verður afhjúpað í Litluhlið í Öskjuhlíð- inni. Hafþór Yngvason, safnstjóri Lista- safns Reykjavíkur, mun afhjúpa verkið og segja nokkur orð. Allir velkomnir. ➜ Sýningar 15.00 Sýning Guðrúnar Nielsen skúlptúrlistakonu opnar í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16. Á sýningunni eru ljós- myndir og módel af verkum sem flest hafa verið sett upp á erlendri grundu á árunum 1992 til 2012. 15.00 Nemendur af Sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík halda sýningu á verkum sínum í Gallerí Tukt á Pósthússtræti 3-5. Sýningin ber titilinn 10 mánuðir. 17.00 Vilborg Bjarkadóttir opnar sýn- ingu í sal Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17. ➜ Hátíðir 10.00 Fjölskyldu- og tónlistarhátíðin Kótelettan heldur áfram á Selfossi. Stútfull dagskrá þar sem meðal annars koma fram Blár Ópal, Íþróttaálfurinn, Retro Stefson, Páll Óskar og Sálin hans Jóns míns. Miðaverð á hátíðina er kr. 5.900. Nánar á kotelettan.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.