Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2012, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 13.06.2012, Qupperneq 2
13. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR2 SPURNING DAGSINS BIÐIN ER Á ENDA! HUNGURLEIKARNIR H FRAMALDA Á INNBUNDIN KILJA www.forlagid.i s – alvör u bókaverslun á net inu Bjartur Týr, fóruð þið í sauðburð? „Nei, láttu nú ekki eins og sauður!“ Bjartur Týr Ólafsson og Ármann Ægisson björguðu lambi úr sjálfheldu í Kaplagjótu í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. ÖRYGGISMÁL Ísland fær góða einkunn í nýrri rannsókn um slysavarnir barna sem kynnt var samtímis í 31 landi vítt og breitt um Evrópu í gær. Ísland fær hálfu stigi minna en Finnland og er í öðru sæti þátttökulandanna. Einkunnagjöfin byggist á frammistöðu stjórnvalda í slysa- vörnum barna, fé til reksturs verk- efnis og hvort virkur stýrihópur sé til staðar. Herdís Storgaard leiddi verk- efnið á Íslandi sem nefnist Árvekni og miðar að því að bæta öryggi í umhverfi barna. Verk- efnið hefur verið starfrækt síðan árið 1991. Síðan þá hefur banaslys- um á börnum fækkað um 65 pró- sent og öðrum slysum um helming. Lagaumhverfi á Íslandi er varð- ar slysavarnir barna hefur batn- að mjög síðan verkefnið var sett á laggirnar. Þó fær umgjörð um slysavarnir barna lægri einkunn en í fyrri niðurstöðum. Þar er því um að kenna að fjárveitingar til málaflokksins hafa dregist saman í kjölfar efnahagshrunsins. Íslensku gögnin í rannsókninni eru frá 2009. Það ár voru 16 pró- sent allra dauðsfalla barna og ung- menna af völdum slysa. Bent er á í niðurstöðum rann- sóknarinnar að þegar litið er á ástæður banaslysa vega umferð- arslys þyngst, sérstaklega í ald- urshópnum 15 til 19 ára. Einn- ig kemur fram að sjálfsvíg vega þyngst í sama aldurshópi þegar litið er á dauðsföll vegna ásetn- ings. Öryggisumhverfi barna á Íslandi mælist betra hér á landi en meðaltal allra landanna sem könnuð voru. Gögnin benda því til þess að ráðlagður öryggisbún- aður, eins og barnabílstólar, hjól- reiðahjálmar og reykskynjarar, sé aðgengilegur öllum fæddum börnum hér á viðráðanlegu verði. Þó eru björgunarvesti undanskilin en íslensk börn eiga minni mögu- leika á að komast yfir slíkt en jafn- aldrar þeirra í Evrópu. Herdís sagði að til að bæta stöðu Íslands enn frekar þyrfti að skapa betri umræðu í samfélaginu um slysavarnir. Þá lagði hún áherslu á að henni þætti mikilvægt að allar slysavarnir á vegum stjórnvalda væru undir sama þaki og þær yrðu samþættar að einhverju marki. Verkefnið miðlar forvörn- um sínum til foreldra ungbarna. Til þess hefur verið komið upp kennslurými í Slysahúsi þar sem foreldrum gefst tækifæri til að kynna sér helstu forvarnaúrræði á heimilum. Kynjahlutföll foreldra sem sækja kynningar í Slysahúsi hafa orðið jafnari á þeim tuttugu árum sem þjónustan hefur verið starf- rækt. Árið 1991 voru feður aðeins tvö prósent þeirra sem sóttu nám- skeiðin. Í dag er hlutfallið jafnt milli mæðra og feðra. birgirh@frettabladid.is Banaslysum barna hefur snarfækkað Ísland fær næstbestu einkunn í rannsókn á slysavörnum barna í Evrópu. Finn- land skorar hæst. Umferðarslys er helsta ástæða dauðsfalla vegna slysa ung- menna á Íslandi. Banaslysum barna hefur fækkað um 65 prósent síðan 1991. NIÐURSTÖÐURNAR KYNNTAR Öll börn á Íslandi eiga möguleika á ráðlögðum öryggis- búnaði, svo sem barnabílstól. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON RÚSSLAND, AP Tugir þúsunda mótmælenda komu saman í Moskvu í gær til að mótmæla Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Daginn áður hafði lög- reglan gert húsleit hjá tíu leiðtogum stjórnar- andstöðunnar og þeim var gert að mæta til yfir- heyrslu á sama tíma og mótmælin í gær voru áformuð. Mótmælin í gær voru þau fyrstu gegn Pútín síðan hann var vígður í forsetaembættið í maí. Mótmælagöngur voru haldnar í vetur og voru þær umbornar af stjórnvöldum. Nú hefur Pútín hins vegar tekið mun harðari afstöðu gegn slíkum mótmælum og skrifaði til að mynda undir lög í síðustu viku sem leggja mjög háar sektir á þá sem mótmæla án leyfis. Sektirnar eru nú 150 sinnum hærri en áður og jafnast nánast á við meðalárs- laun í Rússlandi. Stjórnarandstæðingar segja að um 120 þúsund manns hafi komið saman í Moskvu í gær en lög- regla sagði það hafa verið 20 þúsund manns. Leið- togar og framámenn í stjórnarandstöðunni mættu til yfirheyrslu hjá lögreglunni klukkustund áður en mótmælin hófust en nokkrir hunsuðu yfir- heyrslurnar þar til mótmælunum var lokið. - þeb Stjórnarandstæðingar í Rússlandi létu aðgerðir lögreglu ekki á sig fá: Tugþúsundir mótmæltu Pútín MÓTMÆLT Í MOSKVU Tugþúsundir söfnuðust saman í miðborg Moskvu í gær til að mótmæla. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNTAMÁL Umsóknum um nám í Háskóla Íslands fjölgar um 300 milli ára. Háskólanum bárust um 9.500 umsóknir um bæði grunn- og framhaldsnám sem er metaðsókn. Ef horft er til ársins 2009 hefur umsóknum fjölgað um heil fjöru- tíu prósent. Umsóknir um fram- haldsnám hafa aldrei verið fleiri frá upphafi. Umsóknum fjölgaði í öllum deild- um Háskólans nema á hugvísinda- sviði. Sú deild óx um 40 prósent í fyrra en þar fækkar umsóknum um rúm átta prósent í ár. Í tilkynningu frá háskólanum segir að í umsóknarhóp um grunn- nám séu afar lofandi og hæfileika- ríkir nemendur. Meðal þeirra séu flestir dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins. Háskóli Íslands hefur vaxið gríðarlega síðustu ár með samein- ingu við Kennaraháskóla Íslands árið 2008 og um 20 prósent við inn- töku nýnema árið 2009. Nemend- um fjölgaði enn árin 2010 og 2011. Áfram fjölgar nemendum skólans miðað við umsóknirnar í ár. - bþh Dúxar og semídúxar stærstu framhaldsskóla landsins sækja um háskólanám: Metaðsókn er í Háskóla Íslands ANNAÐ METÁR Umsóknamet var sett í fyrra en það hefur verið slegið með öllum 9.500 umsóknunum sem bárust skólanum í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ALÞINGI Lög sem eiga að tryggja einstaklingum með kynáttunar- vanda, transfólki, jafna stöðu fyrir lögum á við aðra voru sam- þykkt á Alþingi á mánudag. Með kynáttunarvanda er átt við það að upplifa frá unga aldri að hafa fæðst í röngu kyni og óska eftir að tilheyra því rétta. Samkvæmt lögunum verður stofnað teymi sérfræðinga á Landspítalanum sem sér um greiningu og að finna viðeigandi meðferð, til dæmis kynleiðrétt- ingu. - kóp Alþingi samþykkir frumvarp: Réttur trans- fólks tryggður ALÞINGI Alþingi hefur samþykkt breytingar á almennum hegning- arlögum til að efla varnir gegn kynferðis legri misnotkun barna. Ögmundur Jónas son innanríkis- ráðherra lagði fram frumvarp þess efnis. Fyrningar- frestur brota sem lúta að vændi og þátttöku barna í nektarsýningum og mansalsbrot gegn börnum hefst ekki fyrr en við 18 ára aldur, eftir laga- breytinguna. Þá er barngerving, þegar einstaklingar yfir 18 ára aldri eru sýndir á kynferðisleg- an eða klámfenginn hátt í hlut- verki barns, gerð ólögleg. Þá er refsivert að mæla sér mót við barn um netið, eða á annan hátt, í kynferðislegum tilgangi. - kóp Barngerving gerð refsiverð: Fyrning hefst við 18 ára aldur ÖGMUNDUR JÓNASSON HAFNARFJÖRÐUR Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa tekið upp nýjar reglur um samskipti leik- og grunnskóla í bænum við trúfélög. Nýjar viðmiðunarreglur voru samþykktar á mánudag og þar segir meðal annars að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja skólanna á skólatíma. Reglunum svipar mjög til þeirra sem mannréttindaráð Reykja- víkurborgar samþykkti fyrr í ár varðandi sama mál. Félögin mega þó koma á skólatíma og fræða börnin um starfsemi sína, sé þeim boðið af kennurum eða skólayfirvöldum. - sv Grunnskólar í Hafnarfirði: Breyttar reglur um trúfélög FORSETAKJÖR Alþjóðasetur hefur boðað forsetaframbjóðendurna sex til ráðstefnu í dag með það að markmiði að efla þátttöku inn- flytjenda í stjórnmálum á Íslandi. Frambjóðendurnir flytja tíu mínútna erindi hver á íslensku, en níu túlkar taka að sér að þýða erindin yfir á arabísku, ensku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, tagalog, taílensku og víetnömsku. Að því loknu verða spurningar úr sal þýddar á íslensku. Ráðstefn- an verður í Félagsmiðstöðinni á Aflagranda 40 milli klukkan 17 til 19 í dag. - sv Forsetaframbjóðendur funda: Ræður þýddar á níu tungumál ÍSLAND Ísland er friðsælasta land í heimi samkvæmt úttekt Global Peace Index sem birt var í gær. Þetta er annað árið í röð sem Ísland trónir á toppi þessa lista og í þriðja skiptið á fimm árum. Úttektin tekur til ýmissa þátta sem bornir eru saman í 158 ríkj- um, meðal annars tíðni morða og ofbeldisglæpa sem og fjölda í fangelsum og vopnaeign. Danmörk og Nýja-Sjáland eru jöfn í öðru sæti, nokkru á eftir Íslandi, Kanada er í fjórða sæti og Japan í því fimmta. Sómalía er neðst á listanum eins og síðasta ár. - þj Úttekt Global Peace Index: Hvergi friðsælla en hér á Íslandi FRIÐUR OG RÓ Mannlífið á Íslandi er jafnan friðsælt. Ísland mælist einmitt friðsælasta land í heimi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.