Fréttablaðið - 13.06.2012, Side 6
13. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR6
Klæjar þig og svíður
á milli tánna?
Þá gætir þú verið
með fótsvepp!Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis). Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húðmeðferðar á
fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri
eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að
bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann.
Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi:
Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
– drepur fótsveppinn, þarf aðeins að bera á einu sinni
15%
afslátturGildir í verslunum Lyfju. Gildir í júní
Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði / www.hotelork.is / info@hotel-ork.is / sími: 483 4700
Njóttu sveitasælunnar – kynntu þér tilboðin á hotelork.is
VINNUMARKAÐUR Atvinnuleysi mæld-
ist 5,6 prósent í maí samkvæmt mæl-
ingu Vinnumálastofnunar. Lækkaði
hlutfall atvinnulausra á vinnumark-
aði um 0,9 prósentustig á milli mán-
aða sem jafngildir því að atvinnulaus-
um hafi fækkað um ríflega þúsund.
Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna
síðan í desember árið 2008.
Talsverðrar árstíðasveiflu gætir
í atvinnuleysistölum og nær mælt
atvinnuleysi yfirleitt lágmarki á
hverju ári á tímabilinu júní til sept-
ember. Því er almennt búist við að
atvinnuleysi haldi áfram að minnka á
næstunni og gerir Vinnumála stofnun
ráð fyrir að atvinnuleysi verði á
bilinu 4,6 til 5,0 prósent í þessum
mánuði.
Til samanburðar við 5,6 prósenta
atvinnuleysi í maí var atvinnuleysi
7,4 prósent í sama mánuði í fyrra og
6,7 prósent í júní sama ár.
Á höfuðborgarsvæðinu var
atvinnuleysi í maí 6,3 prósent en
4,5 prósent á landsbyggðinni. Sem
fyrr er atvinnuleysi mest á Suður-
nesjum, eða 9,4 prósent, en minnst á
Vestfjörðum þar sem það er aðeins
2,0 prósent. Um 5,4 prósent karla
eru atvinnulaus og um 5,9 prósent
kvenna. - mþl
Vinnumálastofnun telur að atvinnuleysi gæti farið niður fyrir fimm prósent í þessum mánuði:
Atvinnuleysi ekki minna síðan í árslok 2008
ÍSAFJÖRÐUR Atvinnuleysi í landinu er
minnst á Vestfjörðum, tvö prósent.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Hlutfallslega lítið
Í samanburði við tölur frá
nágrannaþjóðum telst
atvinnuleysi hlutfallslega lítið
hér. Í apríl var meðalatvinnu-
leysi í ESB 10,3 prósent, þegar
það var 6,5 prósent á Íslandi. Í
sama mánuði var atvinnuleysi
8,4 prósent í Finnlandi, 8,2
prósent í Bretlandi, 7,8 prósent
í Svíþjóð, 7,7 prósent í Dan-
mörku og Bandaríkjunum en
einungis 2,6 prósent í Noregi.
SÝRLAND Ráðist var að bílalest
eftirlitsmanna á vegum Samein-
uðu þjóðanna þegar þeir reyndu
að komast inn í bæinn al-Haffa í
Sýrlandi í gær. Hópur fólks gerði
aðsúg að bílalestinni og kastaði
grjóti og járnstöngum að henni auk
þess sem skotið var á hana.
Herve Ladsous, aðstoðaryfir-
maður friðargæslu SÞ, sagði
aðspurður í gær að hann teldi að
nú mætti segja að borgarastyrjöld
væri brostin á í landinu. „Það sem
er að gerast er að stjórnvöld í Sýr-
landi hafa tapað yfirráðum yfir
stórum hlutum landsins, mörgum
borgum, yfir til uppreisnarmanna
og vilja nú ná völdum aftur.“
Áður höfðu bæði framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban
Ki-moon, og Kofi Annan, sérstak-
ur erindreki í málefnum Sýrlands,
lagt áherslu á að eftirlitsmenn
fengju óheftan aðgang að bænum
þar sem framin voru fjöldamorð
fyrr í vikunni og átök eru sögð
hafa harðnað. Reuters-fréttastofan
hefur eftir einum uppreisnarmann-
anna í bænum að ástandið sé skelfi-
legt. „Gleymið vopnunum, fólk
þarf lyf og mat. Eins og þið vitið
er stríðsástand í Sýrlandi. Herinn
gæti ráðist inn í Haffa á nokkrum
mínútum en þeir reyna í staðinn að
leggja bæinn í rúst.“
Þá sýnir ný skýrsla Sameinuðu
þjóðanna, sem kynnt var í Öryggis-
ráðinu á mánudag, að börn hafi
verið myrt, pyntuð, handtekin og
fangelsuð í átökunum í Sýrlandi.
Börn hafi verið beitt harðræði og
kynferðislegu ofbeldi. Þá séu þess
dæmi að börnin hafi verið notuð
sem vörn í árásum.
Radhika Coomaraswamy,
fulltrúi framkvæmdastjóra SÞ
í málefnum barna og hernaðar-
átaka, flutti Öryggisráðinu skýrsl-
una. Hún segir óvenjulegt að börn
séu tekin höndum, þau pyntuð og
myrt. Slíkt sjáist ekki víða og sé
hræðilegt. Tekin voru viðtöl við
fjölda barna og fyrrverandi her-
menn í stjórnarhernum vegna
skýrslugerðarinnar. Samkvæmt
skýrslunni eru líka dæmi um að
uppreisnarmenn hafi látið börn
berjast.
Bandaríkjastjórn sagði í gær að
rússnesk stjórnvöld væru að senda
Bashar al-Assad og stjórnvöldum
hans herþyrlur. Hillary Clinton,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
sagði að þyrlunar myndu auka
átökin í landinu gríðarlega mikið.
Hún kallaði eftir því að Rússar
hjálpuðu frekar til við að koma á
pólitískri lausn á málinu. Þá sögðu
Bandaríkjamenn að þeir óttuðust
að sýrlensk stjórnvöld væru að
skipuleggja frekari fjöldamorð í
al-Haffa. thorunn@frettabladid.is
Borgarastyrjöld sögð
skollin á í Sýrlandi
Sameinuðu þjóðirnar segja ástandið í Sýrlandi nú þannig að þar sé hafin borg-
arastyrjöld. Ráðist var á bílalest eftirlitsmanna SÞ við bæinn al-Haffa í gær.
Hermenn Assads sagðir bera fyrir sig börn og sagðir hafa pyntað þau og myrt.
SÝRLAND Forsætisráðherrar
Norðurlandanna fordæma árásir á
óbreytta borgara í Sýrlandi. Þetta
var samþykkt á fundi þeirra í
Norður-Noregi.
Í ályktun ráðherranna eru
fjöldamorðin í Houla og Quba-
yr sögð algjörlega óviðunandi.
Áframhaldandi árásir sýni að
sýrlensk stjórnvöld hafi að engu
friðaráætlun Kofi Annan á vegum
Sameinuðu þjóðanna. Kalla eigi
árásarmenn til ábyrgðar. - bþh
Forsætisráðherrar funda:
Fordæma árásir
á fólk í Sýrlandi
RÁÐHERRAR Jóhanna Sigurðardóttir
sótti fund forsætisráðherra Norður-
landanna 10. og 11. þessa mánaðar.
Gata lokuð í Njarðvík
Vegna framkvæmda verður Borgar-
vegur í Njarðvík lokaður við Holtsgötu
í dag og fram á morgun. Lögreglan á
Suðurnesjum bendir á að á meðan
verði einstefna á Holtsgötu frá
Hjallavegi að Borgarvegi.
Bensínfótarþyngsli
Þrjátíu ökumenn, sem í gær urðu á vegi
lögreglu á Reykjanesbraut, þar sem er
90 kílómetra hámarkshraði, reyndust
með „of þungan bensínfót“, eins og
lögreglan orðar það í tilkynningu. Þeir
voru allir kærðir fyrir of hraðan akstur.
Bent á snjallforrit
Almannavarnadeild lögreglunnar
vekur athygli á nýju snjallsímaforriti.
„Með forritinu geta ferðamenn kallað
eftir aðstoð ef um slys eða óhapp er
að ræða. Einnig geta þeir nýtt það til
að skilja eftir sig slóð, „brauðmola“,
en slíkar upplýsingar geta skipt
sköpum ef óttast er um afdrif við-
komandi ferðalanga,” segir í frétt á vef
lögreglunnar. Forritið, 112 Iceland, er
hægt að sækja á vefinn safetravel.is.
LÖGREGLUMÁL
SKULDAMÁL Egil Rokhaug, sér-
fræðingur í löggjöf og fram-
kvæmd greiðsluaðlögunar ein-
staklinga í Noregi, flutti erindi á
fundi hjá Umboðsmanni skuldara
á mánudag. Íslenska löggjöfin um
greiðsluaðlögun byggir að hluta á
þeirri norsku sem var eins og hin
íslenska sett í kjölfar fjármála-
krísu þar í landi en hin norska
varð á árunum eftir 1990.
Í máli sínu lagði Rokhaug
áherslu á að gæta þyrfti sam-
ræmis í því hvernig tekið væri á
málum skuldara. Fyrst um sinn
hefðu Norðmenn glímt við þann
vanda að brugðist hefði verið
með mjög mismunandi hætti við
umsóknum um greiðsluaðlögun á
ólíkum svæðum.
Þá taldi Rokhaug lykilatriði að
lánastofnunum og kröfuhöfum
væri skylt að taka þátt í samning-
um um greiðsluaðlögun. Fljótlega
hefði komið í ljós að margir kröfu-
hafar væru ekki tilbúnir til þess að
gefa krónu eftir af kröfum sínum.
Fyrir skuldarana og hagkerfið
sem heild væri þó skynsamlegt að
hafa úrræði sem þetta í boði.
Samkvæmt norsku lögunum
þarf skuldari í greiðsluaðlögun að
greiða vexti af öllum sínum lánum
í fimm ár frá samþykkt aðlögun-
arinnar. Þessi fimm ár er skuld-
arinn jafnframt á vanskilaskrá.
Að þeim tíma loknum eru allar
skuldir viðkomandi færðar niður
þannig að þær séu ekki hærri en
sem nemur verðmæti húsnæðis
viðkomandi.
Norska þingið hefur breytt
löggjöfinni um greiðsluaðlög-
un fjórum sinnum til að einfalda
greiðsluaðlögunina og til að lag-
færa vankanta á lögunum. - mþl
Norskur sérfræðingur flutti erindi um reynslu Norðmanna af greiðsluaðlögun:
Samræmis sé gætt við skuldaaðlögun
EGIL ROKHAUG Samkvæmt norskum
lögum um greiðsluaðlögun eru skuldarar
á vanskilaskrá í fimm ár frá samþykkt
aðlögunar og greiða á meðan vexti af
öllum sínum lánum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MÓTMÆLI UM HELGINA Þessi mynd birtist í gær og er sögð sýna mótmæli í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands á sunnudag.
Mótmælin hafa beinst gegn Rússum, sem eru helstu bandamenn Assads forseta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Átt þú þér uppáhaldslið á EM í
knattspyrnu?
Já 40,1%
Nei 59,9%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Kaupir þú notuð föt?
Segðu þína skoðun á Vísi.is
KJÖRKASSINN