Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.06.2012, Blaðsíða 24
13. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR20 timamot@frettabladid.is Innilegustu þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, bróðir, mágs, afa og langafa, KEN C. AMIN Kópavogsbraut 47. Sigurbjörg Jónsdóttir Aron Árnason Sigríður Elín Þorkelsdóttir Ervin Árnason Dagbjört Sigfinnsdóttir Anita Árnadóttir Sigurjón Páll Kolbeins Örn Árnason Margrét Þóra Einarsdóttir Orri Árnason Fanney Elín Ásgeirsdóttir Vishnu Amin Harpa Jósefsdóttir Amin barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, dóttir, tengdamóðir, fósturmóðir og systir, EYBJÖRG B. HANSDÓTTIR heimilislæknir, Sjávargötu 36, Álftanesi, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 3. júní síðastliðinn verður jarðsungin frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 14. júní kl 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á reikning til styrktar börnum hennar, 0318-13-000370, kt.: 040190-2879. Einar Trausti Kristinsson Stefanía Sunna Ragnarsóttir Sverrir Örn Einarsson Sigrún Alda Ragnarsdóttir Sindri Andrésson Kristján Ingi Ragnarsson Brynjar Freyr Ragnarsson Lilja Kristín Einarsdóttir Elínborg Þuríður Björnsdóttir fósturdætur og systkini. Þökkum auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts móður okkar, ömmu og langömmu, ÁSTU HELGU BERGSDÓTTUR. Hjartans þakkir til allra sem lögðu hönd á plóg við útförina. Indíana, Eva og Helgi tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, KRISTÍN VALDIMARSDÓTTIR lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 3. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gunnar Magnússon Magnús Gunnarsson Gunnhildur Gunnarsdóttir Lína Gunnarsdóttir Sveinbjörn Steingrímsson Kristín Gunnarsdóttir Egill Jóhannsson og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, JÓHANN ÓLAFSSON múrarameistari, Austurvegi 5, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 9. júní. Jarðarförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 15. júní kl. 14.00. Ólafur Þór Jóhannsson Þórunn S. Jóhannsdóttir Ingvar Páll Jóhannsson Þórhildur Arna Þórisdóttir Hulda Jóhannsdóttir Páll Valur Björnsson Sigríður Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TORFI JÓNSSON fyrrverandi lögregluþjónn, Kleppsvegi 62, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 9. júní. Útförin verður auglýst síðar. Hilda Torfadóttir Haukur Ágústsson Hlín Torfadóttir Gerður Torfadóttir Magnús Ingvar Torfason Sigrún Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, HJALTI GUÐMUNDSSON meindýraeyðir, Huldugili 6, Akureyri, lést fimmtudaginn 7. júní. Guðný Ósk Agnarsdóttir Ingibjörg Jóhannsdóttir Heiður Hjaltadóttir Arnar Már Sigurðsson Gígja Hjaltadóttir Agnar Kári Sævarsson Heiðrún Georgsdóttir Sigurlaug Sævarsdóttir Hilmar Þór Ívarsson afabörn og aðrir aðstandendur. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför okkar elskulega KJARTANS JÓNSSONAR Kjartansgötu 8. Sérstakar þakkir færum við göngufólki í Esjuhlíðum og félögum í Landsbjörgu fyrir veitta aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Ólöf Júlía Kjartansdóttir Árni Rúnar Inaba Kjartansson Anna Arnardóttir Ólöf Lena Inaba Árnadóttir Arna Katrín Inaba Árnadóttir Víkingur Davíð Inaba Árnason Ólöf E. Árnadóttir Jón Ólafsson Steingerður Jónsdóttir Örlygur Karlsson Ólafur Jónsson Skafti Jónsson Bente Nielsen „Litla norræna ráðstefnan okkar er orðin alþjóðleg,“ segir Erna Árnadótt- ir, formaður Íslenska lestrarfélagsins, en félagið skipuleggur lestrarráðstefnu sem varð skyndilega alþjóðleg. Ráð- stefnan verður haldin í dag og á morg- un í húsakynnum Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og er yfirskrift hennar hvatning, sköpun og meiri lestur. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við önnur norræn lestrarfélög og Evrópu- nefnd alþjóðlegu lestrarsamtakanna, International Reading Association. „Þetta er sextánda norræna lestrar- ráðstefnan. Síðasta var haldin fyrir tveimur árum í Finnlandi. Þá var Eystrasaltslöndunum boðið með og fyrirlestrar fluttir á ensku í fyrsta sinn. Við ákváðum í ár að kanna áhuga meðal annarra Evrópuþjóða og banda- rískra aðila. Áhuginn var slíkur að gestirnir sem við reiknuðum með að yrðu 60 til 70 manns eru nú orðnir fleiri en tvö hundruð talsins. Hún er því orðin mun stærri en við ætluðum okkur.“ Sérfræðingar margra landa fjalla um ýmsar hliðar lesturs og læsis. Aðal- fyrirlesari ráðstefnunnar verður Willi- am Brozo, prófessor við George Mason háskólann í Fairfax í Virginíufylki. Hann er höfundur fjölmargra bóka og greina um lestrarfræði en hann hefur öðlast frægð fyrir rannsóknir sínar og þekkingu á lestri og lestrarhvatningu drengja. Fyrirlestur hans tekur á því hvern- ig hvetja megi fólk, ekki aðeins stráka, til lesturs. Hvernig nota megi sköpun og fara aðrar leiðir í lestrarkennslu. Meðal íslenskra fyrirlesara er Ingi- björg Auðunsdóttir sem bendir á nauð- syn þess að efla læsi meðal íslenskra drengja en samkvæmt íslenskum hluta PISA-rannsóknar OECD frá 2009 telj- ast 23% 15 ára drengja í Reykjavík ekki geta lesið sér til gagns á móti 9% stúlkna. „Lestrarfræðingar hafa lengi velt vöngum yfir þeirri staðreynd að strák- ar eru síðri en stelpur í lestri og verða oftar seinna læsir,“ segir Erna og nefn- ir að miklu fleiri strákar glími við dyslexíu en stelpur en ákveðinn hluti ráðstefnunnar verður tileinkaður sér- kennslu. Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson heldur lokafyrirlestur ráð- stefnunnar. „Ísland hefur einu sinni áður haldið svona ráðstefnu. Það var árið 1995 og Einar Már Guðmundsson talaði síðastur með miklum glæsibrag. Þetta verður ekki síðra í ár.“ Eftir ráðstefnuna heldur Evrópu- nefnd alþjóðlegu lestrarsamtakanna fund sinn. Hana skipa fulltrúar margra Evrópulanda og munu þeir ræða leiðir til þess að bæta læsi í álfunni en staða þess er mörgum áhyggjuefni enda gera nútímasamfélög sífellt meiri kröfur til færni í máli, lestri og ritun. hallfridur@frettabladid.is ÍSLENSKA LESTRARFÉLAGIÐ: HELDUR ALÞJÓÐLEGA LESTRARRÁÐSTEFNU Efla þarf læsi íslenskra drengja ALÞJÓÐLEG Rúmlega tvö hundruð manns munu sækja lestrarráðstefnu um helgina sem skipulögð er af Ernu og Íslenska lestrarfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR Sigurður Jónasson forstjóri afhenti íslenska ríkinu Bessastaði að gjöf á þessum degi árið 1941 svo þar mætti verða bústaður ríkisstjóra og síðar forseta. Á þjóðveldisöld bjó skáldið og höfðinginn Snorri Sturluson á Bessastöðum en eftir lát hans sló Noregskonungur eign sinni á staðinn. Eftir einveldistöku Danakonungs urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs, landfógeta og amtmanns þar til yfirstjórn landsins fluttist til Reykjavíkur. Árið 1867 eignaðist skáldið og þingmaður- inn Grímur Thomsen Bessastaði en við lát hans árið 1896 keypti Landsbanki Íslands staðinn af ekkju hans, Jakobínu Jóns- dóttur. Tveimur árum síðar keyptu hjónin Skúli Thoroddsen ritstjóri og alþingismaður og kona hans Theodóra Thoroddsen skáldkona Bessastaði og bjuggu þar með börnum sínum tólf til ársins 1908. Þegar Skúli lést árið 1916 keypti Jón H. Þorbergs- son bóndi Bessastaði og bjó þar til ársins 1928 en eftir það bjó Björgúlfur Ólafsson læknir á staðnum 1928-1940. Sigurður Jónasson forstjóri keypti Bessastaði af Björgúlfi árið 1940 og afhenti ríkinu staðinn að gjöf ári síðar. ÞETTA GERÐIST: 13. JÚNÍ 1941 Íslenska ríkið fær Bessastaði ASLEY OG MARY-KATE OLSEN tvíburar, leikkonur og tískufrömuðir, eiga afmæli í dag. „Alltaf þegar við eigum frítíma viljum við helst vera heima.“ 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.