Fréttablaðið - 13.06.2012, Page 29

Fréttablaðið - 13.06.2012, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 13. júní 2012 25 hefur leyft sér að nostra við hvert smáatriði. Textinn er feykivel unn- inn, á köflum ljóðrænn og seiðandi, persóna Ásu skýrt dregin, en aðrar persónur síður, enda er öll sagan sögð út frá hennar sjónarhorni og það eina sem lesandinn kynnist eru hennar viðmið, sem eingöngu taka mið af henni sjálfri. Helsti galli sögunnar er einmitt þessi sjálfhverfni aðalpersónu og sögumanns. Hún minnir á köfl- um á Scarlett O‘Hara úr Á hverf- anda hveli en hefur því miður ekki sjarma Scarlett og lesandinn á ákaflega erfitt með að finna til samúðar með henni þrátt fyrir alla erfiðleikana í nútíð og fortíð. Þessi tenging við Scarlett er varla ómeð- vituð frá höfundarins hendi, enda titill bókarinnar og lokaorð sög- unnar vísun í hin frægu lokaorð Á hverfanda hveli: „After all, tomor- row is another day.“ Þjóðsögurnar íslensku leika einnig hliðarstef í sögunni, systk- inin þrjú, börn karls og kerlingar í koti, bera nöfnin Ása, Signý og Helgi eins og systurnar í þjóðsög- unni og Ása þarf að leysa ýmsar þrautir áður en hún getur gert sér vonir um að hreppa hamingjuna. Þessar bókmenntavísanir víkka söguna til muna og vekja skemmti- legar hugleiðingar og höfundur á hrós skilið fyrir að vefa þær inn í söguna. Það kemur alltaf nýr dagur er ekki auðveld bók aflestrar, sagan ekki falleg og persónur ekki gott fólk, en seiðurinn í textanum togar lesandann áfram síðu eftir síðu og það er gaman að lesa svo vel skrif- aða og vel unna bók frá nýjum íslenskum höfundi sem vonandi á eftir að láta okkur njóta krafta sinna lengi í viðbót. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Vel skrifuð saga um þekkt stef. Seiðandi texti og skemmti- legar bókmenntavísanir gera lesturinn að óvenjulegri og hressandi upplifun. Heilsueldhúsið VELKOMIN Á BIFRÖST Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is HHS Viðskiptafræði Viðskiptafræði Viðskiptalögfræði Frumgreinanám MA MA ML MS Frumgreinanám Grunnnám Meistaranám Umsóknarfrestur rennur út 15. júní Háskólinn á Bifröst er framsækinn skóli í viðskiptum, lögfræði og hugvísindum og háskólasamfélagið er frábært umhverfi fyrir börn og fullorðna. Á Bifröst vinnum við saman í hópum, getum unnið allt árið og erum í sterkum tengslum við atvinnulífið. Skoðunarferð um háskólaþorpið hefst á Bifrost.is Bækur ★★★ Það kemur alltaf nýr dagur Unnur Birna Karlsdóttir Bjartur Ása er rík, Ása er falleg, Ása á hið fullkomna líf í efri lögum sam- félagsins í New York ásamt sínum forríka manni og tveimur börnum. Ása á líka erfiða fortíð heima á Íslandi; drykkfelldan föður, svik- ulan kærasta og móður sem yfir- gefur börn og bú, en hún hefur falið þá fortíð djúpt í leynum hugans. Enginn veit þó sína ævina og einn góðan veðurdag yfirgefur eigin- maðurinn hana fyrir yngra módel, faðir hennar deyr og hún hrekst úr glamúrlífinu í NY heim í íslensku sveitina sína, þar sem hún gengur um heiðar og móa, vorkennir sjálfri sér og rifjar upp fortíðina. Ham- ingjan bíður svo handan við upp- gjörið – í líki karlmanns, en ekki hvað? Það kemur alltaf nýr dagur er fyrsta skáldsaga Unnar Birnu Karlsdóttur og hefur greinilega verið lengi í vinnslu og höfundur Ása, Signý, Helgi og Scarlett UNNUR BIRNA KARLSDÓTTIR „Það er gaman að lesa svo vel skrifaða og vel unna bók frá nýjum íslenskum höfundi,“ segir í ritdómi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gengið verðir að Kjarvalsreit annað kvöld í fyrstu göngu sum- arsins, sem menningarstofnanir Reykjavíkurborgar skipuleggja. Þá mun Jónatan Garðarsson, fjölmiðla- og fræðimaður, leiða göngur í Gálgahrauni ásamt Halldóri Ásgeirssyni mynd- listarmanni. Gangan er farin í tengslum við sýninguna Gálga- klettur og órar sjónskynsins – Sýning um samtal Jóhannes- ar Kjarvals við náttúruna og íslenska myndlist, sem nú stend- ur yfir á Kjarvalsstöðum. Í um aldarfjórðung heim- sótti Jóhannes Kjarval reglu- lega afskekktan stað í Garða- hrauni norðan Hafnarfjarðar, sem hann kenndi við Gálgaklett. Ekki verður séð að þessi staður hafi neitt sérstakt upp á að bjóða umfram það sem almennt gerist í íslensku hrauni, en andspæn- is formlausum hraunmyndun- um Gálgakletts málaði Kjarval engu að síður hátt á fimmta tug mynda, sem eru grunnurinn að sýningunni undir sýningar- stjórn Ólafs Gíslasonar. Sýning- in fjallar öðru fremur um fyrir- bærafræði sjónskynsins þar sem einnig er að finna verk eftir tuttugu aðra íslenska listamenn, sem enduróma nálgun Kjarvals við Gálgaklett sem viðfangsefni á einn eða annan hátt. Gangan hefst við bílaplan við Hraunvík, nærri Sjálands- og Ásahverfum þar sem eystri hluti Fógetagötu hefst, klukkan átta. Bílastæðið er merkt með friðlandsskilti. Einnig verður boðið upp á rútuferð fram og til baka frá Hafnarhúsi, Tryggva- götu 17, kl. 19.30. Gangan er hluti af Kvöld- göngudagskrá sem Borgarbóka- safnið, Listasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Minjasafn Reykjavíkur standa fyrir á fimmtudagskvöldum á sumrin. Gangan og rútuferðin eru öllum að kostnaðarlausu. Kvöldganga að Kjarvalsreit ÚR GÁLGAHRAUNI 1955 - 1960 Ein fjölmargra mynda sem Kjarval málaði í Gálga- hrauni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.