Fréttablaðið - 13.06.2012, Side 30

Fréttablaðið - 13.06.2012, Side 30
13. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR26 lifsstill@frettabladid.is 26 Ólympíuíþróttin strandblak hefur rutt sér til rúms á Íslandi á undan- förnum árum og tóku alls sextíu þátt í síðasta móti Blaksambands Íslands. Von er á fyrstu innivöll- unum næsta vetur sem mun opna nýjar dyr fyrir strandblökurum. HEILSA „Strandblak er mjög líkamlega erfið íþrótt, enda eru flestir strandblakarar í mjög góðu formi,“ segir Karl Sigurðsson, landsliðsþjálfari karla, kvenna og unglinga í strandblaki. Hann segir mikinn mun vera á strandblaki og inniblaki. „Í strandblaki er keppt í tveggja manna liðum en í sex manna liðum í inni- blaki, samt er völlurinn af svipaðri stærð og netið í sömu hæð,“ segir hann og bætir við að sandurinn breyti leiknum líka gríðarlega og geri hann erfiðari. „Fólk getur spilað inni- blakleiki í upp í tvo og hálfan tíma en fæstir standa lengur en í klukkutíma í strandblaki,“ segir hann. Strandblak er stundað um allan heim en þar sem það er útiíþrótt setur veðr- ið að sjálfsögðu stórt strik í reikninginn. Það eru því stórtíðindi í heimi strandblak- ara að opnaðir verða tveir innivellir í Sport- húsinu næsta vetur. „Hingað til höfum við bara getað æft í þrjá mánuði á ári en með tilkomu þessara valla verður þetta að heils- ársíþrótt. Það verður alveg geðveikt,“ segir Karl. Nú þegar er 31 völlur á landinu og segir Karl þeim fara ört fjölgandi, hann viti um sex velli sem séu á teikniborðinu eða í smíð- um núna. Aðspurður segir Karl strandblak hafa náð vinsældum hérlendis upp úr 2004. „Þá voru settir upp strandblakvellir í Fagralundi og upp frá því hófst æðið hérlendis. Fyrsta Íslandsmótið var svo haldið þá um haustið,“ segir hann. Síðan 2004 hafa verið haldin Íslandsmót á hverju hausti og nú er Blaksam- band Íslands farið að standa fyrir stigamóta- röð sem er í gangi allt sumarið. Fyrsta mótið í þeirri röð var um síðustu helgi og voru þar þrjátíu lið mætt til leiks, eða sextíu þátt- takendur. Karl er, eins og áður segir, landsliðsþjálf- ari í strandblaki en íslenskt landslið hefur keppt á smáþjóðaleikunum frá árinu 2005. „Besti árangurinn okkar var í Mónakó árið 2007 en þá lentum við í þriðja sæti,“ segir hann en átta þjóðir eru gjaldgengar til að taka þátt á leikunum sem haldnir eru annað hvert ár. tinnaros@frettabladid.is Flestir strandblak- arar í góðu formi VERÐUR HEILSÁRSÍÞRÓTT Karl segir mikið breytast í heimi strandblakara þegar opnaðir verða tveir innivellir í Sporthúsinu næsta vetur. FRETTABLADID/ERNIR HVAÐ ÞARF TIL AÐ STUNDA STRANDBLAK? Karl segir strandblak vera eina ódýrustu íþróttina sem hægt sé að æfa, allt sem þurfi til séu stuttbuxur og stuttermabolur. „Við spilum alltaf berfætt, svo það þarf ekki einu sinni að fjárfesta í rándýrum skóm. Svo er gott að eiga boltatuðru til að leika sér með. Getur ekki orðið einfaldara,“ segir Karl. Karl tekur sjálfur að sér kennslu og þjálfun í strandblaki, hvort sem er fyrir aðila sem vilja læra leikinn til að geta leikið sér eða þá sem vilja æfa íþróttina og keppa. Hann og konan hans, Heiðbjört Gylfadóttir, eru þau einu hérlendis sem eru með alþjóðleg þjálfararéttindi í strand- blaki. Strandblak er öðruvísi en aðrar íþróttir hvað það varðar að ekki þarf að skrá sig í félag til að geta keppt í íþróttinni heldur eru keppnir öllum opnar. Allar helstu upplýsingar um íþróttina og hvernig hægt sé að stunda hana má nálgast á www.strandblak.is. KYNLÍF Pör í heilbrigðum og stöðugum samböndum virðast ná að hvílast betur ef marka má nýja rann- sókn sem framkvæmd var af Wendy M. Troxel, prófessor í Háskólanum í Pittsburgh. Það að deila rúmi með einhverjum getur minnk- að stresshormón líkamans og aukið flæði oxýtós- íns, sem er hormón sem er þekkt fyrir að draga úr kvíða. Fólk sem deilir rúmi með öðrum er þannig lík- legra til að vera heilbrigt og úthvílt. Sérstaklega hafði þetta áhrif á konur og umtalsverður munur var á því hversu mikið betur konur í samböndum hvíldust en þær einhleypu. Hollara að sofa saman HEILBRIGÐARI Fólk sem deilir rúmi með öðrum er oft heilbrigðara en aðrir. HEILSA Svefnleysi getur skaðað fleira en frammi- stöðu þína í vinnunni, samkvæmt nýrri rannsókn sem samtök svefnsérfræðinga (the Associated Pro- fessional Sleep Societies) kynntu í Boston á mánu- dag. Samkvæmt niðurstöðum samtakanna eru þeir sem sofa í sex klukkutíma eða minna um nætur lík- legri en aðrir til að fá heilablóðfall. „Fólk veit hversu mikilvægt mataræði og líkams- rækt er til að koma í veg fyrir heilablóðfall. Fólk er ekki jafn meðvitað um áhrif svefnleysis. Svefn er mjög mikilvægur. Líkaminn stressast upp ef hann fær ekki nóg af honum,“ sagði Megan Ruiter, for- sprakki rannsóknarinnar. Svefn lengir lífið GÓÐA NÓTT Mikilvægt er að sofa nóg, samkvæmt nýrri rannsókn. NÝ MACBOOK FRÁ APPLE Apple kynnti á mánudag nýjar og uppfærðar Macbook Pro-fartölvur. Helsta nýjungin er nýr ofurþunnur skjár sem nær fjórum sinnum hærri upp- lausn en fyrri gerðir, eða 2.880 x 1.800 pixla.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.