Fréttablaðið - 14.06.2012, Qupperneq 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
skoðun 20
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Konur 50 plús
veðrið í dag
14. júní 2012
138. tölublað 12. árgangur
HVÍTT Í SUMARVEISLUStella McCartney bauð nokkrum stjörnum í veislu í New York
á þriðjudag þar sem hún kynnti hönnun sína fyrir 2013.
Mikið bar á hvítum klæðnaði hjá gestum. Meðal þeirra
voru Anne Hathaway, Jim Carrey, Lauren Hutton og Greta
Gerwig ásamt mörgum fleirum. Ferskjulitt og köflótt var
áberandi fyrir næsta ár.
V erslunin Dorma opnaði haustið 2008 rétt eftir að kreppan skall á. Reksturinn hefur gengið vel og sífellt fleiri aðilar leita til fyrirtækisins. „Það er nokkurs konar vertíð hjá okkur núna. Frá apríl og fram í september er vanalega brjálað að gera í að þjónusta þá sem reka hvers konar gistiaðstöðu fyrir ferðamenn,“ segir Garðar. Dorma býður allflest sem þarf fyrir gistiheimili; handklæðasett, sængur-verasett, rúm, sængur og allt þar á milli. „Ferðamannastraumurinn til landsins hef-ur aukist gríðarlega undanfarin misseri og við finnum fyrir því, enda búin að selja um 700 rúm á þessu ári. Svo þarf regllega að end ý
vefnaðarvöru en áður. Margir þeirra sem
versla hjá okkur koma aftur og aftur sem
lýsir ánægju viðskiptavinanna, enda erum
við með vandaðar vörur á mjög hagstæðu
verði.“ Dorma er staðsett á efri hæðinni
í verslunarkjarnanum í Holtagörðum. Þar er að finna einn stærsta sýningar-sal landsins með fjölbreyttu vöruúrvali
og faglegri þjónustu. „Hjá okkur vinnur
fólk með reynslu sem veit hvað það er að höndla með og veitir góða og faglega
þjónustu, sem skiptir miklu upp á að velja
rétta vöru hverju sinni.“ Garðar hefur verið viðloðandi rúm-bransann síðustu fi
BRJÁLAÐ AÐ GERA Í DORMA
DORMA KYNNIR Garðar Guðmundsson, verslunarstjóri Dorma í Holtagörð-
um, hefur verið önnum kafinn við að þjónusta hótel og gistiheimili. Verslunin
er með fjölbreytt vöruúrval fyrir aðila sem reka gistiþjónustu.
ALLT FYRIR HÓTEL OG GISTIHEIMILI Dorma býður all-flest sem þarf fyrir gistiheimili; hand-klæðasett, sæng-ur
MARGRA ÁRA REYNSLABræðurnir Garðar Haukur og Guð-mundur Helgi Guðmundssynir hafa starfað lengi í þessum bransa. „Margir viðskiptavinir koma aftur og aftur sem lýsir ánægju þeirra, enda erum við með vandaðar vörur á mjög hagstæðu verði.“
MYND/ANTON BRINK
SCHMENGERSCHUHMANUFAKTUR
KENNEL
teg 3371 - nett fylling, mjúkur og fæst í stærðum 70B, 75B, 80B,75C, 80C, 85C VERÐ KR. 2.750.- buxur fást í stíl í nokkrum stærðum á AÐEINS KR. 1.000,-
TILBOÐ - 50% AF
- aðeins fram að helgi eða meðan birgðir endast
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga
Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is
Verð: 9.750 kr.
NálastungudýBætir svefn og dregur úr verkjum
KONUR 50 PLÚS
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 Kynningarblað Mataræði, æskuljómi, hreyfing, hreinlætisvörur og kvennahlaup
Gott umtal, orðspor og frábær reynsla hafa breitt út vinsældir EGF-húðlín-unnar. Konur um víða veröld hafa prófað þær á eigin skinni og í kjölfarið sagt hvor annarri frá einstökum árangri,“ segir Eiríkur Sigurðsson upplýsingafulltrúi og vörumerkjastjóri hjá Sif Cosmetics sem framleiðir EGF-húðvörurnar.
Niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup sýna að 34 prósent íslenskra kvenna yfir fimmtugu nota EGF-húðvörur með undraverðum árangri.
„Flestar tala um aukinn æskuljóma, stinnari og sterkari húð, betri raka og jafnt og betra litarhaft. Þá heyr-
um við iðulega ánægjuradd-
ir kvenna sem hafa upplifað
hrós vina og kunningja um
hvað þær líta vel út,“ segir Ei-
ríkur.
Hróður varanna frá Sif
Cosmetics berst víða og vin-
sældir þeirra eru miklar og
vaxandi. Til dæmis eru húð-
droparnir mest selda snyrti-
varan um borð í f lugvélum
Lufthansa en þær fást einn-
ig um borð í vélum KLM og
Swiss Air.
„Fólk treystir hreinleika vörunnar og kann að meta að hún er framleidd á Ís-landi. Í EFG-vörunum eru engin paraben, litarefni né önnur aukefni og hún er því laus við skaðleg efnasambönd sem fyrirfinnast í mörgum þekktum snyrtivörum ð
„Margir frumuvakar gegna lykilhlutverki í líffræði húðar og þótt rannsóknir ORF hafi fyrst og fremst snúið að framleiðslu frumu-
vaka fyrir læknisfræðirannsóknir varð þess f ljótt vart að erlend snyrtivörufyrirtæki ásældust frumuvakana í snyrtivörur sínar. Fyrst stóð til að selja þá utan en vankunn-
átta erlendu fyrirtækjanna hefði senni-
lega eyðilagt virkni þeirra. Fljótlega var því tekin ákvörðun um að sérhanna nýja húð-
vöru sem viðhéldi virkni frumuvakanna,“ útskýrir Eiríkur um tilurð hinna einstöku EGF-húðdropa.
EGF-húðlínan inniheldur EGF-frumu-
vaka sem framleiddur er
með erfðatækni í íslensku
byggi.
„Við leggjum mikið upp
úr raunverulegum vísind-
um á bak við virkni EGF-
línunnar, gerum á þeim
tvíblindar prófanir og ná-
kvæma greiningu á húð
með nýju og fullkomnu óm-
skoðunartæki,“ upplýsir Ei-
ríkur.
„Ómskoðun á húðinni
sýnir að EGF styrkir kolla-
gen í undirlagi húðar, gerir hana stinnari og vinnur gegn sýnilegum áhrifum öldrunar,“ segir Eiríkur.
Á dögunum birti Dr. Ronald Moy, fráfar-
andi formaður Bandarísku húðlæknasam-
takanna, niðurstöður rannsókna á virknihú
Uppgötvuðu óvart æskubrunnÍ nýlegri könnun Capacent Gallup kemur fram að 34 prósent íslenskra kvenna yfir fimmtugu nota EGF-húðvörur að staðaldri. Árangurinn er undraverður. Húðin endurheimtir æskuljóma, hún verður stinnari og litaraftið jafnara og betra.
Eiríkur Sigurðsson, upplýsingafulltrúi og vörumerkjastjóri Sif Cosmetics, segir fyrirtækið leggja mikið upp úr raunverulegum vísindum á bak við virkni EGF-húðvaranna. Þær innihalda EGF-frumuvaka sem framleiddur er með erfðatækni í íslensku byggi.
MYND/STEFÁN
Ómskoðun
á húðinni
sýnir að EGF styrkir
kollagen í undirlagi
húðar, gerir hana
stinnari og vinnur
gegn sýnilegum
áhrifum öldrunar.
Býr til sár og marbletti
Elísabet Ormslev vinnur með latex,
vax og gerviblóð þegar hún farðar
sár, skurði og marbletti. Þar fyrir
utan syngur hún á tónleikum.
BIÐIN ER Á ENDA!
HUNGURLEIKARNIR
HALDA ÁFRAM
Fjölskylduhátíð 14.–16.júní
Opið til 21 í kvöld
Hoppukastalar,
candyfloss,
andlitsmálun og
blöðrur fyrir alla
Enginn göngugarpur
Reynir Ingibjartsson
skrifar um gönguleiðir á
Reykjanesskaga.
tímamót 30
í kvöld
Opið til
21
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
2
9
2
5
Ódýr laxveiðileyfi
Hvar er hægt að fá
laxveiðileyfi fyrir minna en
20 þúsund krónur?
veiði 54
Flengt í fjölda ára
Nýliðar í íslensku íþróttalífi
hafa svo árum skiptir verið
rassskelltir.
sport 32
LITLAR BREYTINGAR Í dag má
áfram búast við hægum vindi
eða hafgolu. Bjart með köflum og
horfur á skúrum síðdegis, einkum
SV-til og allra austast. Hiti 7-15°C,
hlýjast í innsveitum Vestanlands.
VEÐUR 4
13
9
10
9
10
EFNAHAGSMÁL Sparisjóðurinn í
Keflavík (SpKef) jók innlán sín
um 8,5 milljarða króna á árinu
2009. Áður höfðu þau aukist um
9,8 milljarða króna á síðustu mán-
uðum ársins 2008. Alls jukust þau
um tæp 30 prósent frá því skömmu
fyrir bankahrun og fram til loka
árs 2009. Á þeim tíma uppfyllti
sjóðurinn ekki lágmarkskröfur
Fjármálaeftirlitsins (FME) um
eigið fé og starfaði því á undan-
þágu. Kostnaður vegna innlána-
söfnunarinnar lendir á skattgreið-
endum. Alls tapaði SpKef 46,6
milljörðum króna á árunum 2008
til 2010. Þetta kemur fram í áður
óbirtum drögum að ársreikning-
um SpKef sem Fréttablaðið hefur
undir höndum.
Í drögum að ársreikningi SpKef
fyrir árið 2009 kemur fram að inn-
lán hans hafi verið orðin 63,2 millj-
arðar króna í lok þess árs. Þau voru
44,9 milljarðar króna um mitt ár
2008. Á sama tíma og sjóðurinn
jók við innlán sín rýrnaði virði
eigna hans um 17 milljarða króna
auk þess sem hann greiddi um 2,3
milljarða króna í laun, launatengd
gjöld og „annan rekstrarkostnað“.
SpKef starfaði fram í apríl 2010
þegar nýr SpKef var settur á fót.
Samkvæmt drögum að ársreikn-
ingi hans fyrir það ár tapaði sjóð-
urinn 11,9 milljörðum króna á því
ári. Þar kemur einnig fram að allar
eignir sjóðsins, „að undanskildum
100 milljónum króna, [voru] fluttar
yfir til SpKef sparisjóðs“. Hann tók
auk þess yfir „öll almenn innlán
auk skulda við Seðlabanka vegna
daglána og endurhverfra viðskipta
og önnur lán sem voru tryggð með
veðum í yfirteknum eignum“. Nýja
SpKef var síðan rennt inn í Lands-
bankann í mars 2011.
Úrskurðarnefnd komst að þeirri
niðurstöðu í síðustu viku að íslenska
ríkið eigi að greiða Landsbankanum
19,2 milljarða króna vegna yfirtöku
hans á SpKef. Til viðbótar er áætl-
aður vaxtakostnaður vegna greiðsl-
unnar um sex milljarðar króna auk
þess sem ríkið hafði þegar lagt
hinum fallna sjóði til 900 milljón-
ir króna í eiginfjárframlag þegar
hann var settur á fót. - þsj / sjá síðu 10
SpKef tapaði 50 milljörðum
Sparisjóðurinn í Keflavík tapaði 50 milljörðum króna á árunum 2008-2010. Á sama tíma jukust innlán hans
um tugi milljarða. Rekstrarkostnaður sjóðsins árið 2009, meðal annars launagreiðslur, var 2,3 milljarðar.
SJÓNVARP Vefþættirnir Hraðfrétt-
ir, sem nutu talsverðra vinsælda
á Mbl.is í vetur, verða í Kast-
ljósinu á RÚV
næsta vetur.
Benedikt
Valsson, sem
stjórnar Hrað-
fréttum ásamt
Fannari Sveins-
syni, segir að
velgengni þátt-
anna hafi komið
sér í opna
skjöldu.
„Velgengnin fór fram úr öllum
væntingum, svo þegar við höfð-
um lokið við tíu þætti á vefnum
fóru ákveðnar þreifingar af stað
um framhaldið,“ segir Benedikt
og viðurkennir að þeir hafi verið
eftirsóttir. Það hafi samt ekki
komið annað til greina en að fara
til RÚV þegar Sigmar Guðmunds-
son, ritstjóri Kastljóss, hafði sam-
band í vor.
„Það er ákveðinn draumur að
rætast að komast loksins að hjá
fjölmiðlahöllinni, eins og við
kjósum að kalla Efstaleitið,“ segir
Benedikt og bætir við að hann
hlakki til að hefjast handa og
útbúa Hraðfréttir fyrir RÚV.
- áp / sjá síðu 58
Af vefnum í sjónvarpið:
RÚV nælir í
Hraðfréttirnar
BENEDIKT VALSSON
milljarðar fóru í
laun, launatengd
gjöld og „annan
rekstrarkostnað“ árið 2009.
2,3
STRANDVEIÐUM LOKIÐ Hjónin Grétar Reynisson og Konný Breiðfjörð Leifsdóttir lönduðu afla
sínum á Arnarstapa um kvöldmatarleytið í gær. Þau höfðu þá verið úti allan daginn á báti sínum Brimsvölu. Síðasti
dagur strandveiðanna gekk ekkert sérstaklega vel fyrir þau enda þurftu þau að róa alla leið inn á Breiðafjörð til að
finna fisk. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SÝRLAND Radhika Coomaraswamy,
fulltrúi framkvæmdastjóra SÞ í
málefnum barna í hernaðarátök-
um, segir í samtali við Fréttablað-
ið að mikil ógn steðji að börnum í
Sýrlandi og brýnt að bætt verði úr
sem fyrst.
Skýrsla sem birt var í vikunni
varpar ljósi á grimmdarverk
stjórnarliða gegn börnum.
„Stöðu barna í Sýrlandi nú má
líkja við það sem konur þurftu
að þola í Bosníustríðinu á sínum
tíma,“ segir Coomaraswamy en
bætir því við að flestir ættu að
sjá hvernig ástandið í Sýrlandi er
orðið nú.
„Allir hljóta að átta sig á því að
eitthvað verður að gera í málunum
og draga verður þá til ábyrgðar
sem standa fyrir voðaverkunum.“
Össur Skarphéðinsson utanrík-
isráðherra tekur í sama streng og
segist hafa hvatt til þess að Örygg-
isráð SÞ vísi brotum stjórnarhers-
ins í Sýrlandi til Alþjóðadómstóls-
ins í Haag.
Coomaraswamy segir starf
stofnunarinnar erfitt að mörgu
leyti en árangur sé þó að nást.
„Við höfum þó náð nokkru fram
þar sem sautján lönd á lista okkar
hafa lagt fram áætlanir til úrbóta.
Þetta er takmarkaður árangur og
skrefin stutt, en í rétta átt þó.“
- þj / sjá síðu 4
Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna um mál stríðshrjáðra barna í Sýrlandi:
Illvirkjarnir verði dregnir til ábyrgðar