Fréttablaðið - 14.06.2012, Page 10

Fréttablaðið - 14.06.2012, Page 10
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR10 Sparisjóðurinn í Keflavík (SpKef) mun kosta íslenska skattgreiðendur um 26 milljarða króna í beinan kostnað, vexti og eiginfjár- framlög sem hafa tapast. Sjóðurinn fékk að lifa í um 30 mánuði eftir bankahrun þrátt fyrir að rekstrarfor- sendur hans hafi algjörlega brostið við það. Fram í apríl 2010, þegar nýr SpKef var reistur á rústum Sparisjóðsins í Keflavík (SpKef), tapaði sjóður- inn samtals 46,6 milljörðum króna, aðallega vegna virðisrýrnunar á útlánum. Auk þess fóru milljarðar í rekstrarkostnað SpKef á því tíma- bili sem hann fékk að starfa áfram. Á sama tíma jukust innlán hans um hátt í 20 milljarða króna. Þessi gegndarlausa innlánasöfnun ásamt óþarfa rekstrarkostnaði jók kostnað íslenska ríkisins vegna SpKef gríð- arlega. Vildarmenn fá risalán Í september 2008, mánuði fyrir bankahrun, kláraði Fjármála- eftirlitið (FME) gerð kolsvartrar skýrslu um Sparisjóðinn í Keflavík (SpKef). Í skýrslunni kom meðal annars fram að sjóðurinn hefði lánað á annan tug milljarða króna til um 80 einkahlutafélaga án hald- bærra veða og trygginga. Á meðal þeirra sem fengu lánað voru starfsmenn og stjórnendur sjóðsins, stjórnarmenn hans, sveit- arstjórnarmenn á svæðinu og aðil- ar tengdir þeim. Á sama tíma var FME fullkunnugt um að sparisjóð- urinn stóð í stórtækum áhættufjár- festingum með hlutabréf í gegnum fjárfestingafélagið Kistu, líkt og lýst er í hliðarefni. Nokkuð ljóst er að eiginfjár- hlutfall SpKef hefur farið undir hið lögboðna átta prósenta hlutfall strax við hrunið. FME veitti honum hins vegar ítrekað undanþágu til að starfa áfram þrátt fyrir að sjóður- inn væri ekki starfhæfur. Engar sýnilegar hömlur voru heldur sett- ar á starfsemi sjóðsins eftir hrun- ið. Þvert á móti var honum leyft að auka innlánasöfnun sína gríðarlega. Sett í gírinn Samhliða setningu neyðarlaganna gekkst íslenska ríkið í allsherjar- FRÉTTASKÝRING: Kostnaður íslenska ríkisins vegna Sparisjóðsins í Keflavík Þórður Snær Júlíusson thordur@fréttabladid.is www.volkswagen.is Frelsi til að ferðast Volkswagen Tiguan Komdu og reynsluaktu Volkswagen Tiguan Tiguan Sport & Style kostar aðeins frá 6.190.000 kr. Fullkomið leiðsögukerfifyrir Ísland Volkswagen Tiguan sportjeppi eyðir aðeins 5,8 l á hverja 100 km. Aukinn líftími SpKef jók kostnað ríkisins KOSTNAÐARSÖM TILRAUN Á þeim viðbótarlíftíma sem Sparisjóðurinn í Keflavík fékk að lifa eftir bankahrunið safnaði hann hátt í 20 milljörðum króna í viðbótarinnlán. Alls nema þau innlán sem ríkið ber ábyrgð á vegna hans 75,6 milljörðum króna, samkvæmt ársreikningi Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fjárfestingarfélagið Kista var stofnað í árslok 2006 af Sparisjóðnum í Keflavík (SpKef), SPRON og fleiri minni sparisjóðum til að fjárfesta í Existu, fjárfestingarfélagi sem stýrt var af bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmunds- sonum. Stærsta eign Existu var síðan um fjórðungseign í stærsta banka landsins, Kaupþingi. Geirmundur Kristins- son, sparisjóðsstjóri SpKef, sat í stjórn Kistu frá stofnun þess félags og fram yfir bankahrun, enda átti SpKef 31,4 prósenta hlut í félaginu. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að Kista hafi aukið eignarhlut sinn í Existu umtalsvert á árinu 2007 með lánum frá Kaupþingi, Glitni og Straumi. Í lok þess árs var Kista orðin annar stærsti hluthafinn á eftir Bakkavararbræðrunum og hluturinn var metinn á um 20 milljarða króna. Á móti skuldaði félagið hins vegar 17,3 milljarða króna og Kista hafði tapað 8,5 milljörðum á árinu vegna fallandi hlutabréfaverðs í Existu. Vegna þessa juku hluthafarnir, þar á meðal SpKef, hlutafé Kistu um 7,1 milljarð króna snemma árs 2008 auk þess sem þeir lögðu fram auknar ábyrgðir til að ekki væri hægt að gjaldfella lánin. Við bankahrunið varð eign Existu í Kaupþingi, og um leið eign Kistu í Existu, verðlaus. SpKef hafði tapað milljörðum króna í áhættufjárfestingum í Existu. Sparisjóðurinn tapaði stórkostlega á bréfum í Existu ábyrgð á öllum innlendum innlán- um. Hjá stóru bönkunum þrem- ur voru innlán færð í nýja banka ásamt gríðarlegu magni eigna. Hjá SpKef áttu eignirnar hins vegar bara eftir að rýrna. Stuttu fyrir hrunið námu innlán hjá SpKef 44,9 milljörðum króna. Eftir það jókst þörf sjóðsins fyrir laust fé gríðarlega og var ráðist í sameiginlegt átak um að dæla inn- lánum inn í hann. Reykjanesbær gaf út skuldabréf upp á 2,5 millj- arða króna og lagði andvirðið inn í sjóðinn. Grindavíkurbær lagði tvo milljarða króna inn í hann. Líf- eyrissjóðir og fyrirtæki á svæðinu færðu sömuleiðis miklar fjárhæðir úr öðrum fjármálastofnunum. Í lok árs 2008 höfðu enda innlán SpKef hækkað um 9,8 milljarða króna. Þorri aukningarinnar átti sér stað eftir að ríkið ábyrgðist allar inn- lendar innstæður. Gerði samning við sig sjálfan Með öll hin nýju innlán gat SpKef starfað tiltölulega óáreittur fram- an af árinu 2009, enda nægt laust fé til staðar. Auk þess var ljóst að pólitískur vilji var til staðar hjá nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna um að endurreisa sparisjóðakerfið með SpKef sem einhvers konar hryggjarstykki. Um mitt ár 2009 tilkynnti Geir- mundur Kristinsson sparisjóðs- stjóri, sem hafði stýrt sjóðnum í nítján ár, að hann ætlaði að láta af störfum. Við þessi tímamót undirbjó Geir- mundur starfslokasamning fyrir sjálfan sig sem tryggði honum hálfs árs laun án vinnufram- lags til viðbótar við laun út árið 2009. RÚV greindi síðar frá því að ákvæði hefðu verið í samningn- um sem felldu niður háar skuldir sonar Geirmundar og sáu til þess að ferðakostnaður vegna afmælis Geirmundar yrði greiddur af sjóðn- um. Eftir að fréttist af þeim ákvæð- um voru þau tekin út. 18,3 milljarða innlánaaukning Yfirvöld voru þó ekki í rónni yfir starfseminni og í júní 2009 setti FME sérfræðing, Soffíu Björgvins- dóttur, inn í SpKef til að hafa eftirlit með starfseminni. Samkvæmt drögum að ársreikn- ingi SpKef fyrir árið 2009, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að innlán SpKef voru komin í 63,2 milljarða króna í árs- lok þess árs. Þau jukust því um 8,5 milljarða króna á árinu og höfðu aukist um 18,3 milljarða króna frá því skömmu fyrir bankahrun. Á sama tíma rýrnuðu eignir bankans um 17 milljarða króna. Sjóðurinn greiddi auk þess 2,3 milljarða króna í laun og „annan rekstarkostnað“ á því ári. Nýr SpKef Í apríl 2010 skilaði SpKef inn starfs- leyfi sínu eftir að hluti kröfuhafa hans hafnaði tillögum um fjárhags- lega endurskipulagningu. Auk þess glímdi sjóðurinn við veruleg lausa- fjárvandræði. Nýr sjóður, SpKef sparisjóður, var stofnaður samtímis og í drögum að ársreikningi gamla SpKef fyrir árið 2010 segir að allar eignir hans, að undanskildum 100 milljónum króna, hafi verið fluttar yfir í nýja sjóðinn. Skuldir upp á 24 milljarða króna voru skildar eftir. Hann hafi líka tekið yfir öll innlán „auk skulda við Seðlabanka vegna daglána og endurhverfra viðskipta og önnur lán sem voru tryggð með veðum í yfirteknum eignum“. Í ársreikningnum segir ennfrem- ur að niðurstöður bráðabirgðamats á þeim eignum sem nýi sjóðurinn tók yfir bendi til þess að „virði þeirra eigna sem SpKef tók yfir sé töluvert lægra en virði innlána og annarra skulda sem voru yfir- teknar“. Ríkið setti 900 milljónir króna inn í hinn nýja SpKef sem nýtt eigið fé. Af ofangreindu er augljóst að það var langt frá því að vera nægi- legt til að hann uppfyllti lögbundið eiginfjárhlutfall. Eignir rýrnuðu um tugmilljarða Nýja sjóðnum var svo rennt inn í Landsbankann í mars 2011. Miðað við niðurstöðu úrskurðarnefndar sem áætlaði virði eigna hans, og skilaði niðurstöðu sinni í síðustu viku, rýrnuðu eignir hans um 26,1 milljarð króna á meðan hann var starfræktur. Heildarvirði þeirra eru tæplega 57 milljarðar króna á meðan skuldir hans voru um 76 milljarðar króna. Nokkuð ljóst er að sjóðurinn upp- fyllti aldrei lausafjárreglur Seðla- bankans í það tæpa ár sem hann starfaði, enda þurfti hann ítrek- að að fá lausafjárfyrirgreiðslu hjá bankanum til að mæta útflæði inn- lána. Alls skuldaði SpKef Seðla- bankanum og öðrum fjármála- fyrirtækjum 13,9 milljarða króna við yfirtöku Landsbankans. Þar af voru tíu milljarðar króna skuld við Seðlabankann og sex milljarð- ar króna af henni vegna lána sem bankinn veitti SpKef á grundvelli skaðleysisyfirlýsingar. Í henni fólst að öll viðskipti sjóðsins við Seðla- bankann voru bundin skilyrðum um ábyrgð af hálfu ríkissjóðs vegna innstæðna. Því jókst ábyrgð ríkis- sjóðs á innlánum SpKef ekki vegna þessara viðskipta. Hún minnkaði að sama skapi ekkert heldur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.