Fréttablaðið - 14.06.2012, Page 12
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR12
Íslenskar gullauga kartöflur
Íslensk hreindýrasteik úr læri
120 gr Hamborgarar • Gott verð
FLOTTUR STÓR HUMAR
5.500 kr.kg ( 1 kg. í öskju )
Heitur matur frá
11.30 - 13.30
og 17.00 - 19.00
Góð Laxaflök
Fisksteikur í úrvali
Fiskur á grillið eða í ofninn
Grillsagað lambakjöt
1.100 kr.kg ( 6-8 kg. í poka )
Örugglega bestu kaupin
Beinlaus Lambasteik,
kryddaðar rúllur beint í
ofninn 1.390 kr.kg
Heimir & Kolla vakna með þér í bítið
Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00
Vatnsafl sstöðvar breyta fallþunga vatns í hreina, stöðuga og umhverfisvæna
raforku. Í gestastofu Landsvirkjunar í Végarði við Fljótsdalsstöð er áhugaverð
sýning um framkvæmdirnar við Kárahnjúka með fj ölbreyttum fróðleik um
svæðið allt. Frá Végarði eru kynnisferðir í Fljótsdalsstöð og tvisvar í viku er
boðið upp á leiðsögn við Kárahnjúkastífl u og Hálslón.
gestir.landsvirkjun.is
Við virkjum þyngdarafl ið
Landsvirkjun býður gesti velkomna í þrjár aflstöðvar í sumar:
Búrfell - Gagnvirk orkusýning
Opið kl. 10-18, júní-ágúst.
Kröfl ustöð - Gestastofa
Opið kl. 10-16, júní-ágúst.
Fljótsdalsstöð - Gestastofa
Opið kl. 10-17, júní-ágúst.
FRÉTTASKÝRING
Hvernig er ástandið í Búrma?
Sérstakur erindreki Sameinuðu
þjóðanna í málefnum Búrma, einnig
þekkt sem Mjanmar, kom til lands-
ins í gær til að kynna sér ástandið
í Rakhine-héraði, þar sem blóðug
átök trúarhópa hafa geisað síðustu
daga. Sagt er að 21 hafi látið lífið í
átökum þar síðan á föstudag.
Rólegra var um að litast í hér-
aðinu í gær en dagana þar á undan.
Það helgaðist af mikilli rigningu,
sem stöðvaði átökin að minnsta
kosti tímabundið. Frá því á föstu-
dag hefur 21 látið lífið í átökum og
yfir 1.500 heimili hafa verið brennd.
Mikill fjöldi fólks er því heimilis-
laus í héraðinu.
Vegna ótta við áframhaldandi
átök hefur rútu- og ferjuflutningum
verið hætt frá höfuðborginni Yan-
gon til héraðsins. Þetta hefur vald-
ið því að mat og aðra hluti er farið
að skorta í héraðinu. Búðir, bankar,
skólar og markaðir eru að mestu
leyti lokaðir.
Átökin eru á milli búddatrúar-
manna og svokallaðra Rohingya-
múslima í héraðinu og eiga upptök
sín að rekja til þess að ungri búdda-
trúarkonu var nauðgað og hún myrt
í maí. Þrír múslimar eru sagðir hafa
framið verknaðinn.
Múslimar í Rakhine-héraði eru
ekki með ríkisborgararétt í Búrma,
þar sem stjórnvöld telja þá ólög-
lega innflytjendur frá Bangladess.
Stjórnvöld í Bangladess eru ekki
sammála því. Þúsundir múslim-
anna hafa þó reynt að flýja yfir til
Bangladess en öllum hefur verið
snúið við. Stjórnvöld þar segjast
ekki hafa burði til að taka við flótta-
fólki, en mannréttindasamtök hafa
gagnrýnt mjög að landamærunum
skuli hafa verið lokað fyrir þessu
fólki. Með því sé verið að leggja líf
fólksins í mikla hættu.
Thein Sein forsætisráðherra
landsins lýsti yfir neyðarástandi í
héraðinu á sunnudag. Hann sagði
Rigningin stöðvaði
átökin tímabundið
21 hefur látið lífið og mikill fjöldi er heimilislaus eftir átök í Búrma undan-
farna daga. Birgðir er farið að skorta í Rakhine-héraði, en mikil rigning stöðv-
aði átökin tímabundið í gær. Stjórnarandstöðuleiðtogi heldur til Evrópu í dag.
Stjórnarandstöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi kemur í
dag til Genfar í Sviss, í fyrstu ferð sinni til Evrópu í 24
ár. Ferð hennar mun vekja mikla athygli og mögulega
jafnframt beina athygli manna að ástandinu í heimalandi
hennar. Hún var sem kunnugt er í stofufangelsi í Búrma
um árabil en losnaði úr því árið 2010. Hún var svo kjörin
á þing fyrr á árinu.
Hún mun ávarpa þing Alþjóðavinnumálastofnunar-
innar í Genf í dag, en stofnunin hefur vakið athygli á
þrælkun og barnaþrælkun í Búrma. Hún flýgur svo til
Óslóar þar sem hún mun á morgun taka við Friðarverð-
launum Nóbels 21 ári eftir að hún hlaut þau upphaflega fyrir baráttu sína.
Frakkland og Írland verða einnig á dagskránni en í næstu viku heldur Suu Kyi
svo til Bretlands og mun sú heimsókn væntanlega vekja mikla athygli. Suu
Kyi lærði í Bretlandi og bjó þar í mörg ár. Hún fór frá eiginmanni og sonum í
Bretlandi til Búrma árið 1988 til þess að annast veika móður sína. Hún komst
aldrei aftur til Bretlands, en eiginmaður hennar, Michael Aris, lést árið 1999. Í
Bretlandi mun Suu Kyi taka við heiðursdoktorsnafnbót við Oxfordháskóla og
ávarpa báðar deildir breska þingsins.
Hún snýr svo aftur til Búrma í lok júní en þingið kemur saman þann 4. júlí.
Tekur loks við Nóbelsverðlaununum
ATHVARF Í KLAUSTRI Margir hafa orðið heimilislausir vegna átakanna og þessi
fjölskylda er þeirra á meðal. Hún dvelst nú í klaustri sem hefur tímabundið verið
breytt í athvarf fyrir heimilislausa. NORDICPHOTOS/AFP
jafnframt að ofbeldið þar geti ógnað
þeim lýðræðisumbótum sem unnið
sé að í landinu, eftir hálfrar aldar
valdasetu hersins. Þrátt fyrir að
herinn stjórni ekki að nafninu til
hefur hann enn mikil ítök í land-
inu og hefur Sein verið gagnrýndur
fyrir að lýsa yfir neyðarástandi þar
sem það veiti hernum völdin í hér-
aðinu. thorunn@frettabladid.is
AUNG SAN SUU KYI