Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.06.2012, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 14.06.2012, Qupperneq 28
28 14. júní 2012 FIMMTUDAGUR Ég horfi á sundraða þjóð, meira sundraða en nokkurn tíma fyrr. Nánast hvar og hvert sem litið er eru erjur. Það er þyngra en tárum taki að örþjóð sem ekki telur nema rétt rúmlega 300 þúsund manns skuli ekki geta gert betur en raun ber vitni: Fjármálaöfl eru í átökum við skuldara, lífeyrisþegar við líf- eyrissjóði, stjórnarliðar við stjórn- arandstöðu, flokksbræður berjast, allir kæra alla ýmist fyrir meiðyrði eða annað og margs konar skaða- bótamál eru viðhöfð. Ungt fólk flýr land og hafa fólksflutningar ekki mælst jafnmiklir í langan tíma, ef nokkurn tíma áður. Skattar hækka á meðan skattgreiðendum fækkar. Lífeyrissjóðir eiga ekki fyrir skuld- bindingum á meðan lífeyrisþegum fjölgar. Heibrigðisþjónusta er skor- in niður á meðan kröfur aukast um hið gagnstæða og læknum og sér- fræðingum í heilbrigðikerfinu fækkar. Samhliða þessu fjölgar glæpum og ofbeldi. Hér er aðeins tæpt á örfáum augljósum atriðum sem hrjá okkur Íslendinga þessa stundina og blasa við daglega allt um kring. Und- antekning er ef boðið er upp á jákvæðar fréttir í fjölmiðlum sem staðfestir andrúmsloftið í þjóð- félaginu. Ísland er stórkostlegt og fallegt land hvert sem litið er með miklar auðlindir, bæði til sjós og lands auk mannauðs. Er þjóðin að missa sjón- ar á þessu? Íslendingar hafa í gegn- um tíðina haft þrek og þor til að takast á við hindranir og mótlæti og sigrast á ágjöfum. Það eru ekki mörg ár síðan við vorum í stríði við stórveldi og lögðum Breta að velli með því að verja auðlindir okkar úti fyrir ströndum landsins. Þá stóð öll þjóðin saman. Nú er því öðruvísi farið. Við erum í stríði innbyrðis, við okkur sjálf. Út af hverju? Ein- hverju sem við sjálf höfum kallað yfir okkur! Hvar stöndum við um þessar mundir? Sundruð þjóð! Þeir sem hér stjórna njóta ekki trausts. Hvort sem um er að ræða ríkisstjórn, löggjafann, eftirlitsstofnanir, embættismanna- kerfið eða fjármálastofnanir. Þetta vantraust breiðist út og smitar allt samfélagið sem aftur leiðir til óöryggis, vansældar og vanlíðan manna. Fólk er orðið örvæntingar- fullt. Fleiri og fleiri gefast upp og missa trúna. Hér heyrast raddir um alþingis- kosningar. Nýtt fólk og ný stjórn- málaöfl verða að komast að og leysa málin segja margir. Verður það til bóta? Ég held ekki og hef enga trú á því. Það er skammgóður vermir og breytir engu að efna til kosninga og e.t.v. hnika þannig til hlutföllum stjórnmálaafla á Alþingi Íslendinga. Hvað er til ráða? Við höfum möguleika á þjóðstjórn eða utanþingsstjórn sem hugsan- legu úrræði. Þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórn- málaflokka á Alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynd- uð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsókn- arflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Utanþingsstjórn er ríkisstjórn skipuð mönnum sem sitja ekki á Alþingi. Þannig stjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á landi. Það var þegar Sveinn Björnsson var ríkisstjóri og leysti stjórnarkreppu í landinu árið 1942 með því að skipa utanþingsstjórn. Hún sat frá desember 1942 fram í október 1944. Nú ríkir víða kreppa á Íslandi, ekki bara stjórnarkreppa. Fyrsta og mikilvægasta verkefnið er að ná sátt um stjórn landsins. Stjórn- málaflokkar þurfa svo að ná vopn- um sínum og endurvinna traust og virðingu kjósenda sinna. Það ger- ist ekki með kosningum, nýjum stjórnmálaöflum eða nýjum lof- orðum. Við höfum reynslu af slíku. Það sem vantar er vilji og þor. Ráðamenn þurfa að þora að horf- ast í augu við þá staðreynd að þeir ráða ekki við verkefnið, ráða ekki við stöðuna sem komin er upp í þjóðfélaginu. Ósættið er allsráð- andi. Krafturinn og orkan sem býr í þjóðarsálinni mun losna úr læð- ingi og nýtast til athafna og sátta, þegar hún fær stjórn sem landinn treystir. Sátt við þjóðina Þjóðstjórn eða utanþingsstjórn er eina raunhæfa leiðin eins og málið blasir við mér. Það þarf að ná þjóðarsátt. Það er forgangsmál og lykil atriði til að Ísland nái vopn- um sínum. Allir bera einhverja ábyrgð á því sem orðið er og þarf hver og einn að horfa í eigin barm og spyrja hvað við getum lagt á vogarskál- arnar til úrbóta. Það blasir við að allir þurfa að leggja sitt af mörk- um svo hér náist sátt og þjóðin geti sameinast aftur. Sameinaðir stöndum vér, sundr- aðir föllum vér! Að sigra heiminn er eins og að spila á spil, Með spekinglegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði). Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, Því það er nefnilega vitlaust gefið.” Steinn Steinarr. Þjóðstjórn eða utanþingsstjórn er eina raunhæfa leiðin eins og málið blasir við mér. Það þarf að ná þjóðarsátt. Það er forgangsmál og lykilatriði til að Ísland nái vopnum sínum. Sátt eða sundrung Stjórnmál Reynir Erlingsson löggiltur fasteignasali NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS ÍS LE N SK A SI A .I S U TI 6 01 33 0 6/ 12 Í TILEFNI KVENNAHLAUPSINS BJÓÐUM VIÐ 25% AFSLÁTT AF ÖLLUM CASALL ÍÞRÓTTA-BRJÓSTAHÖLDURUM FRÁ 14.-16. JÚNÍ. 25% AF CASALL TOPPUM GEFÐU GAMLA BRJÓSTAHALDARANN.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.