Fréttablaðið - 14.06.2012, Síða 30

Fréttablaðið - 14.06.2012, Síða 30
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR30 „Það má segja að Reykjanesið hafið opnast enn betur fyrir göngufólk á undanförnum árum. Í fyrsta lagi er búið að malbika Suðurstrandarveg og þar með gera hann miklu greiðfærari. Í öðru lagi hefur opnast mjög spenn- andi leið um Básenda á milli Sand- gerðis og Hafna, vestast á Reykjanes- inu. Þar hafði bandaríski herinn mikil mannvirki og var svæðið lokað,“ segir Reynir Ingibjartsson höfundur bókar- innar 25 gönguleiðir á Reykjanesskaga sem nýverið kom út. Þetta er þriðja bókin í bókaflokki um gönguleiðir í nágrenni höfuðborg- arinnar. Áður hafa komið út bækur um gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarinn- ar og gönguleiðir í Hvalfirði. En hvern- ig komu göngubókaskrif til hjá Reyni? „Það var nú bara haft samband við mig þegar vantaði texta í fyrstu bókina. Svo leiddi eitt af öðru og það æxlaðist nú þannig á endanum að ég á líka allar myndir í nýju bókinni,“ segir Reynir sem þrátt fyrir skrifin þvertekur fyrir að vera göngugarpur. „Göngugarpur er hálfgert bann- orð hjá mér. Ég er bara mikill áhuga- timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, sonar og bróður, HAUKS RICHARDSSONAR Sandra Hauksdóttir Magnús Ólafsson Saga, Dagur og Mirra Tinna Gallagher David Gallagher Richard H. Ólsen Felixson Erna Petrea Þórarinsdóttir systkini, makar og börn. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR KARVELSDÓTTUR frá Hnífsdal. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Hrafnistu í Hafnarfirði, deild 4b, fyrir hlýhug og góða umönnun. Kristján Pálsson Sóley Halla Þórhallsdóttir Ólafur Karvel Pálsson Svandís Bjarnadóttir Guðrún Helga Pálsdóttir Ólafía Guðfinna Pálsdóttir Arnar Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát elsku eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS S. OTTÓSSONAR. Innilegar þakkir færum við starfsfólki 11-E Landspítala, Heimahlynningar og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Steinunn Árnadóttir Ingibjörg Ólafsdóttir Helgi Rafn Jósteinsson Kristín Ólafsdóttir Davíð Sigurjónsson Erna Ólafsdóttir Helgi Arnarson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkur, tengdaföður, afa, langafa og bróður, GARÐARS ÁSBJÖRNSSONAR Túngötu 3, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja fyrir einstaka umönnun og Ísfélag Vestmannaeyja fyrir trygga og góða vináttu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ásta Sigurðardóttir Útför ástkærrar móður okkar, ÖNNU SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR Hvammi, heimili aldraðra, fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 15. júní kl. 11.00. Elín Sigtryggsdóttir Guðrún Sigtryggsdóttir Sigtryggur Albertsson Bjarni Sveinsson og fjölskyldur. Elskuleg systir okkar, frænka og mágkona, ÓLAFÍA KRISTÍN HANNESDÓTTIR Drekavöllum 26, Hafnarfirði, áður Bólstaðarhlíð 33, Reykjavík, andaðist í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum í Fossvogi 10. júní sl. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Auðlín Hanna Hannesdóttir og Þorsteinn Óli Hannesson Elsku móðir okkar, ÁSA SOFÍA FJALLSTEIN lést á Borgarspítalanum þann 21. apríl síðastliðinn. Útför hennar fór fram í Leirvík í Færeyjum 30. apríl. Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og sérstakar þakkir fær starfsfólk lungnadeildar Borgarspítalans og Heimahlynningar Reykjavíkur fyrir hlýhug og góða umönnun. Anleyg F. Petersen Magni F. Petersen Esmar F. Petersen Niclas M. F. Petersen Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUÐNÝ BERGRÓS JÓNASDÓTTIR fyrrum húsfreyja í Norður-Hvammi í Mýrdal, síðar Smáratúni 20, Selfossi, sem lést á Hjallatúni í Vík 8. júní sl. verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 16. júní kl. 11.00. Erla Eyþórsdóttir Brynjólfur Ámundason Gísli Sævar Hermannson Hólmfríður Sigurðardóttir Sjöfn Hermannsdóttir Jónas Smári Hermannsson Anna Droplaug Erlingsdóttir Hreiðar Hermannsson Ágústa Jónsdóttir Svanhvít Hermannsdóttir Almar Sigurðsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN HELGI SUMARLIÐASON Viðarholti, Akureyri, lést laugardaginn 9. júní á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Útförin fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 18. júní kl 10.30. Stella Jónsdóttir Ingibjörg Kjartansdóttir Gestur Björnsson Kjartan F. Kjartansson Dýrleif Ingvarsdóttir Sumarliði Már Kjartansson Björg Hjörleifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar sambýliskonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu SIGRÚNAR ÁRSÆLSDÓTTUR, Drekavöllum 18 221 Hafnarfirði Sigurður Björgvin Viggósson Ársæll Þorleifsson Kristín Geirsdóttir Hákon Þorleifsson Oddný Kristín Oddsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. NÁTTÚRAN VIÐ BÆJARVEGGINN: NÝ GÖNGULEIÐABÓK UM REYKJANESIÐ Göngugarpur hálfgert bannorð REYNIR INGIBJARTSSON Áhugamaður um útivist sem nú hefur samið sína þriðju bók um gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarinnar. FRÉTTABLAÐIIÐ/ANTON Njósnakapall hindraði för MONIKA ABENDROTH hörpuleikari á afmæli í dag „Þegar veðrið er gott á Íslandi er það besta veðrið í heiminum.“ Í viðtali við Fréttablaðið 14. júní 2002. 68 maður um útivist. Og læt öðrum eftir tindana. Leiðirnar í bókinni eru allar á láglendi.“ Reynir segir Reykjanes mikla nátt- úruperlu þar sem sé að finna fjölmargar áhugaverðar gönguleiðir. „Náttúrufar á þessum slóðum er afar fjölbreytilegt og gönguleiðirnar því afar margbreytileg- ar. Í bókinni bendi ég á gönguleiðir á öllum Reykjanesskaganum frá Reykja- nestá að Þrengslasvæðinu. Það má segja að þetta svæði skiptist gróflega í þrennt. Einn hluti er vestan Grinda- víkurvegar, annar frá Grindavíkur- vegi að Kleifarvatni og sá þriðji austan þess. Gönguleiðirnar eru hringferðir að mestu leyti, þannig nær göngufólk að ferðast um enn meira svæði.“ Reynir segir forréttindi að skrifa gönguleiðabækurnar og hann er hvergi nærri hættur. „Ég var einmitt á Snæ- fellsnesinu en næsta bók mun fjalla um það svæði. Draumurinn er að skrifa bækur sem spanna allt Suðvestur- og Vesturland,“ segir Reynir að lokum. sigridur@frettabladid.is „Um langt skeið var ekki hægt að komast með ströndinni frá Sandgerði til Hafna vegna hernaðarmannvirkja. Þarna lá í sjó njósnakapall sem bandaríski herinn lagði líklega alla leið til Grænlands til að fylgjast með skipa- og kafbáta- ferðum um Grænlandssund.“ Svo segir í upphafi kafla um Básenda í bókinni 25 gönguleiðir á Reykjanesskaga. Þar er lýst gönguleið frá Gálgaklettum um Básenda og Stafnes. Margvíslegir fróðleiksmolar fylgja hverri leiðarlýsingu og sömuleiðis kort. Meðal annarra leiða sem er lýst er göngu- leið í kringum Helgafell, gönguferð um Sog, Grænavatn og Djúpavatn og í Herdísarvík. Bókin er gefin út af Sölku.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.