Fréttablaðið - 14.06.2012, Side 32

Fréttablaðið - 14.06.2012, Side 32
FÓLK|TÍSKA Elísabet Ormslev hefur á síðustu árum reynt fyrir sér í förðun og söng. Hún fylgist vel með hvað er að gerast í tískuheiminum og er óhrædd að prófa sig áfram, vera öðru- vísi þegar kemur að förðun og tísku. „Ég hef alltaf haft áhuga á förðun en síð- ustu tvö ár hef ég verið að grúska í „special effects“-förðun, það er að segja vinnu með latex, vax, gerviblóð og fleira,“ segir Elísabet. Hún hefur aflað sér upplýsinga á netinu og prófað sig áfram að búa til sár, skurði, marbletti og fleira en þannig hefur hún kennt sér sjálf, Hún stefnir þó að því að fá diplóma í förðun næsta haust. Elísabetu finnst best að versla í Bandaríkj- unum og það fyrsta sem hún hugsar um þegar hún velur sér föt er hvernig förðun passar best við. Hún segist ekki eiga neina tískufyrir- mynd heldur fylgi eigin sannfæringu, stíllinn ein- kennist af rokkuðum flíkum í bland við notaðar flíkur. Á myndinni klæðist hún jakka úr Zöru, bol úr H&M, legg- ings frá Spiral og skóm úr Kúltúr. Elísabet söng bakrödd á Whitney Houston minn- ingartónleikunum í Austurbæ og forkeppni Eurovision en einnig kemur hún fram í einka- samkvæmum. Hún hefur hug á að sinna söngnum og tónlistinni í framtíðinni ásamt því að fikta við förðunina. Í sumar ætlar hún að semja eigin tónlist, rifja upp gamla fiðlutakta, vinna í Make Up Store og fara til Berlínar. „Síðan ætla ég að drífa mig að taka þetta blessaða bílpróf svo að vinkonur mínar hætti að stríða mér. Líka til að koma mér á milli staða en þó aðallega út af vin- konunum“. ■ gunnhildur@365.is FJÖLHÆFUR SÖNGFUGL LIFIR FYRIR TÓNLISTINA Elísabet Ormslev, 19 ára, á framtíðina fyrir sér í tónlist og förðun. Hún fylgist þar fyrir utan vel með í tískuheiminum. TÍSKA OG FÖRÐUN Elísabet hefur áhuga á tísku og förðun en á milli þess syngur hún bakrödd. MYND/ANTON ÖÐRUVÍSI FÖRÐUN Elísabet prófar sig áfram með listræna förðun. UPPRUNASTAÐUR G-STRENGSINS Einhvers konar lendaskýlur voru notaðar allt frá tímum Forn-Egypta fram á miðaldir. G-strengurinn í núverandi mynd er talinn hafa fyrst komið fram í New York í lok kreppunnar miklu. Árið 1939 skipaði þá- verandi borgarstjóri New York, Fiorello LaGuardia, erótískum döns- urum borgarinnar að vera betur huldir í tilefni af heimssýningunni sem fór fram þar á þeim tíma. Og með það sama kom strengurinn til sögunnar. Ef einhver er í vafa um hvers konar klæðnað um er að ræða þá er G-strengur nærbuxur sem eru afskaplega efnislitlar að aftan og hylja ekki rasskinnar notandans. EKKI TAKA ÞÁTT Í NEINU Á NETINU SEM ÞÚ VEIST EKKI HVAÐ ER! www.saft.is ■ HATTAHEFÐ Ef einhver hefur furðað sig á þeirri bresku hefð að bera hatta við flest formleg tilefni er tími kominn til að hætta því. Þessa hefð má að mestu leyti þakka Elísabetu fyrstu Englands- drottningu. Árið 1571 voru sett lög, að hennar skipan, sem fólu í sér að allir þeir sem voru eldri en sjö ára áttu að bera hatt á sunnudögum. Þrátt fyrir að lögin séu löngu afnumin eru í gildi nokkurs konar óskrifuð lög á nokkrum viðburðum í skemmtanalífi Breta, þar sem allir eiga að vera með hatt. Þessir viðburðir eru til dæmis hestaveðhlaup, garðveislur og konungleg brúðkaup. ÁBYRG FYRIR HATTAÆÐINU Í öllum breskum konung- legum veislum má sjá fólk með hatta. Skipholti 29b • S. 551 0770 ÚTSALA HAFIN! Brúðkaups og útskriftarkjólar Ný sending 20% afsl. af öllum vörum Nýtt kortatímabil Kíktu á En Gedi Ísland EN GEDI Náttúrulegar Húð- og Hárvörur Vörurnar innihalda náttúrulegt Dauðahafssalt, steinefni og fyrsta flokks ilmkjarnaolíur og jurtakraft. Allar vörurnar eru án parabena og formalíns. Sölustaðir: www.femin.is og heilsubúðin Góð Heilsa Gulli Betri, Njálsgötu 1. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.