Fréttablaðið - 14.06.2012, Page 33
| FÓLK | 3TÍSKA
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir textílhönn-uður hefur verið að skapa og hanna frá því hún var á unglingsaldri. „Ég
sá mjög snemma að það lægi fyrir mér
að vinna í textíl, ég hef lifað og hrærst
í textíl alla mína tíð. Ég er menntaður
textílkennari, lærði í Ósló og fór svo að
læra textílforvörslu í Bretlandi,“ segir
Íris Ólöf. Ásamt því að starfa við textíl-
hönnun vinnur hún sem forstöðumað-
ur Byggðasafnsins á Dalvík.
Íris Ólöf opnaði nýlega sýningu á
Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi,
Bútar úr fortíð. „Á sýningunni vinn ég
með efnisbúta héðan og þaðan sem all-
ir eiga sér þó fjölskyldusögulega fortíð
í öðru samhengi, ýmist úr mínu eigin
búi eða frá móður minni, formæðrum
og frænkum. Þessum konum tileinka
ég sýninguna Bútar úr fortíð.“
Áður fyrr vann Íris efnin frá grunni
og spann en gerir það ekki í dag. „Nú
vinn ég mest með náttúruleg efni og
perlur. Einnig nota ég mikið pappír og
víra. Ég hef alltaf endurnýtt hluti og
það er ekki tilkomið vegna kreppunnar,
ég hef gert það meðvitað alla tíð frá
því ég var unglingur,“ segir hún.
Íris Ólöf gerir mikið af hálsfestum,
armböndum, húfum, handsmokkum,
skyrtubrjóstum og svifléttum pappírs-
fígúrum. „Mér finnst gaman að gera allt
þetta, sérstaklega finnst mér notalegt
að gera litlu dúkkurnar og ég get al-
gjörlega gleymt mér við að útbúa hið
smáa.“
Hún er þó lítið í því að skreyta heimili
sitt eða sig sjálfa með eigin hönnun.
„Ég sauma reyndar svolítið af fötum
á sjálfa mig og áður fyrr hannaði ég
mikið af barnakjólum og öðru sem
tilheyrir börnum. Nú held ég hins
vegar vinnunni minni á vinnu-
stofunni alveg aðskildri
frá sjálfri mér. Það
sem ég vinn þar
fer almennt á sýn-
ingar og í sölu. Það
sem ég dútla við
heima hjá mér hefur
annað gildi hjá mér.
Þrátt fyrir það finnst
mér allt sem ég geri
fallegt og finnst mjög
gaman að sjá annað fólk
með eitthvað sem ég hef
hannað og ég virðist eiga
mér minn kúnnahóp.“
Íris Ólöf sér það fyrir sér
að einbeita sér að textíl
sem listformi frekar en
hönnun í framtíðinni. „Ég
mun þó alltaf gera skart-
ið áfram og eitthvað
meira mun ég halda
áfram að gera við dúkk-
urnar,“ segir Íris Ólöf.
■ lilja.bjork@365.is
LIFAÐ OG HRÆRST
Í TEXTÍL ALLA TÍÐ
BÚTAR ÚR FORTÍÐ Íris Ólöf Sigurjónsdóttir opnaði nýlega sumarsýningu á
Heimilisiðnaðarsafninu. Sýningin er tileinkuð móður hennar og formæðrum.
SKRAUTLEGT
Skyrtubrjóst sem Íris
Ólöf hannaði. Hún notar
mest náttúruleg efni og
perlur í hönnun sína.
SUMARSÝNING
Íris Ólöf opnaði nýlega
sumarsýningu á verkum
sínum á Heimilisiðnað-
arsafninu á Blönduósi.
LITRÍKT
Írisi finnst notalegt að dunda sér
við að búa til þessar fallegu og lit-
ríku dúkkur og segist geta gleymt
sér við að útbúa hið smáa.
MYND/GVA
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460
www.belladonna.is
Verslunin Belladonna á Facebook
Erum að taka
upp nýja
kjólasendingu
frá
Stærðir 40-56
OUTLET-SKÓR | FISKISLÓÐ 75 | 101 REYKJAVÍK
Opið: mán-fös 13-18 & lau 12-16 sími: 514 4407
psShape U
órdömu sk
St. 36–41
Stráka skór
St. 21–26
elpu skórSt
t. 21–26S
aðeins
kr.7.900
Dömu skór
St. 36–41
Herra skór
S 4 45t. 1–
kr.8.500
aðeins
aðeins
4.900 kr.
aðeins
kr.9.900
aðeins
4.900kr.