Fréttablaðið - 14.06.2012, Side 35

Fréttablaðið - 14.06.2012, Side 35
KONUR 50 PLÚS FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 Kynningarblað Mataræði, æskuljómi, hreyfing, hreinlætisvörur og kvennahlaup GRÆÐANDI HÚÐNÆRING EFTIR SÓLINA Nýjasti meðlimurinn í EGF-fjölskyldunni er húðnæring fyrir líkamann. Hún hefur svipaða virkni fyrir líkamann og EGF-húðdropar og dagkrem hafa fyrir andlit, auk þess að vera einstaklega rakagefandi. Húðnæring er sérstaklega góð fyrir hné-, olnboga- og barmsvæðið og fyrirtak á þurrku- bletti. Þá er húðnæringin frábær eftir sólböð enda mjög græðandi. „Húðin hefur á sér mun frísklegri blæ og eftir að ég fór að nota dropana hafa margir á því orð hvað ég líti vel út,“ segir leikkonan Hanna María Karlsdóttir sem áskotnaðist glas af EGF-húðdropum frá stallsystur sinni Þórunni Lárusdóttur fyrir sex vikum. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. „Ég er fyrrverandi reykingamanneskja og af þeim sökum var húðin dálítið gróf. Svitaholur í andliti verða stærri og opnari hjá reykingafólki og þótt nú séu tólf ár liðin síðan ég hætti að reykja hef ég ekki verið alveg sátt við húðina,“ út- skýrir Hanna María sem eftir sex vikna notkun EGF-drop- anna sér mikinn mun á andlitinu. „Þetta er mjög ódýr and- litslyfting,“ segir hún brosandi. „Húðin er greinilega orðin stinnari, stífari og litfegurri og grófleikinn nánast horfinn,“ segir Hanna María, sæl með endurheimtan æskuljóma. Hanna María er 63 ára og glæsilegur fulltrúi sinnar kyn- slóðar. „Ég var rauðhaus áður en hárið fór að grána og því með viðkvæma og þurra húð. Rakastig hennar hefur jafn- ast með dropunum en fallegu hrukkurnar mínar eru enn á sínum stað. Ég mæli því hiklaust með EGF-húðdropunum og ætla sannarlega að halda áfram að nota þá.“ Ótrúlegur árangur - húðdropar sem virka Hanna María hefur ætíð hugsað vel um húð sína og gætt þess að hreinsa af allan leikhúsfarða fyrir svefninn. Hún segir notkun EGF-húðdropanna jafnast á við ódýra andlitslyftingu. MYND/ERNIR Gott umtal, orðspor og frábær reynsla hafa breitt út vinsældir EGF-húðlín-unnar. Konur um víða veröld hafa prófað þær á eigin skinni og í kjölfarið sagt hvor annarri frá einstökum árangri,“ segir Eiríkur Sigurðsson upplýsingafulltrúi og vörumerkjastjóri hjá Sif Cosmetics sem framleiðir EGF-húðvörurnar. Niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup sýna að 34 prósent íslenskra kvenna yfir fimmtugu nota EGF-húðvörur með undraverðum árangri. „Flestar tala um aukinn æskuljóma, stinnari og sterkari húð, betri raka og jafnt og betra litarhaft. Þá heyr- um við iðulega ánægjuradd- ir kvenna sem hafa upplifað hrós vina og kunningja um hvað þær líta vel út,“ segir Ei- ríkur. Hróður varanna frá Sif Cosmetics berst víða og vin- sældir þeirra eru miklar og vaxandi. Til dæmis eru húð- droparnir mest selda snyrti- varan um borð í f lugvélum Lufthansa en þær fást einn- ig um borð í vélum KLM og Swiss Air. „Fólk treystir hreinleika vörunnar og kann að meta að hún er framleidd á Ís- landi. Í EFG-vörunum eru engin paraben, litarefni né önnur aukefni og hún er því laus við skaðleg efnasambönd sem fyrirfinnast í mörgum þekktum snyrtivörum sem gerð- ar eru úr allt að sextíu innihaldsefnum,“ út- skýrir Eiríkur. Uppskrift að æskubrunni EGF varð óvænt til hjá líftæknifyrirtækinu ORF Líftækni fyrir nokkrum árum. „ORF Líftækni var stofnað fyrir rúmum áratug til að þróa aðferðir til að framleiða hreinan frumuvaka í plöntum á hagkvæm- ari hátt en áður,“ segir Eiríkur og bætir við að frumuvakar séu vanalega framleiddir í bakteríum, spendýrafrumum eða jafnvel einangraðir úr mannavef. „Margir frumuvakar gegna lykilhlutverki í líffræði húðar og þótt rannsóknir ORF hafi fyrst og fremst snúið að framleiðslu frumu- vaka fyrir læknisfræðirannsóknir varð þess f ljótt vart að erlend snyrtivörufyrirtæki ásældust frumuvakana í snyrtivörur sínar. Fyrst stóð til að selja þá utan en vankunn- átta erlendu fyrirtækjanna hefði senni- lega eyðilagt virkni þeirra. Fljótlega var því tekin ákvörðun um að sérhanna nýja húð- vöru sem viðhéldi virkni frumuvakanna,“ útskýrir Eiríkur um tilurð hinna einstöku EGF-húðdropa. EGF-húðlínan inniheldur EGF-frumu- vaka sem framleiddur er með erfðatækni í íslensku byggi. „Við leggjum mikið upp úr raunverulegum vísind- um á bak við virkni EGF- línunnar, gerum á þeim tvíblindar prófanir og ná- kvæma greiningu á húð með nýju og fullkomnu óm- skoðunartæki,“ upplýsir Ei- ríkur. „Ómskoðun á húðinni sýnir að EGF styrkir kolla- gen í undirlagi húðar, gerir hana stinnari og vinnur gegn sýnilegum áhrifum öldrunar,“ segir Eiríkur. Á dögunum birti Dr. Ronald Moy, fráfar- andi formaður Bandarísku húðlæknasam- takanna, niðurstöður rannsókna á virkni húðdropanna í vísindatímaritinu Journ- al of Drugs in Dermatology. Hann hefur sagt að árangur á notkun EFG-húðdropa sé betri en hann hefur áður séð á þrjátíu ára ferli. „Húð þátttakenda í rannsókninni varð mýkri, hrukkur þeirra minnkuðu og húðin varð sjáanlega þéttari,“ sagði Moy. Sif Cosmetics mælir með notkun EGF upp úr þrítugu en það er aldrei of seint að byrja. „Konur endurheimta vissulega æsku- ljóma og sjá árangur á öllum aldri,“ segir Eiríkur. Uppgötvuðu óvart æskubrunn Í nýlegri könnun Capacent Gallup kemur fram að 34 prósent íslenskra kvenna yfir fimmtugu nota EGF-húðvörur að staðaldri. Árangurinn er undraverður. Húðin endurheimtir æskuljóma, hún verður stinnari og litaraftið jafnara og betra. Eiríkur Sigurðsson, upplýsingafulltrúi og vörumerkjastjóri Sif Cosmetics, segir fyrirtækið leggja mikið upp úr raunverulegum vísindum á bak við virkni EGF-húðvaranna. Þær innihalda EGF-frumuvaka sem framleiddur er með erfðatækni í íslensku byggi. MYND/STEFÁN Ómskoðun á húðinni sýnir að EGF styrkir kollagen í undirlagi húðar, gerir hana stinnari og vinnur gegn sýnilegum áhrifum öldrunar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.