Fréttablaðið - 14.06.2012, Side 37

Fréttablaðið - 14.06.2012, Side 37
KYNNING − AUGLÝSING Konur 50 plús 14. JÚNÍ 2012 FIMMTUDAGUR 3 Vörulína Vivag inniheldur mjólkur-sýru og er án litarefna, rotvarnarefna og parabenefna. „Vivag eru hreinlæt- isvörur sérhannaðar fyrir viðkvæma líkams- hluta kvenna. Umræða um þessar vörur og þörfina fyrir þær er viðkvæm en að sama skapi nauðsynleg,“ segir Berglind Erna Þórðardóttir, vörumerkjastjóri fyrir Vivag hjá Icepharma. Tíður þvottur á kynfærasvæði með sterk- um sápuefnum getur leitt til ertingar, sviða og kláða í húðinni. Því er mælt með að nota mildar, til þess gerðar vörur sem innihelda rétt sýrustig svo eðlilegt jafnvægi svæðisins raskist ekki. „Vörurnar frá Vivag eru fjölbreyttar og henta öllum konum. Við erum með sápu til daglegrar notkunar, rakaaukandi gel sem einnig er hægt að nota sem sleipiefni, blaut- klúta sem henta vel viðkvæmri húð kynfæra- svæðisins og tryggja að húðin þorni ekki. Einnig veita þeir hreinlætistilfinningu og eru tilvaldir að hafa með í ferðalögin,“ segir Berglind. Vivag Meno er lína sem er sérstaklega ætluð konum um og eftir breytingaskeið. „Á því tímabili minnkar frjósemi kvenna, blæðingar hætta og sýrustig á kynfærasvæð- inu hækkar í um það bil 6 frá því að vera áður í 4,6. Margar konur finna fyrir því að slímhúð í leggöngum þynnist og verður viðkvæmari þegar breytingaskeið hefst. Þess vegna er nauðsynlegt að velja hreinlætisvörur með tilliti til þess.“ Meno-línan samanstendur af sápu og kremi. „Sápan er mild, eykur raka og verndar húð- ina á kynfærasvæðinu auk þess að eyða óþægilegri lykt. Meno sápan stuðl- ar að því að ná upp eðli- legu ástandi og vernda það en hana má nota daglega. Kremið er nokkurs konar varnarkrem sem er verndandi og mýkjandi krem fyrir við- kvæma húð kynfærasvæðisins og tryggir að húðin þorni ekki, heldur haldist stinn. Kremið mýkir húðina og eykur og við- heldur raka. Kremið er vatns- fælið og eykur með því mót- stöðuafl húðarinnar gegn ytra áreiti, til dæmis vegna þvagleka. Það er borið á eftir þörfum á við- kvæma húð á kynfærasvæðinu, eða þar sem húðin þarfnast sér- stakrar verndar,“ segir hún. Vivag vörulínan á afar trygga notendur og ættu allar konur að finna vöru innan línunnar sem hæfir þeirra þörfum. Vivag vör- urnar fást í Fjarðarkaupum, Hag- kaupi og í apótekum. „Margar konur veigra sér við að spyrja um vörur sem þessar í búðum þannig að benda má á að mikið af upplýs- ingum er á heimasíðu okkar, vivag. is.“ Á síðunni er einnig hægt að skrá sig og fá senda prufu af Vivag sápu. www.vivag.is Vörur sem henta öllum konum Vivag eru hreinlætisvörur sérhannaðar fyrir viðkvæma líkamshluta kvenna. Vörulínan er mild en áhrifarík og hentar sérstaklega vel fyrir þurra og viðkvæma húð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.