Fréttablaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 39
| FÓLK | 5BÍLAR GB Tjónaviðgerðir var stofnað af hjónunum Gunnlaugi Bjarna-syni og Helgu Runólfsdóttur þann 1. júní 1998. Erlendur K. Ólafsson hefur verið starfsmaður fyrirtækisins frá upphafi. Hann fjárfesti nýverið í helm- ingshlut þess ásamt konu sinni, Hafdísi Harðardóttur, nákvæmlega 14 árum eftir stofnun fyrirtækisins. Aðspurður hvort dag- setningin hafi verið tilviljun, segir Erlendur: „Það var bæði tilviljun og til gamans gert. Okkur fannst skemmtilegt að gera þetta á 14 ára afmæli fyrirtækisins sem er líka starfsafmæli mitt þar sem ég hef verið hér frá upphafi.“ FIMM STJÖRNU VERKSTÆÐI GB Tjónaviðgerðir var fyrst allra verkstæða á Íslandi til að taka upp nýjan staðal Bíl- greinasambandsins og hljóta fimm stjörnur sem viðurkennt tjónaverkstæði Sjóvár. Staðlinum er fylgt eftir af óháðum aðila til þess að tryggja að stöðugt sé unnið eftir honum. „Þessi árangur segir margt um metnað starfsfólksins en lykillinn að góðum vinnubrögðum er gott starfsfólk. Við höfum verið það lánsöm að flestir hafa unnið hjá fyrirtækinu í fjölda ára og þannig hefur skapast mikil þekking og reynsla innan þess. Til dæmis hlutum við viðurkenningar frá Brimborg sem þjónustuaðilar þar sem nokkrir starfsmenn okkar hafa sótt nám- skeið erlendis vegna vörumerkja þeirra.“ Starfsmenn GB sækja einnig reglulega nám- skeið tengd málningarefnum hérlendis og erlendis og fylgjast þannig með nýjungum í greininni. VIÐMÓT SKIPTIR MÁLI „Fyrst og fremst snýst þetta auðvitað um að veita góða og vandaða viðgerð. En gott viðmót og alhliða þjónusta við kúnn- ann skiptir líka máli. Allt frá því að hann kemur inn með bílinn þar til hann sækir hann, þannig að við vöndum okkur í sam- skiptum við kúnnann. Við þjónustum allar gerðir bíla og vinnum fyrir öll tryggingar- félög.“ Til stendur að auka og bæta enn frekar samstarf við helstu viðskiptavini. Liður í því er að taka í notkun nýtt verk- og bók- haldskerfi sem mun bæta til muna flæði verkefna og halda betur utan um stöðu þeirra hverju sinni. „Svo reddum við fólki að sjálfsögðu bílaleigubíl ef það óskar eftir því á meðan bíllinn er í viðgerð.“ VAXANDI FYRIRTÆKI GB Tjónaviðgerðir er vaxandi fyrirtæki. Upphaflega var húsakostur þess að Drag- hálsi 6-8 um 700 fermetrar en árið 2005 var hann stækkaður upp í 1.400 fermetra. Fjöldi starfsmanna hefur einnig aukist og starfa nú fjórtán á verkstæðinu auk eig- enda. „Við leitumst við að vera í fremstu röð fyrirtækja á sviði tjónaviðgerða, bæði í tækjabúnaði og þekkingu starfsmanna. Við erum með tvo réttingarbekki ásamt grindarmælitækjum. Nýlega festum við kaup á fullkominni suðuvél frá Gys sem sýður kopar, ál og stál. Einnig stendur til að fá fullkomna punktsuðuvél frá sama aðila og uppfylla þannig viðgerðarstaðla allra bílaframleiðenda,“ segir Erlendur stoltur. FJÁRFEST Í FIMM STJÖRNU VERKSTÆÐI GB KYNNIR Breyting varð á eignarhaldi fimm stjörnu réttinga- og málningarverkstæðisins GB Tjónaviðgerða þann 1. júni síðastlið- inn þegar hjónin Erlendur K. Ólafsson og Hafdís Harðardóttir keyptu helmingshlut í fyrirtækinu. METNAÐARFULL HJÓN Eigend- ur GB frá vinstri: Hafdís Harðar- dóttir, Helga Runólfsdóttir, Erlendur K. Ólafsson og Gunnlaugur Bjarna- son. Þau stefna á að verða í fremstu röð fyrirtækja á sínu sviði. Sími 414 9900 www.tekkland.isHoltagörðumReykjavíkurvegiBorgartúni Samanburður á verðskrá aðalskoðunar bifreiða undir 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd, skv. vefsíðum fyrirtækjanna 11. júní 2012 8.395 9.460 8.900 Tékkland Aðalskoðun Frumherji .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.