Fréttablaðið - 14.06.2012, Page 49
FIMMTUDAGUR 14. júní 2012 37
➜ Fyrirlestrar
12.15 Hlynur Helgason mynd-
listarmaður og heimspekingur flytur
hádegisfyrirlestur í Hafnarhúsinu undir
yfirskriftinni Af auðveldi og mynd-
listarheimi - lærdómur dreginn af
ástandinu. Fyrirlesturinn er í tengslum
við sýninguna Sjálfstætt fólk.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Björk okkar Guðmundsdóttir
verður síðasti listamaðurinn sem
kemur fram á Orange-sviðinu á
Hróarskelduhátíðinni í ár og lokar
þar með sviðinu.
Hátíðin fer fram í Danmörku
dagana 5.-8. júlí og var lokadag-
skrá hennar gefin út í gær. Það
er oft mikið um dýrðir á Hróars-
keldu og verður engin undan-
tekning þar á í ár en á dagskránni
má meðal annars sjá nöfn eins
og Bruce Springsteen, The Cure,
Jack White og MEW. Aðrir Íslend-
ingar sem koma fram á hátíðinni í
ár eru Ghostigital, Dead Skeletons
og Kúra.
Björk lokar
STÓRT NAFN Björk Guðmundsdóttir er
einn af aðalflytjendum Hróarskelduhá-
tíðarinnar í ár.
Fimmtudagur 14. júní 2012
➜ Tónleikar
21.00 Síðustu tónleikar sumarsins í
styrktartónleikaröð gogoyoko og Hress-
ingarskálans fara fram í garðinum á
Hressó. Fram koma Ármann Ingvi,
Guðrið Hansdóttir, Urban Lumber,
Ljósvaki og M-Band. Aðgangur er
ókeypis en frjáls framlög eru þegin og
renna þau til styrktar Hraunbergs sem
er heimili fyrir unglinga sem lifa við
bágbornar aðstæður heima fyrir.
➜ Leiklist
20.00 Einleikurinn Fastur er sýndur á
Norðurpólnum, Seltjarnarnesi. Sýningin
er án orða og hentar öllum frá 10
ára aldri. Miðaverð er kr. 2.200 en kr.
1.500 fyrir nemendur.
➜ Upplestur
17.00 Feðginin Siri Marie Seim og
Erik Sönstelie verða viðstödd upp-
lestur úr bók sinni, Ég er á lífi pabbi, í
bókaverslun Eymundsson í Austurstræti.
Siri Marie mun svara fyrirspurnum um
hvernig hún komst lífs af frá fjölda-
morðunum í Útey 2011.
➜ Kvikmyndir
20.00 Söngleikurinn Company verður
sýndur í Háskólabíó.
➜ Bókmenntir
17.00 Útgáfuhóf verður í bókaverslun
Eymundsson við Skólavörðustíg í tilefni
af útgáfu bókarinnar Ást í meinum eftir
Rúnar Helga Vignisson.
➜ Tónlist
21.00 Cheek Mountain Thief heldur
tónleika á Græna hattinum, Akureyri.
Miðaverð er kr. 1.500.
22.00 Hljómsveitin Óregla spilar á
Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr.
1.000.
22.00 Hljómsveitin Kiriyama Family
heldur útgáfutónleika í Þjóðleikhús-
kjallaranum. Miðaverð við hurð er kr.
2.500.
22.00 Bítladrengirnir blíðu halda tón-
leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
➜ Leiðsögn
13.00 Leiðsögn á ítölsku um sýn-
inguna Hættumörk, Ölvuð af Íslandi og
Dáleidd af Íslandi. Hulda Hlín Magnús-
dóttir, listfræðingur og myndlistamaður
annast leiðsögnina.
Opið laugard. kl. 10-14
20.00 Jónatan Garðarsson fjölmiðla-
og fræðimaður og Halldór Ásgeirsson
myndlistamaður leiða göngu að Kjar-
valsreitnum í Gálgahrauni. Gangan
hefst við bílaplan við Hraunsvík nærri
Sjálands- og Ásahverfum og er þátt-
takendum að kostnaðarlausu. Einnig
er boðið upp á ókeypis rútuferð fram
og til baka frá Hafnarhúsi, Tryggva-
götu 17.
➜ Dans
20.00 SalsaIceland heldur vikulegan
Salsahitting á Thorvaldsen Bar, Austur-
stræti 8-10. Frír prufutími í salsa fyrir alla
áhugasama hefst klukkan 20 og stendur
yfir í klukkutíma. Að honum loknum er
dansgólfið opið fyrir alla salsaóða til að
taka sporin. Ýmis tilboð á barnum.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?