Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 4
19. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR4 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 30° 23° 19° 23° 29° 17° 17° 25° 19° 32° 26° 32° 19° 21° 23° 19° Á MORGUN víða 3-8 m/s. FIMMTUDAGUR víða 3-8 m/s 8 10 10 10 5 9 8 5 7 10 11 11 8 9 10 10 9 12 13 11 12 3 4 4 7 3 2 2 4 23 2 SKIN OG SKÚRIR Víðast hvar hægur vindur næstu daga. Að mestu skýjað í dag en bjartara yfi r á morgun og á fi mmtudag, þó víða líkur á skúrum, einkum síðdegis. Frekar milt í veðri, hiti að 15 stigum yfi r daginn V-til. Hlýnar heldur NA- og A- til á morgun. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Ríkissjóður og Seðlabanki Íslands greiða í byrjun þessarar viku sam- tals 171 milljarð króna fyrir fram af erlend- um lánum sínum. Er um að ræða lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og Norður- löndunum sem veitt voru í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS sem lauk á síðasta ári. Alls verður jafnvirði 62 milljarða króna greitt til AGS og jafnvirði um 109 millj- arða króna til Norðurlandanna. Ná þessar fyrirframgreiðslur til gjalddaga sem falla á árunum 2013 og 2014 í tilfelli AGS-lánanna og á árunum 2016 til 2018 í tilfelli lánanna frá Norðurlöndunum. Að þessum fyrirframgreiðslum lokn- um verður búið að greiða til baka 53% af upphaflegri lánsfjárhæð frá AGS og 59% af upphaflegri lánafyrirgreiðslu Norður- landanna. Í yfirlýsingu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að ákvörðunin um fyrirfram- greiðslur komi í framhaldi af 125 milljarða króna skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs á alþjóð- legum fjármálamörkuðum í maí. Sú aðgerð undirstriki aðgang Íslands að erlendum lánsfjármörkuðum og veiti svigrúm til að endurgreiða lán sem veitt eru til skemmri tíma. Þá hafi ákvörðunin verið tekin með hliðsjón af tiltölulega rúmri lausafjárstöðu ríkissjóðs og Seðlabankans í erlendri mynt næstu misseri. - mþl Rúmur helmingur lána frá AGS og Norðurlöndunum hefur nú verið endurgreiddur: Ríkissjóður endurgreiðir hluta AGS-lána FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Ákvörðun um fyrirframgreiðslu er tekin í kjölfar erlends skuldabréfaútboðs ríkissjóðs í maí og með hliðsjón af tiltölulega rúmri lausafjárstöðu ríkissjóðs og Seðlabankans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NOREGUR Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur fengið ástarbréf og stuðningsyfir- lýsingar í fangelsið þar sem hann dvelur. Hann hefur sýnt sál- fræðingi sínum nokkur þeirra. Terje Törr- issen skrifaði niður hluta af bréfunum sem hann sá og sagði fyrir rétti í Ósló í gær að um væri að ræða hreinar stuðningsyfirlýsingar. Hann lýsti jafnframt ástarbréfum frá sextán ára stúlkum, tilboðum um giftingu og sitthvað fleira. Breivik hefur að sögn sálfræðinga reynt að svara öllum en magnið af bréfum er svo mikið að hann kemst ekki yfir það. Hann fær einnig mjög mikið af haturspósti og jafnvel líflátshótunum. - þeb Hefur ekki undan að svara: Breivik fær fjölda ástarbréfa AKUREYRI Alls voru 22 teknir fyrir of hraðan akstur á Bíladögum um síðustu helgi og tveir fyrir ölvun- arakstur. Sjö voru kærðir fyrir ýmsar óspektir, flestir fyrir þvag- lát á almannafæri. Sjö eignaspjöll voru tilkynnt og þrjár líkamsárás- ir. Tólf ökumenn voru kærðir fyrir ýmis ökulagabrot. Akureyri vikublað birti í gær uppgjör ýmissa aðila frá Bíladög- um þar sem þetta kemur fram. Samkvæmt lögreglu er þetta sam- bærilegt við sömu helgi í fyrra. Aðstandendur Bílaklúbbs Akur- eyrar segja við blaðið að um 18.000 manns hafi sótt viðburði klúbbsins. - sv Um 18.000 á Bíladögum: Nokkrir kærðir vegna þvagláta ANDERS BEHRING BREIVIK ALÞINGI Samkomulag náðist um þinglok á milli formanna stjórn- málaflokkanna í gær. Það felur í sér samþykkt veiðigjalds, með þónokkrum breytingum, og að frumvarpi um fiskveiðistjórnun verði frestað, sem og þingsálykt- unartillögu um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Þessi voru þrjú stóru mál ríkis- stjórnarinnar á vorþinginu. Til stóð að samþykkja frumvarp um veiðigjöld í gærkvöldi. Gjaldið verður 12,7 til 13,7 milljarðar og ef það fer yfir 13,8 milljarða verð- ur greitt til baka sem því nemur. Það verður á fjórum gjalddögum og miðast við kvótaárið, en það stendur frá 1. september til 31. júlí. Sérstakur samráðshópur mun fara yfir áhrif veiðigjaldanna, en þau verða aðeins samþykkt til eins árs. Þá verður framhaldið metið. Framsóknarflokkurinn fór fram á að samkomulag um þing- lokin yrði formlega undirritað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ánægður með samkomu- lagið, úr því sem komið var. „Við hefðum viljað sjá mat á því hvaða áhrif hækkun veiðigjalds hefur, en það gekk ekki eftir. Áfram verður þó unnið að málum í sumar og haust og ef forsendur breytast er mögulegt að taka á því.“ Frumvarp um stjórn fiskveiða frestast fram á næsta þing. Í samkomulaginu er einnig tekið á umdeildum atriðum í því, svo sem 40/60 regluna. Í henni felst að fari þorskkvóti yfir 202 þúsund tonn gangi 40% af honum til ríkis- ins en útgerðin fái 60%. Sigmundur segir að með samkomulag- inu hafi náðst ákveðinn stöð- ugleiki. „Menn vita þá nokkurn veginn hvar þeir standa með kerfið. Í samkomulag- inu felst einnig að þau atriði sem helst höfðu verið gagnrýnd af sér- fræðingum, og öðrum sem skiluðu umsögnum, detta út.“ Steingrímur J. Sigfússon, ráð- herra sjávarútvegsmála, segir að um tímamótamál sé að ræða. Vissulega sé verið að fara vægar af stað en færa mætti rök fyrir að sjávarútvegurinn þoli, en meira tillit sé tekið til skuldugra fyrir- tækja. Hann segir það vissulega von- brigði að fiskveiðistjórnunin hafi ekki náðst í gegn. „Jú jú, en það er þó verið að reyna að setja það í farveg og við skulum sjá hverju það skilar. Að sjálfsögðu hefði maður vilj- að klára allan pakkann og það er vaxandi stuðningur við að það sé gert.“ kolbeinn@frettabladid.is Veiðigjöld afgreidd en stjórnunin bíður Alþingi lýkur störfum í dag samkvæmt samkomulagi flokkanna. Veiðigjald verður 12,7 til 13,7 milljarðar. Frumvarp um fiskveiðistjórnun og rammaáætlun bíða haustsins. Sérstakur samráðshópur mun fara yfir sjávarútvegsmálin. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Til stóð að samþykkja breytt frumvarp Steingríms J. Sigfússonar um veiðigjald í gær. Frumvarpi hans um fiskveiðistjórnun verður hins vegar frestað til haustsins. Hér ráðslagar ráðherrann við Helga Hjörvar fyrr í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON VIÐSKIPTI Gosdrykkjaframleiðand- inn Coca-Cola mun brátt hefja sölu á gosdrykkjum sínum í Mjanmar, áður Búrma, þar sem kók hefur ekki verið fáanlegt í ríflega sextíu ár. Á næstunni mun því löndum þar sem ekki er hægt að kaupa kók fækka úr þremur í tvö en utan Mjanmar fæst kók ekki á Kúbu og í Norður-Kóreu. Ákvörðun Coca-Cola er tekin í kjölfar ákvörðunar bandarískra stjórnvalda um að hætta viðskipta- þvingunum gegn Mjanmar. Þíðu hefur gætt í samskiptum Vestur- landa við stjórnvöld í Mjanmar eftir ýmsar lýðræðisumbætur her- foringjastjórnarinnar. - mþl Bandaríkin opna á viðskipti: Kók loks fáan- legt í Mjanmar JAFNRÉTTISMÁL Staðall um launa- jafnrétti verður kynntur í dag, en 19. júní er alþjóðlegur kvenrétt- indadagur. Unnið hefur verið að staðlinum síðan árið 2008, en að þeirri vinnu hafa komið velferðar- ráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Frumvarp um staðalinn er til- búið og fer í hefðbundna kynn- ingu. Samkvæmt því verður fyrir- tækjum í sjálfsvald sett hvort þau innleiða hann eða ekki, en hann á að auðvelda þeim að koma á launa- jafnrétti. Staðallinn verður kynnt- ur á morgunverðarfundi á Grand hóteli Reykjavík í dag. - kóp Unnið að jafnréttismálum: Staðall um jöfn laun kynntur KÓK Brátt verða Kúba og Norður-Kórea einu lönd heims þar sem kók er ekki fáanlegt. GENGIÐ 18.06.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,4563 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,91 125,51 195,68 196,64 157,76 158,64 21,225 21,349 20,94 21,064 17,851 17,955 1,5786 1,5878 189,92 191,06 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is FULLKOMINN FERÐAFÉLAGI!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.